Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Árnason – 31. desember 2018

Afmæliskylfingur Gamlársdags 2018 er Ólafur Árnason. Ólafur er fæddur 31. desember 1962 og á því 56 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ólafur Árnason f. 31. desember 1962 (56 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar eiga afmæli í dag Gamlársdag 2015 eru: Michael Francis Bonallack, 31. desember 1934 (84 ára); Kristinn Nikulásson, 31. desember 1954 (64 ára);  David Ogrin, 31. desember 1957 (61 árs); Eyþór K. Einarsson, GHG, 31. desember 1959 (59 ára);  Valtþór Óla, 31. desember 1961 (57 ára ); Dagný Davíðsdóttir, 31. desember 1964 (54 ára);  Shiho Oyama, 31. desember 1969 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2018 | 15:00

Sigurður Arnar sigurvegari FGC Florida meistaramótsins!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sigraði á FGC Florida Championship, en mótið fór fram 29.30. desember 2018 á PGA National golfvellinum í Flórída. Sigurskor Sigurðar Arnars var par, 144 högg (71 73) og átti hann 2 högg á næsta keppanda, heimamanninn Matthew Myers. Fyrri hringur Sigurðar Arnar í mótinu, var jafnframt lægsta skor mótsins og það eina sem var undir pari, þ.e. 1 undir pari, 71 högg – Hringurinn var býsna skrautlegur en Sigurður Arnar fékk m.a. 1 örn, 3 fugla, 2 skolla og 1 skramba. Í sigurlaun fær Sigurður Arnar m.a. þátttökurétt á Callaway World Championship, sem er hluti af Future Championship Golf Tour. Sjá má lokastöðuna í FGC Florida Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2018 | 13:00

Kristófer Karl lauk keppni T-64 í Orlandó

Sjö íslenskir kylfingar hófu keppni á Orlando International Amateur, þann 28. desember sl. en aðeins 1 þeirra, Kristófer Karl Karlsson, GM fór í gegnum niðurskurð. Íslendingarnir sem þátt tóku í mótinu ásamt Kristófer Karli eru: Viktor Ingi Einarsson, GR; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Lárus Garðar Long, GV; Ragnar Már Garðarsson, GKG; Hákon Örn Magnússon, GR og bróðir Kristófers Karls, Theódór Emil Karlsson, GM. Spilað var á Crooked Cat og Panther Lake völlunum í Orlandó, Flórída og stóð mótið 28.-30. desember 2018 Kristófer Karl lék keppnishringina þrjá á samtals 2 yfir pari, 216 höggum (73 70 73). Sjá má lokastöðuna á Orlando International Amateur með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Kristófer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2018 | 20:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir apríl 2018

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State tóku þátt í 3 M Augusta Invitational mótinu., sem fram fór 31. mars-1. apríl 2018. Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólum. Spilað var á golfvelli Forest Hill golfklúbbsins í Augusta, Georgíu. Egill Ragnar lék á 12 yfir pari, 228 höggum (73 74 81) og varð T-65 en Georgia State landaði 8. sætinu. Egill Ragnar lauk keppni T-65 þ.e. deildi 65. sætinu með Ross Sinclair úr New Mexikó háskólanum. Lið Egils Ragnars í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State landaði 8. sætinu og var Egill Ragnar á 4. besta skorinu af félögum sínum. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Ólafsson og Tiger Woods –—– 30. desember 2018

Afmæliskylfingar dagsins í dag eru tveir:  Eldrick Tont „Tiger“ Woods og Sigurjón Ólafsson.  Sigurjón fæddist 30. desember 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurjón Ólafsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Tiger Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og er 43 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2018 | 12:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir í apríl 2018

Hinn árlegi Masters Club Champions Dinner fór fram þriðjudaginn 3. apríl 2018. Líkt og venja er bauð fyrra árs á Masters, öðrum Masters sigurvegurum til matarveislu. Í forrétt var Sergio Garcia, sigurvegari Masters 2017 með nokkuð sem nefndist „Internatioanl salad“ en í því var eitthvað frá öllum heimsálfum. Í aðalrétt var spænskur humar og í desert ís og kaka. Það var Tom Watson sem vann hina árlegu par-3 keppni 4. apríl 2018. Masters risamótið fór fram í 82. skiptið, dagana 5.-8. apríl 2018. Sigurvegari mótsins varð bandaríski kylfingurinn Patrick Reed. Í kjölfar sigurs Patrick Reed voru fréttir af slæmu sambandi hans við foreldra sína. Það var japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2018 | 08:00

Kristófer Karl sá eini af 7 íslenskum kylfingum fór í g. niðurskurð á Orlando Int. Amateur

Sjö íslenskir kylfingar hófu keppni á Orlando International Amateur, þann 28. desember sl. en aðeins 1 þeirra, Kristófer Karl Karlsson, GM fór í gegnum niðurskurð.  Hann lék fyrstu hringina tvo á samtals pari (73 70). Spilað er á Crooked Cat og Panther Lake völlunum í Orlandó, Flórída og stendur mótið 28.-30. desember 2018 Íslendingarnir sem þátt tóku í mótinu ásamt Kristófer Karli eru:  Viktor Ingi Einarsson, GR Daníel Ísak Steinarsson, GK, Lárus Garðar Long, GV, Ragnar Már Garðarsson, GKG, Hákon Örn Magnússon, GR og bróðir Kristófers Karls, Theódór Emil Karlsson, GM. Allir framgreindu að undanskildum Kristófer Karli eru úr leik og er Kristófer Karl því sá eini sem spilar lokahringinn í dag. Aðeins munaði 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2018 | 23:00

Lið ársins 2018 er Landslið Íslands í golfi!!!

Kjör á Íþróttamanni ársins 2018 fór fram í kvöld. Íþróttamaður ársins 2018 er Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona og er hún 7. íþróttakonan til þess að hljóta þennan heiðurstitil.  Meðal efstu 10 og eini kylfingurinn sem átti möguleika á að hljóta heiðursnafnbótina í ár var Haraldur Franklín Magnús, sem varð fyrstur karlkylfinga á Íslandi í sumar til þess að spila í risamóti, þ.e. Opna breska. Haraldur Franklín hafnaði í 7.-8. sæti í kjörinu. Aðrir kylfingar sem stig hlutu voru Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (sem átti framúrskarandi ár 2018) hafnaði í 11. sæti ; íþróttamaður ársins 2017 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hafnaði í 17. sæti, Axel Bóasson, GK hafnaði í 19. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2018 | 20:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir mars 2018

Dagana 1.-3. mars 2018 léku 4 íslenskir kylfingar Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson á Hills Open mótinu, en það er hluti SGT Winter Series, en mótið fór fram á Lumine golfvellinum á Spáni. Axel var sá eini sem komst í gegnum niðurskurð og endaði í 14. sæti. Þann 4.-6. mars 2018 tóku Stefán Þór Bogason, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech þátt í Panther Invitational mótinu. Mótið fór fram í Duran Golf Club, í Melbourne, Flórída Þátttakendur voru 68 frá 11 háskólum. Stefán Þór lauk keppni T-23 á samtals11 yfir pari. Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 36 ára afmæli í dag!!! Hún er í GM. Komast má á facebook síðu Helgu Rut til þess að óska henni til hamingju með afmælið með því að SMELLA HÉR: Innilega til hamingju með 36 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (58 ára); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (54 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (52 ára); Drew Hartt, 29. desember 1966 (52 ára); Finnbogi Þorkell Jónsson, 29. desember 1981 (37 ára); Robert Dinwiddie, Lesa meira