Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Karen Chung (13/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar og í dag verður hafist á að kynna 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2018 | 06:00

Love feðgar sigruðu á PNC Father&Son mótinu

Davis Love III og Dru Love luku keppni á 16 undir pari, 56 höggum í PNC Father&Son mótinu, sl. sunnudag og settu 3 ný mótsmet. Love-feðgar voru á 27 fyrri 9 á golfvelli The Rits-Carlton golfklúbbsins og náðu forystu með fugi á 11. holu og kláruðu hringinn síðan með 4 fuglum og 1 erni til viðbótar. Skorið upp á 56 bætti mótsmetið um lægsta skor um 1 högg en fyrra met áttu Raymond Floyd og sonur hans 1995 og síðan Bob Charles og sonur hans 1998. John og Little John Daly voru á 62 og urðu T-2 ásamt þeim Retief og Leo Goosen og þeim Stewart og Connor Cink. Samtals var Love-liðið á 26 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 22:00

Bjarki m/skrautlega byrjun í Miami

Bjarki Pétursson, GB, lék í dag 1. hring á South Beach International Amateur, sem fram fer á Normandy Shores golfvellinum í Miami Beach Golf Club, í Flórída – Sjá má heimasíðu Miami Beach Golf Club með því að SMELLA HÉR: Mótið stendur dagana 19. -22. desember 2018 og það laðar yfirleitt að sér einhverja sterkustu áhugamenn heims, sérstaklega frá Bandaríkjunum og S-Ameríku. Þetta er risamót, þátttakendur 210 og Bjarki T-133 eða fyrir miðju meðal keppenda eftir 1. hring. Skorkort Bjarka var nokkuð skrautlegt, en á því voru 6 fuglar, 5 skollar og því miður líka einn fjórfaldur skolli, sem kom skorinu í 3 yfir par, 74 högg. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 20:00

LET: Guðrún Brá komst g. niðurskurð!

Íslandsmeistarinn í golfi 2018, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna, en mótið fer fram í Marokkó. Eftir 4. hring var skorið niður og aðeins 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu fá að spila lokahringinn, sem fram fer á morgun og er Guðrún Brá þar á meðal. Guðrún Brá er búin að spila á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (73 72 72 73) og er T-45 þ.e. jöfn 5 öðrum í 45. sæti. Efstu 25 og þær sem jafnar eru í 25. sætinu hljóta fullan spilarétt á Evrópumótaröð kvenna (LET) á 2019 keppnistímabilinu og eins og staðan er nú, munar 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Pétursson – 19. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Pétursson. Hann er fæddur 19. desember 1974 og á því 44 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sævars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sævar Pétursson – Innilega til hamingju með árin 44!!! Mynd: Í einkaeigu Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Arnheiður Ásgrímsdóttir, 19. desember 1956 (62 ára); Rick Pearson, 19. desember 1958 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (55 ára); Lorie Kane, 19. desember 1964 (54 árs); Sigfús Örn Óttarsson, 19. desember 1967 (51 árs); Wendy Miles, 19. desember 1970 (48 ára); Davíð Már, 19. desember 1980 (38 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 12:00

Gengið framhjá Hall

Georgia Hall er jákvæð þó hún hafi ekki hlotið viðurkenningu BBC á að vera íþróttamaður ársins í Bretlandi (BBC Sports Personality of the Year). Margar af kynsystrum hennar í golfinu voru þó ekkert að liggja á skoðun sinni hvað þeim finndist um að gengið hefði verið framhjá Hall í verðlaunaafhendingunni, t.a.m. tvítaði golfdrottningin skoska Catriona Matthew að hún hefði skipt um sjónvarpsstöð þegar úrslitin lágu fyrir þ.e. frá BBC yfir á Channel 5 til þess að horfa á Elf. Afrek Georgiu Hall er að hafa sigrað á heimavelli á Opna breska fyrst breskra kvenna frá því að Catriona Matthew hampaði bikarnum í þessu elsta og virtasta kvenrisamóti heims 2009. Afrek Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Louise Strahle (12/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar og í dag verður hafist á að kynna 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Páll Marcher Egonsson – 18. desember 2018

Afmæliskyfingur dagsins er Páll Marcher Egonsson. Páll er fæddur 18. desember 1967 og á því 51 árs afmæli í dag. Páll er í Golfklúbbi Sandgerðis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Páll Marcher Egonsson 51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hubie Green, 18. desember 1946 (72 ára); Charles Christopher Rymer, 18. desember 1967 (51 árs); Joanne Mills, 18. desember 1969 (49 ára); DJ Trahan, 18. desember 1980 (38 ára) ….. og …… Shin Ae Ahn, 18. desember 1990 (28 ára); Katrin Erla Kjartansdottir og Dy Perished Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2018 | 22:00

GSÍ: Jussi hættir sem afreksstjóri

Jussi Pitkänen mun hætta sem afreksstjóri GSÍ í febrúar á næsta ári. Jussi hefur starfað hjá Golfsambandi Íslands frá því í ársbyrjun 2017 með farsælum árangri. Jussi mun fara með afrekskylfingum Íslands í æfingabúðir byrjun janúar á næsta ári og verður það lokaverkefni hans sem afreksstjóri GSÍ. Golfsamband Íslands þakkar Jussi fyrir vel unnin störf og óskar honum góðs gengis á nýjum vinnustað. Í kveðju sem Jussi sendi frá sér kemur m.a. fram að hann fari frá Íslandi með góðar minningar og hann er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið frá því hann byrjaði í starfinu. Jussi hefur ráðið sig til finnska golfsambandsins þar sem hann mun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2018 | 20:00

LET: Guðrún Brá er í 43. sæti á lokaúrtökumótinu

Íslandsmeistarinn í golfi 2018, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefur leikið tvo hringi á lokaúrtökumótinu fyrir LET – Evrópumótaröð kvenna í golfi. Alls verða leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá er í 43. sæti á +1 samtals (73-72). Alls eru 115 sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið: Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir. Sjá má Lesa meira