Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2019 | 21:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir maí 2018

203 kylfingar kepptu í 3 mótum 1. maí 2018. Það var Daníel Hilmarsson, úr GKG sem kom sá og sigraði á 1. maí móti GM og ECCO var á glæsiskori á Hliðarvelli, í Mosfellsbær 69 höggum. Baldur Ingi Jónasson úr Golfklúbbi Ísafjarðar sigraði með 36 punkta á 1. maí móti GBO, sem var fyrsta golfmót sumarsins á Syðridalsvelli þeirra Bolvíkinga. Þann 1. maí var einnig grein þess efnis á Golf 1 að Vestmannaeyjavöllur kæmi vel undir vetri og væri í frábæru ásigkomulagi. Haraldur Franklín Magnús, GR, var sá eini af 3 íslenskum keppendum sem komst í gegnum niðurskurð á Willis Towers Watson Masters – by Egekilde, móti sem haldið var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2019 | 19:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir maí 2018

Það var Lydia Ko sem stóð uppi sem sigurvegari í LPGA MEDIHEAL Championship, sem fram fór í Daly City, Kaliforniu dagana 2.-5. maí 2018. Ólafía Þórunn „okkar” Kristinsdóttir tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð. Þann 4. maí 2018 varð Betsy Rawls fyrrum atvinnukylfingur og forseti LPGA 90 ára. Sama dag var frétt þess efnis á Golf 1 að Rory McIlroy hefði eitt sinn deitað Meghan Markle, sem nú er gift Harry prins á Englandi. Lið Íra sigraði í nýrri liðakeppni á Evróputúrnum Golf Sixes, en það voru þeir Paul Dunne og Gavin Moynihan, sem skipuðu lið Íra. Golf Sixes stóð dagana 5.-6. maí 2018. Það var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin – 2. janúar 2019

Afmæliskylfingar 2. janúar 2019 hér á Golf 1 eru hjónin Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Þau eru bæði fædd 2. janúar 1954 og eiga því 65 ára afmæli !!! Þau hjón eru bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og í einu orði YNDISLEG; góðir kylfingar og spilafélagar. Komast má á facebook síðu Marólínu og Björgvins til þess að óska þeim Björgvini til hamingju með daginn þeirra hér að neðan: Marólína Erlendsdóttir, GR og Björgvin Björgvinsson, GR. f. 2. janúar 1954 (65 ára – Innilega til hamingju með daginn ykkar kæru hjón!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Stefán Hrafn Jónsson, 2. janúar 1968 (51 árs);  Börkur Gunnarsson, 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2019 | 09:00

10 frábær atriði sem gætu gerst í golfinu 2019

Eftirfarandi 10 frábær atriði gætu gerst í golfinu á árinu 2019: 1 Það mun a.m.k. eitt ótrúlegt einvígi eiga sér stað á einhverju risamótanna í karlagolfinu. Líklegt er að það verði milli Rory og Spieth þegar á 1. risamóti ársins – The Masters. Aðrir gætu blandað sér í baráttuna s.s. Francesco Molinari eða Brooks Koepka.  Annað líklegt einvígi er milli Henrik Stenson og Phil Mickelson. 2 Bryson DeChambeau mun sigra á sínu fyrsta risamóti. 3 Tiger kemur öllum á óvart og vinnur enn eitt risamótið og minnkar bilið milli sín og Gullna björnsins. 4 Einhver hinna nýju „STÓRU 4″ vinnur risamót Átt er við Koepka, Spieth, McIlroy eða Justin Thomas. 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2019 | 19:00

Meistaramótin 2018: Hvaða klúbbar héldu meistaramót og hverjir ekki?

Á Íslandi eru 62 golfklúbbar. Árið 2018, héldu 38 klúbbar meistaramót og að því að best fæst séð 24 ekki.  Golf 1 hefir, líkt og á undanförnum árum verið með umfjöllun um öll meistaramót, sem haldin eru hérlendis og er með langmestu umfjöllun golffréttavefs um meistaramót hérlendis. Í prósentum talið héldu 63% golfklúbba á landinu meistaramót 2018 en 37% ekki. Þetta eru nákvæmlega sömu tölur og árið  2017 en þá héldu 63% golfklúbba á landinu meistaramót 2017 – en 37% ekki. Árið 2017 var reyndar arfalélegt í meistaramótshaldi miðað við árið þar áður, því árið 2016 héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki.  Árið 2016 voru því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2019 | 17:00

Vinsælustu fréttir á Golf1 2018 (3/3)

Hér á Golf 1 voru 1800 greinar skrifaðar árið 2018. Greinaflokkarnir „Bandaríska háskólagolfið” og „Golfgrín á laugardegi” voru vinsælir 2018 líkt og undanfarin ár. Fimm vinsælustu greinarnar 2018 í greinaflokkum „Bandaríska háskólagolfið” voru eftirfarandi, en  vinsælasta greinin (nr. 1) í þeim flokki og sú næstvinsælasta (nr. 2) voru einnig 3. og 4. mest lesnu greinar á Golf1 árið 2018: 1 Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún varð T-4 á Creighton Classic 2 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði!  3 Bandaríska háskólagolfið: Frábært!!! Ragnhildur lauk leik T-10 í Flórída  4 Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Stefán og Bethany í 1. sæti í Kansas 5 Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og Bethany urðu í 1. sæti á KCAC Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Gestur Már Sigurðsson, Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir & Paul Lawrie – 1. janúar 2019

Afmæliskylfingar Nýársdags í ár, 2019, eru þrír Gestur Már Sigurðsson, Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir og Paul Lawrie. Guðrún Ólöf er fædd 1. janúar 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir · 55 ára – Innilega til hamingju!!! Annar afmæliskylfingur Nýársdags hér á Golf 1, Gestur Már er fæddur 1. janúar 1964 og er því 55 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gestur Már er sölustjóri Golfbúðarinnar á Dalshrauni og kvæntur Hörpu Þorleifsdóttur. Komast má á facebook síðu Gests Más til þess að óska Gesti Má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2019 | 15:00

Vinsælustu fréttir á Golf 1 2018 (2/3)

Hér á Golf 1 voru 1800 greinar skrifaðar árið 2018. Hér á eftir fer listi yfir 12 vinsælustu erlendu og innlendu fréttirnar á Golf1.is og eins nokkrar vinsælustu fréttirnar, almenns efnis.  Vinsælasta innlenda fréttin (nr. 1) var jafnframt 5. mest lesna frétt hér á Golf1.is árið 2018: Vinsælustu 12 innlendu fréttirnar voru eftirfarandi: Nr. 1 LET: Valdís Þóra fer út kl. 1:40 á Oates Vic Open í Ástralíu – Hefur samstarf við Abacus!!!  Nr. 2 GSG: Milena og Hafsteinn klúbbmeistarar 2018 – Milena komin 5 mán á leið!!!  Nr. 3 GKG: Árný Eik og Alfreð Brynjar klúbbmeistarar 2018   Nr. 4 Íslensku kylfingarnir standa sig vel á EM atvinnukylfinga   Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2019 | 11:00

Vinsælustu fréttir á Golf1 2018 (1/3)

Hér á Golf 1 voru 1800 greinar skrifaðar árið 2018. Greinaflokkurinn „Afmæliskylfingur dagsins” var með endemum vinsæll líkt og undanfarin ár. Tíu vinsælustu greinarnar 2018 í greinaflokkum „Afmæliskylfingur dagsins” voru eftirfarandi, en vinsælasta greinin (nr. 1)  í þeim flokki var einnig sú mest lesna og nr. 2 sú sem var næstmest lesin á Golf1.is árið 2018: Nr. 1  Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2018”  Nr. 2 Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Clara –  5. mars 2018 Nr. 3 Afmæliskylfingur dagsins: David G. Barnwell – 2. mars 2018  Nr. 4 Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin, 2. janúar 2018 Nr. 5 Afmæliskylfingur dagsins: Sigga Sif Sævarsdóttir – 16. mars 2018 Nr. 6 Afmæliskylfingur dagsins: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2018 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2019!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2019, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúma 87 mánuði, þ.e. 7 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 20.100 greinar, en þar af voru um 1800 skrifaðar á s.l. ári, 2018 sem þýðir u.þ.b. 5 greinar um golf að meðaltali á hverjum einasta degi 2018. Stefnt verður að því að auka greinaskrif á næsta ári. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert Lesa meira