Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2018
James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 95 ára í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Chris Thompson (6/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 20. sæti peningalistans, Chris Thompson. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Chris Thompson fæddist 11. júní 1976 og er því Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Schauffele?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Xander Schauffele þegar hann sigraði á HSBC heimsmótinu í gær, sunnudaginn 28. október 2018: Dræver: TaylorMade M3 460 (Graphite Design AD 7X skaft) 3-tré: Callaway Rogue Sub Zero (Graphite Design Tour AD-DI 8X skaft) 5-tré: Callaway Rogue Sub Zero (Graphite Design Tour AD-DI 8X skaft) Járn: Callaway Forged Prototype (4-PW; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft) Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 4 (52°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), Titleist Vokey Design SM6 (56° og 60°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft) Pútter: Odyssey O-Works Red #7CH (34.5 þummlungar) Bolti: Callaway Chrome Soft X.
Viðtal v/ Ólafíu Þórunni í Golf Digest
Í nýjasta tölublaði Golf Digest er viðtal við 4 ungar konur sem eiga það sameiginlegt að vera fyrstu konur þjóða sinna til þess að spila á bestu kvengolfmótaröð heims, LPGA. Þetta eru þær Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, Laetitia Beck frá Ísrael, Tiffany Chan frá Hong Kong og María Torres frá Puerto Rico. Hér fer hluti greinarinnar í lauslegri íslenskri þýðingu þar sem fjallað er um Ólafíu Þórunni: Að spila golf á Íslandi þýðir að það verður að æfa mikið innanhúss. Við höfum stuttan tíma, frá maí til september. En það er bjart allan sólarhringinn á sumrin. Það var eðlilegt að skipta yfir í að æfa innahús á haustin og fyrr Lesa meira
Keilir varð 19. á EM klúbbaliða
Sveit Keilis varð í 19. sæti á EM klúbbaliða, en mótið fór fram í Golf De Médoc í Frakklandi, dagana 25.-27. október sl. Sveit Keilis skipuðu þeir Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson Í einstaklingskeppninni var Benedikt á besta skorinu í lið GK, lauk keppni í 38. sæti (77 71 77) ; Henning Darri varð í 51. sæti (79 77 74) og Helgi Snær í 53. sæti (75 79 77). Það var franska heimaliðið í RFC La Boulie sem sigraði á EM klúbbliða á samtals 14 undir pari, -14 412 höggum (136 140 136) en tvö bestu skor liðsmanna töldu, í hverjum af 3 hringjunum, sem voru spilaðir. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þór Ágústsson – 28. október 2018
Það er Ólafur Þór Ágústsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ólafur Þór er fæddur 28. október 1975 og á því 43 ára afmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ólafi Þór til hamingju með daginn hér að neðan: Ólafur Þór– Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudmundina Ragnarsdottir, GO 28. október 1959 (59 ára); Atli Ingvars, 28. október 1963 (55 ára); Klaus Richter, 28. október 1966 (52 ára); Guðmundur Steingrímsson, 28. október 1972 (46 ára); Maren Rós 28. október 1981 (37 ára); Na Yeon Choi, 28. október 1987 (31 árs); Pétur Freyr Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Carlos Ortiz (5/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 21. sæti peningalistans, Carlos Ortiz. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Carlos Ortiz fæddist 24. apríl 1991 og er því Lesa meira
WGC: Schauffele sigraði í Kína!
Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele sigraði á HSBC heimsmótinu sem fór fram í Shanghaí, í Kína. Hann hafði betur gegn landa sínum Tony Finau, í bráðabana, en Finau var búinn að vera í forystu mestallt mótið. Báðir léku þeir á 14 undir pari, 274 höggum; Schauffele (66 71 69 68) og Finau (66 67 70 71). Aðeins þurfti að spila par-5 18. holuna einu sinni í bráðabananum, en þar vann Schauffele á fugli meðan Finau tapaði á pari. Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2018 (22)
Í golfklúbbnum: „Við eigum því miður ekki neina rástíma fyrir þig!“ Kylfingurinn: „En ef Tiger kæmi hingað þá myndi hann nú örugglega fá rástíma ekki satt!“ Afgreiðslan: „Jú, auðvitað!“ Kylfingurinn: „Ég veit fyrir víst að hann kemur örugglega ekki í dag; Getið þið ekki látið mig fá rástímann hans?“
Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Anna Jódís – 27. október 2018
Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Patty Sheehan, 27. október 1956 (62 ára); Sóley Gyða Jörundsdóttir (58 ára); Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (53 ára); Sesselja Engilráð Barðdal (48 ára); Melissa Lesa meira










