Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Sandra Changkija (16/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, em það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 46 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svaþvar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson (Innilega til hamingju með 46 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
DJ og Paulina senda jólakveðju á félagsmiðlum
Meðal kylfinga, sem sendi áhangendum sínum jólakveðju á félagsmiðlunum í gær, jóladag, var Dustin Johnson (DJ). Hann og kærasta hans Paulina Gretzky sendu hefðbundna jólamynd af sér og börnunum sínum tvö við jólatréð. DJ setti sína mynd á Twitter meðan Paulina var með sína á Instagram. Það sem er kannski óhefðbundið við myndina eru augun, það er eins og öll fjölskyldan sé haldin illum öndum, þar sem augun í öllum eru hvít – en kannski er það bara til gamans gert!!! Jólamyndin, sem er eina opinbera myndin þar sem DJ er á Instagram hjá Paulinu, en hún á 748,000 fylgjendur á Instagram, er í hrópandi andstöðu við það sem var upp á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Guilia Molinaro (15/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, em það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Kristinn Guðmarsson – 25. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Kristinn Guðmarsson, Pétur Kristinn er fæddur 25. desember 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er kvæntur Katrinu Dögg Hilmarsdóttur. Pétur Kristinn 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru: Adalsteinn Teitsson, 25. desember 1961 (57 ára); Mianne Bagger, 25. desember 1966 (52 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (36 ára ); Jean Françoise Luquin, 25. desember 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Valgerður Halldórsdóttir ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
Dagbjartur sigraði á The Holiday Open
Dagbjartur Sigurbrandsson, var einn sjö íslenskra kylfinga sem þátt tók í The Holiday Open mótinu, sem fram fór á Orange County National í Flórída, helgina 22.-23. desember 2018. Hann gerði sér lítð fyrir og sigraði í sínum aldursflokki 16-18 ára pilta. Jafnframt var hann annar af tveimurn þátttakendanna 23, sem náði skori undir pari. Sigurskor Dagbjarts var 2 undir pari, 142 högg (73 69). Þess mætti geta að systir Dagbjarts, Perla Sól Sigurbrandsdóttir. stóð sig næstbest af íslensku keppendunum, en hún landaði 3. sætinu í flokki 13 ára og yngri hnáta. Til þess að sjá lokastöðuna á mótinu SMELLIÐ HÉR:
Gleðileg jól 2018!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Friðrikka Auðunsdóttir – 24. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Friðrikka Auðunsdóttir. Hún er fædd Aðfangadag 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Friðrikka Auðunsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940; Stekkjastaur Jólasveinn (113 ára); Robert J. Shaw, f. 24. desember 1944 (74 ára); Steinunn Kristinsdóttir, 24. desember 1952 (66 ára) Choice Tours Iceland (66 ára); Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir 24. desember 1970 (48 ára); Sitthvad Til Sölu 24. desember 1980 (38 ára) …… og …….. Solveig Hreidarsdottir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Andri Sigurpálsson – 23. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Sveinn Andri Sigurpálsson. Sveinn Andri er fæddur 23. desember 2003 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Komast má á facebooksíðu Sveins Andra til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Sveinn Andri Sigurpálsson – Innilega til hamingju með 15 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herman Barron,f. 23. desember 1909 – d. 11. júní 1978; Eyrún Birgisdóttir, 23. desember 1952 (66 ára); Guðmundur Freyr Hansson, 23. desember 1962 (56); John Bickerton, 23. desember 1969 (49 ára); Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir 23. desember 1970 (48 ára); Daníel Chopra, 23. desember 1973 (45 ára); Pétur Andri Ólafsson, 23. Lesa meira
Böðvar Bragi varð í 5. sæti – Lárus Garðar T-22 á GJG Grand Final
Böðvar Bragi Pálsson, GR, náði þeim glæsilega árangri að landa 5. sætinu og GJG Grand Final mótinu, sem fram fór í Flórída, dagana 19.-22. desember en mótinu lauk í dag. Spilaðir voru tveir hringir. Böðvar Bragi lék á samtals á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76). Glæsilegt hjá Böðvari Braga!!! Lárus Garðar Long, GV, lék á samtals 164 höggum (77 87), sprengdi seinni hringinn en Lárus Garðar og Böðvar Bragi voru á sama skori fyrri hringinn og deildu þá 8. sæti. Lárus Garðar lauk keppni T-22 þ.e. var jafn Mauro Gilardi frá Sviss í 22. sæti. Þetta er góður árangur hjá báðum íslensku keppendum, en alls voru 35 sem Lesa meira










