Afmæliskylfingur dagsins: Sesselja Björnsdóttir – 30. október 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Sesselja Björnsdóttir. Sesselja er fædd 30. október 1957 og á því 61 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sesselja Björnsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón Smári Guðmundsson 30. október 1961 (57 ára), Mayumi Hirase (jap: 平瀬真由美) 30. október 1969 (49 ára); Anton Þór, 30. október 1976 (42 árs);… og … Samskipti Ehf Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Cameron Champ (20/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 6. sæti peningalistans, Cameron Champ. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Það er alltaf einn nýliði á PGA Tour sem Lesa meira
Juli Inkster: Lexi verður að finna leikgleðina aftur
Fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins, Juli Inkster hefir boðið fram stuðning sinn við Lexi Thompson, að loknu leiktímabili sem hefir reynst þessum frábæra kylfingi (Lexi) afar erfitt. Í viðtali við Inkster á Gleneagles, þar sem 16. Solheim Cup einvígið mun fara fram næsta september þá sagðist Inkster hafa verið í reglulegu sambandi við Lexi, sem tilkynnti sl. júlí að hún væri að taka sér frí frá golfi til þess að endurhlaða andlegu batterí sín. Í fréttatilkynningu frá Lexi sl. júlí sagði m.a.: „Atburðir þessa sl. 1 1/2 árs (á og utan vallar) hafa tekið gífurlegan toll af mér bæði andlega og tilfinningalega. Ég hef virkilega ekki fundist ég vera ég sjálf um Lesa meira
Heimslistinn: Champ kominn í 121. sætið!
Nýliðinn á PGA Tour, Cameron Champ, sem sigraði á Sanderson Farms Championship er kominn í 121. sætið í þessari viku! Vegna sigurs síns á Sanderson Farms meistaramótinu fór Champ upp um heil 113 sæti en hann var í 234. sæti heimslistans, bara í síðustu viku! Frá árslokum 2017 hefir stjarna hans risið hratt því í árslok 2017 var hann í 1057. sætinu. Já, það verður spennandi að fylgjast með Champ. Annars er staða efstu 10 á heimslistanum eftirfarandi: 1 Brooks Koepka 3. maí 1990 (28 ára) 2 Justin Rose 30. júlí 1980 (38 ára) 3 Dustin Johnson 22. júní 1984 (34 ára) 4 Justin Thomas 29. apríl 1993 (25 ára) Lesa meira
Golfstiklur Birgis Leifs og Haralds Franklíns
Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Haraldur Franklín Magnús GR ásamt Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK eru öll úti á Spáni við æfingar; tveir þeir fyrstnefndu til þess að búa sig undir 2. stigs úrtökumót fyrir Evrópumótaröð karla. Birgir Leifur og Haraldur hafa sent frá sér myndskeið, sem bera heitið: „Golfstiklur Birgis Leifs og Haralds Franklíns“, sem hafa birtst bæði á facebook og instagram og eru með ýmsan fróðleik fyrir kylfinga. Hér að neðan má sjá þau 4 myndskeið sem þeir félagar hafa látið frá sér fara: Til að sjá STIKLU °1 (um Titleist golfbolta) SMELLIÐ HÉR: Til að sjá STIKLU °2 (hvernig á að gera við boltaför) SMELLIÐ HÉR: Til að sjá STIKLU °3 Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Champ?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Cameron Champ, þegar hann sigraði á 1. PGA Tour móti sínu sl. helgi, Sanderson Farms Championship: Dræver: PING G400 Max (9°) með Fujikura Pro White TS 63-X skaft. Brautartré: PING G400 (14.5°) með Project X Hzrdus Black skaft. Járn: PING i500 (4), PING iBlade (4-9) með KBS C-Taper 130-X sköft. Fleygjárn: PING Glide Forged (50°, 54°, 60°) með True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköftum. Pútter: PING prototype PLD Mid Tyne (34.5”) með PP58 Midsize Full Cord gripi. Bolti: Srixon Z-Star XV.
PGA: Champ sigraði á Sanderson Farms
Það var nýliðinn á PGA, Cameron Mackray Champ, sem vann sinn fyrsta sigur á PGA Tour á móti helgarinnar á PGA Tour, Sanderson Farms Championship. Mótið fór fram í CC of Jackson í Jackson, Misssissippi. Champ lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (65 70 64 68), sem er glæsilegur árangur þessa högglanga og nákvæma nýliða!!! Champ átti heil 4 högg á þann sem næstur kom en það var Corey Conners frá Kanada, sem varð einn í 2. sæti, á 17 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut Champ $792,000, (rúmar 80 milljónir íslenskra króna) sem er hæsta verðlaunafé sem hann hefir nokkru sinni unnið … en það sem e.t.v. er enn verðmætara Lesa meira
Sjáið mark Sergio Garcia!
Það var Sergio Garcia s.s. allir muna sem stóð uppi sem sigurvegari á Valderrama Masters, móti sem Birgir Leifur Hafþórsson okkar tók þátt í … og móti sem allir muna eftir vegna stöðugra tafa vegna veðurs. Hinn 38 ára fyrrum Masters meistari (Sergio Garcia) skoraði mark í hinu árlega „Leikmenn g. kaddýum” fótboltaleik, sem fram fór í einu veðrahléinu á Andalucia Valderrama Masters. Mark Sergio Garcia, sem í síðasta mánuði varð stigahæsti kylfingur Ryder Cup, var fallegt, en Garcia er s.s. ekkert ókunnugur fótbolta; hann er m.a. forseti og framkvæmdastjóri heimaliðs síns á Spáni, CF Borriol, sem hann hefir spilað nokkrum sinnum með á undanförnum árum. „Að spila fótbolta er ekki eins Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Xander Schauffele? (2018)
Xander Schauffele sigraði nú um sl. helgi á HSBC heimsmótinu, eftir bráðabana við Tony Finau. Hann sigraði þegar á 1. holu bráðabanans, þar sem hann fékk fugl en Finau tapaði á parinu. Með þessum sigri eru PGA Tour sigrar þessa 25 ára Bandaríkjamanns orðnir 3: hann sigraði fyrst 9. júlí á sl. ári á Greenbrier Classic á 14 undir pari, 266 höggum (64-69-66-67) þar sem hann átti 1 högg á Robert Streb og síðan er líklega stærsti sigur hans sigurinn 24. september á sl. ári á Tour Championship, þar sem hann átti 1 högg á Justin Thomas en sigraði með skori upp á 12 undir pari, 268 höggum (69-66-65-68) á nýliðaári Lesa meira
Ás Pieters leiðir í vali á höggi vikunnar
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bestu 5 högg úr 3 mótum helgarinnar á PGA Tour: 2018 WGC-HSBC Champions, Invesco QQQ Championship og Sanderson Farms Championship. Bestu höggin að mati PGA Tour eiga að þessu sinni þeir Cameron Champ, Kyle Stanley, Stephen Ames, D.J. Trahan, og Thomas Pieters. Í vali á höggi vikunnar leiðir ás Pieters. Til þess að sjá bestu höggin á mótum helgarinnar SMELLIÐ HÉR:










