Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2018 | 22:00

Valdís Þóra komst ekki g. niðurskurð – Anne Van Dam sigraði á Andalucia Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Andalucia Open de España, sem fram fer á La Quinta Golf & Country Club, dagana 22. – 25. nóvember. Hún kláraði í gær, laugardagsmorguninn  2. hring, en leik var frestað vegna myrkurs, föstudagskvöldið. Valdís Þóra lék á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (76 76). Niðurskurður var miðaður við 5 yfir pari eða betur eftir 2 hringi og var Valdís Þóra því 5 höggum frá því að ná niðurskurði Sigurvegari mótsins var hollenska stúlkan Anne Van Dam, en hún lék á samtals 13 undir pari, 267 höggum (68 67 66 70). Í 2. sæti varð síðan spænski kylfingurinn Azahara Muñoz á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2018 | 21:00

Belgía sigraði á ISPS Handa World Cup

Það var liðstvennd Belga sem stóð uppi sem sigurvegarar á ISPS Handa World Cup. Hana skipuðu nafnarnir Thomas Pieters og Thomas Detry. Sigurskor Pieters og Detry var 23 undir pari, 265 högg (63 71 63 68). Þetta er fyrsti sigur Belga í heimsbikarnum. Í 2. sæti urðu liðstvenndir annars vegar heimamanna, Ástrala, skipuð Marc Leishman og Cameron Smith og hins vegar liðstvennd Mexíkó skipuð Abraham Ancer og Roberto Diaz; en báðar liðstvenndir voru 3 höggum á eftir Pieters og Detry á samtals  20 undir pari, 268 höggum; Ástralía (62 76 65 65) og Mexíkó (67 70 65 66). Fjórða sætinu deildu síðan liðstvenndir Danmerkur og Kanada, báðar á 17 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson – 25. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Adolf Oddgeirsson. Jóhann Adolf er fæddur 25. nóvember 1973 og á því 45 ára afmæli í dag. Jóhann Adolf er í Golfklúbbi Setbergs. Hann er kvæntur Rut Sig og á tvær dætur og einn son. Komast má á facebook síðu Jóhanns Adolfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Adolf Oddgeirsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall fæddist 25. nóvember 1923 (95 ára); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (66 árs); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (54 ára), Þórey Sigþórsdóttir, 25. nóvember 1965 (53 ára); Haru Nomura, 25. nóvember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2018 | 08:00

Hugmyndir að jólagjöfum handa kylfingnum í lífi þínu

Líkt og fyrir öll jól gefur Golf1.is lesendum sínum hugmyndir að jólagjöfum sem gleðja myndu hvaða kylfing sem er. Fyrst er hér linkur inn á síðu Esquire sem gefur 24 jólagjafahugmyndir SMELLIÐ HÉR:  Meðal betri hugmynda þar er bók konungs golfsins, Arnold Palmer „A life well played“ með inngangsorðum „Gullna Bjarnarins“. Næst gefur Golf Digest nokkrar góðar hugmyndar að jólagjöfum handa kylfingum sjá með því að SMELLA HÉR:  Meðal góðra hugmynda þar eru golfföt frá Juan Arias úr ekta perúskri pima bómull (ótrúlega þægileg!!!) Önnur sniðug gjöf fyrir kylfinginn sem á allt er að gefa gott skoskt whiskey t.a.m. Naked Grouse Blended Malt Scotch Whisky, s.s. Golf Digest er að stinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 42 ára. Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, þar sem hann kenndi golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Chase Wright (17/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 9. sæti peningalistans, Chase Wright. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Chase Wright fæddist í Muncie, Indiana þann 16. júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2018 | 01:00

Phil sigraði í einvíginu við Tiger

Hið margauglýsta „Einvígi“ Phil Mickelson og Tiger Woods fór fram nú fyrr í kvöld á Shadow Creek í Norður Las Vegas, Nevada. Einvígið eða „The Match“ eins og keppnin milli þessara goðsagna bandarísks golfs undanfarin ár er kölluð var leikin með 18 holu holukeppnisleikfyrirkomulagi. Phil hafði betur gegn Tiger, en leikar fóru allt á 22. holu. Þeir sem fylgdust með „keppninni“ sögðu hana hafa verið slaka og í besta falli í undir meðallagi m.a. lét Charles Barkley „golffréttaskýrandi“ sem frægari er fyrir afrek á körfuboltavellinum en í golfi hafa eftirfarandi eftir sér um einvígið: „“This is some crappy golf,”  (Lausleg þýðing: „Þetta er lélegt golf“) – … og þurfti ekki snilling Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2018 | 20:00

LET: Valdís Þóra kláraði aðeins 7 holur á 2. degi á La Quinta

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Andalucia Open de España, sem fram fer á La Quinta Golf & Country Club, dagana 22. – 25. nóvember. Fyrsta hringinn lék Valdís Þóra á 76 höggum, en hún virðist staðráðin í að gera betur á 2. hring og er búin að fá 3 fugla og 3 skolla á þeim 7 holum, sem hún náði að spila á 2. degi áður en mótinu var frestað vegna myrkurs. Eftir er að spila 11 holur m.a. tvær sem hún fékk tvöfaldan og þrefaldan skolla á, á 1. hring. Ljóst er að Valdís Þóra verður að spila á 1 undir pari, 70 höggum eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Gauti Arnarson og Kristín Þorvaldsdóttir ————- 23. nóvember 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Kristín Þorvaldsdóttir og Arnar Gauti Arnarsson. Kristín Þorvaldsdóttir er fædd 23. nóvember 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Kristín Þorvaldsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Arnar Gauti er fæddur 23. nóvember 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Arnar Gauti er bæði Haukamaður og í Golfklúbbnum Keili Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Arnar Gauti Arnarsson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2018 | 14:00

GSÍ fær kr. 27,4 milljónir úr Afrekssjóði ÍSÍ

Golfsamband Íslands (GSÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til GSÍ vegna verkefna ársins er 27.400.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni GSÍ árið 2017 styrk að upphæð 14.850.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ. Mikill vöxtur hefur verið í afreksstarfi GSÍ á undanförnum árum og hefur árangur einstaklinga og hópa verið framúrskarandi. GSÍ hefur verið að efla umhverfi afreksíþróttafólksins með mælingum á afrekskylfingum og stuðning í tengslum við mót sem og í undirbúningi viðburða. Tveir keppendur tóku þátt í Ólympíuleikum ungmenna á árinu og sigur í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í Glasgow á árinu er án efa einn af hápunktum ársins. Fjölmargir kylfingar hafa verið Lesa meira