Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2018 | 12:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir mars 2018

Phil Mickelson sigraði á heimsmótinu Mexico Championship eftir bráðabana við Justin Thomas, en mótið fór fram 1.-4. mars 2018. Michelle Wie sigraði á HSBC Women´s World Championship, sem fram fór sömu daga á Tanjong vellinum í Sentosa golfklúbbnum í Singapore. Í byrjun mars 2018 auglýsti Tiger Woods Bridgestone golfbolta. Í leiðinni gerði hann lítið úr Titleist Pro V1 boltanum. Skv. Bridgestone, nær nýi B XS  boltinn, þegar Tiger notar hann, 6.9 yördum (u.þ.b. 2 metrum) lengra en Pro V1 boltinn. Fréttir bárust af því í byrjun mars að spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal hefði sofið yfir sig og ætti það starfsmanni Evrópumótaraðarinnar það að þakka að hafa ekki verið vísað úr Hero Indian Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2018

Það er nr. 170 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 34 ára afmæli í dag! Hmm… árið í ár hefir ekki verið Kaymer nógu gott – hann hefir m.a. hrunið niður heimslistann um u.þ.b. 100 sæti síðan fyrir ári síðan, 2017. Martin Kaymer átti glæsiár, árið 2014 og margt sem gerðist það ár í lífi hans. Eftirminnilegur er stórglæsilegur sigur hans á Opna bandaríska risamótinu, þar sem hann átti 8 högg á næsta keppanda. Eins sigraði hann á Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið. Meginpart ársins 2014 var Martin Kaymer á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 13:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir febrúar 2018

1. febrúar 2018 var frétt þess efnis að nakinn maður hefði stolið senunni á móti vikunnar á PGA Tour, Waste Management Phoenix Open Á hinni sögufrægu par-3 16. braut sem umlukin er áhorfendapöllum, sem mörg þúsundir áhorfenda verja tíma sínum til að fylgjast með keppendum hljóp nakinn maður um á brautinni. Sumir gera ALLT fyrir frægðina! 2. febrúar var í fréttum að norska frænka okkar Suzann Petterson hefði borið tilbaka að hún hefði kallað Trump Bandaríkjaforseta svindlara. Sagði hún að þetta væru „fake news”!!! Það var Gary Woodland sem sigraði á Phoenix Open 4. febrúar 2018. Þann 5. febrúar fóru nýsjálensk hjón, frá New Plymouth Colin og Terri Heyes bæði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 12:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir í febrúar 2018

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr GL tók þátt í Oats Vic mótinu í Ástralíu, en komst þrátt fyrir frábæra spilamennsku ekki í gegnum 2. niðurskurð eftir 3. dag, 3. febrúar 2018, en einungis 36 efstu fengu að spila lokahringinn. Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 3. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Í lok fundar voru veitt verðlaunfyrir árangur á árinu 2017.  Derrick Moore var valinn PGA kennari ársins 3. árið í röð. Kylfingur ársins var valin  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og PGA meistari ársins var valinn Axel Bóasson. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Westin La Quinta mótinu, dagana 5.-6. febrúar, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 09:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir í janúar 2018

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG var útnefndur íþróttakarl Kópavogs árið 2017,  á íþróttahátíð Kópavogs, sem fram fór í íþróttamiðstöðinni Kórum, í Kópavogi, 11. janúar 2018. Þann 13.-16. janúar 2018 kepptu 3 íslenskir kylfingar Saga Traustadóttir (GR), Helga Kristín Einarsdóttir (GK) og Aron Snær Júlíusson (GKG) á Opna Suður-Ameríska áhugamannamótinu (Abierto Sudamericano Amateur 2018) sem fram fór á Martindale Country Club í Buenos Aires í Argentínu. Alls tóku 25 þjóðir þátt í mótinu. Aron Snær varð T-42 af 69 keppendum á 7 yfir pari, 295 höggum (72 80 67 76); Helga Kristin og Saga T-46 af 52 keppendum. Tilkynnt var um miðjan janúar 2018 að Heiðar Davíð Bragason hefði verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 08:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir í janúar 2018

Rickie Fowler var þann 2. janúar 2018 valinn sá af þekkta fólkinu sem hefði bestu mannasiðina af The National League of Junior Cotillions (NLJC). Nike tilkynnti í janúar 2018 að það hefði gert samninga við Si Woo Kim, Lee Westwood, Chris Wood, Patrick Reed og Alex Norén. í janúar 2018 spilaði Bryce DeChambeau hring með Trump Bandaríkjaforseta og sagði um þann hring að það væri nokkuð sem hann myndi aldrei gleyma. Bones, kylfuberi Phil Mickelson til fjölda ára tilkynnti einnig í janúar 2018 að hann myndi framvegis bera pokann fyrir Justin Thomas. Í janúar 2018 sigraði DJ þ.e. Dustin Johnson á Tournament of Champions. Michelle Wie var útnefnd sú kvenkylfinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2018 | 07:00

Axel íþróttakarl Hafnarfjarðar

Íþrótta­fólk árs­ins 2018 í Hafnar­f­irði var valið í gær 27. desember 2018 á árlegri viðkenningarhátíð íþróttafólks í Hafnarfirði. Axel Bóasson atvinnumaður í golfi og afrekskylfingur úr GK hlaut heiðursviðurkenninguna íþróttakarl Hafnarfjarðar 2018.  Hann hefir áður hlotið titilinn 2016. Axel er m.a. Íslandsmeistari í höggleik og stigameistari GSÍ árið 2018. Eins tók hann gullið á árinu, á Evr­ópu­móti at­vinnu­manna ásamt þeim Birgi Leif Hafþórssyni, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur í blandaðri keppni og silfrið ásamt Birgi Leif á sama móti í tvímenningi. Frábær íþróttamaður þar sem Axel er og Hafnarfirði til sóma! Alls voru 500 einstaklingar, sem hlutu viðurkenningar á hátíðinni, íþróttakona Hafnarfjarðar 2018 var valin Sara Rós Jakobsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Páll Hansson og Júlíana Kristný Sigurðardóttir ————–– 27. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Páll Hansson. Árni Páll er fæddur 27. desember 1968 og á því 50 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Árni Páll Hanson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Júlíana Kristný Sigurðardóttir. Júlíana Kristný er fædd 27. desember 1998 og á því 20 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins Júlíönu Kristnýjar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Júlíana Kristný – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Martin Trainer (22/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 4. sæti peningalistans, Martin Trainer frá Bandaríkjunum. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Martin Trainer fæddist í Marseille, Frakklandi og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2018 | 11:00

Tiger tekur líklega ekki þátt í TOC

Tiger Woods mun líklega ekki hefja 2019 keppnistímabilið í Hawaíí eftir allt saman. Mikið hefir verið spáð og spekúlerað hvort Tiger muni spila í Sentry Tournament of Champions (TOC) í fyrsta sinn frá árinu 2005, en skv. nokkrum heimildarmönnum mun Tiger hafa ákveðið að sleppa mótinu, en hann ávann sér keppnisrétt á mótinu vegna sigurs síns á Tour Championship í september sl. Í raun hefir Tiger enn til morgundagsins til þess að skipta um skoðun en þá lokar fyrir skráningu í mótið, sem hefst 3. janúar 2019 á Kapalua golfstaðnum í Maui í Hawaii. Tiger hefir ekki látið frá sér neina tilkynningu um þátttöku og hann er ekkert skulbundinn til þess Lesa meira