Aðalfundur LEK fer fram fimmtudaginn 6. des n.k.
Aðalfundur LEK 2018 verður haldinn í húsnæði ÍSÍ Laugardal, 104 Reykjavík fimmtudaginn 6. desember kl. 19:30. Athygli er vakin á breyttum fundartíma frá áður boðuðum fundi. Dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan.
Íslandsmótsfáni GSÍ afhentur með formlegum hætti
Helgi Bragason, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja, afhenti Íslandsmótsfána GSÍ með formlegum hætti um s.l. helgi. Íslandsmótið í golfi fór fram í Vestmannaeyjum í júlí 2018 en á næsta ári verður það haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Árið 2018 var afmælisár hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja en klúbburinn, sem stofnaður var 4. desember 1938, fagnaði 80 ára afmæli í ár. Golfklúbbur Vestmannaeyja er jafnframt 3. elsti starfandi golfklúbbur á Íslandi – aðeins Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) (stofnaður 1934) og Golfklúbbur Akureyrar (GA) (stofnaður 1935) eru eldri. Björn Víglundsson, formaður GR, tók við Íslandsmótsfánanum á formannafundi GSÍ, sem fram fór í Gjánni í Grindavík. Heimild: GSÍ Mynd: seth@golf.is
GV: Helgi Bragason hlýtur gullmerki GSÍ
Helgi Bragason hefur gegnt formennsku í Golfklúbbi Vestmannaeyja allt frá árinu 2001. Helgi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið á næsta aðalfundi GV. Í formannstíð Helga hefur rekstur GV tekið miklum breytingum en klúbburinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Helgi fékk viðurkenningu fyrir störf sín í þágu golfhreyfingarinnar á formannafundinum sem fram fór 24. nóvember s.l. í Grindavík. Þar veitti Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Helga gullmerki golfsambandsins. Heimild: GSÍ Mynd: seth@golf.is
Myndband um Arctic Open og Sigló golf
Jaðarsvöllur, Arctic Open, og golf nýjum velli í Siglufirði eru til umfjöllunnar í þessu myndbandi sem bandaríska fyrirtækið Skratch gerði nýverið. Í heimsókninni tók dagskrárgerðarmaður Skratch þátt í Arctic Open mótinu á Akureyri – auk þess sem hann ræðir við Edwin Roald golfvallahönnuð. Edwin kom að uppbyggingu Jaðarsvallar og hann teiknaði og hannaði Sigló golf. Myndbandið má sjá með því að SMELLA HÉR: Heimild: GSÍ
Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 54 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Þráinn Bj Farestveit (54 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ferðafélag Siglufjarðar (91 árs); Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (54 ára); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (53 ára); Helmut Müller 27. nóvember 1973 (45 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (34 ára); Neglur Og Fegurð Eva, 27. nóvember 1984 (34 ára); Stephanie Kono, 27. nóvember 1989 (29 ára) …… og …… Ragnheidur Arngrímsdóttir og Lesa meira
Svartnættið er liðið
Ímyndið ykkur að vera Danny Willett. Ímyndið ykkur að vinna The Masters með lokahring upp á 67 högg, enga skolla og eitt af bestu chippum Augusta National á hring þar sem kylfingar á borð við Jordan Spieth, Lee Westwood, JB Holmes, Paul Casey og Dustin Johnson anda niður í hálsmálið á ykkur – og svo vera afskrifuð innan 12 mánaða sem einskonar dægurfluga. Gleymið gömlu tuggunni um að vera „mulningsvél“ einhver sem náð hefir þessu öllu gegnum mikla vinnu, já, blóð, svita og tár. Nú var Willett bara álitinn hafa verið heppinn, náungi sem græddi á því að Spieth brotnaði niður á lokahring Masters. Þetta var allt aðeins of mikið fyrir hann (Willett); Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Louise Parks ——– 26. nóvember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Louise Bruce Parks. Louise Parks fæddist 26. nóvember 1953 í Toronto, Kanada og hefði því orðið 65 ára í dag en hún lést fyrir 3 árum, 23. janúar 2015 úr krabbameini. Louise bjó í San Diego og var vel þekkt meðal kylfinga á San Diego svæðinu. Hún var golfkennari í meir en 3 ártugi og sumir segja hana hafa verið svo miklu meira en golfkennara, meira lífskennara, en hún var einstaklega vel liðin vegna hlýrrar og góðrar nærveru. Parks var á LPGA árin eftir 1972 eftir frábæran áhugamannsferil. Árin 1968 og 1970 var hún Junior World Champion og hún varð í 1. sæti 1970 á National Juniors Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Charlotte Thomas (3/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Byrjað verður að kynna 10 efstu á peningalista Symetra Tour og síðan 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og þær ásamt þeim 10 sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur verða því kynntar hér á næstu mánuðum. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók Lesa meira
Golfkynning fyrir íþróttakennara kl. 16:00 þann 7. des nk. í Korpu
Föstudaginn 7. desember n.k. kl. 16:00 mun fara fram golfkynning fyrir íþróttakennara að Korpúlfsstöðum. Það sem boðið er upp á eru fjölbreyttar stöðvar, æfingar og tímaseðlar. Aðgangur að golfkynningunni er ókeypis. Hins vegar er takmarkað pláss þannig að það er best að skrá sig sem fyrst hjá PGA Íslandi. Eftirfylgni verður í vor. – Fjölmennið að Korpúlfsstöðum föstudaginn 7. des!!!
Evróputúrinn: Rai sigurvegari Honma Hong Kong Open
Það var enski kylfingurinn Aaron Rai, sem sigraði á 1. móti Evrópumótaraðar karla keppnistímabilið 2018-2019, Honma Hong Kong Open. Rai lék á samtals 17 undir pari, 263 höggum (65 61 68 69). Á 2. degi setti Rai m.a. nýtt vallarmet í Hong Kong golfklúbbnum, þar sem mótið fór fram – lék á glæsilegum 9 undir pari, 61 höggi – skilaði „hreinu skorkorti“ þar sem hann fékk 9 fugla og 9 pör. Stórglæsilegt!!! Fyrir þennan fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð karla hlaut Rai sigurtékka upp á € 292,343, sem er hæsta verðlaunafé á ferlinum til þessa. Sigurinn var hins vegar naumur aðeins munaði 1 höggi á Rai og landa hans Matthew Fitzpatrick, sem Lesa meira










