LPGA: Ji og Ko efstar f. lokahringinn
Það eru þær Eun-Hee Ji frá S-Kóreu og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem eru efstar og jafnar fyrir lokahring á móti vikunnar á LPGA og fyrsta móti ársins, Diamond Resorts Tournament of Champions presented by Insurance Office of America. Mótið fer fram í Lake Buena Vista, Flórída, dagana 17.-20. febrúar 2019. Báðar hafa þær Ji og Ko spilað á 13 undir pari; Ji (65 69 66) og Ko (66 68 66). Í 3. sæti er Brooke Henderson frá Kanada 1 höggi á eftir og í 4. sæti er Nelly Korda, enn öðru höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Diamond Resorts Tournament of Champions með Lesa meira
PGA: Phil m/ 2 högga forystu f. lokahring Desert Classic
Phil Mickelson er enn með forystuna á Desert Classic fyrir lokahringinn. Hann er búinn að spila á samtals 22 undir pari, 194 höggum (60 68 66). Í 2. sæti, aðeins 2 höggum á eftir, er kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin (65 66 65). Í 3. sæti enn 1 höggi á eftir er bandaríski kylfingurinn Adam Long. Sjá má stöðuna á Desert Classic á La Quinta að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. hrings á Desert Classic með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Lowry sigraði í Abu Dhabi!!!
Það var írski kylfingurinn Shane Lowry sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, Abu Dhabi HSBC meistaramótinu. Lowry lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (62 70 67 71). Fyrir sigurinn hlaut Lowry sigurtékka upp á € 1,024,195,- (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti varð Richard Sterne frá S-Afríku aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti varð Joost Luiten frá Hollandi á samtals 15 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Champioship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: Bandaríski kylfingurinn og þrefaldi risamótsmeistarinn Brooks Koepka, sem áður fyrr spilaði á Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (3)
Einn gamall á ensku: Four guys have been going to the same Golfing trip to St. Andrews for many years. Two days before the group is to leave, Jack’s wife puts her foot down and tells him he isn’t going. Jack’s friends are very upset that he can’t go, but what can they do? Two days later, the three get to St. Andrews only to find Jack sitting at the bar with four drinks set up! “Wow, Jack, how long you been here, and how did you talk your wife into letting you go?” “Well, I’ve been here since last night. Yesterday evening, I was sitting in my living room chair and Lesa meira
Eiginkona Glover þarf ekki í fangelsi
Krista Glover, eiginkona PGA Tour kylfingsins Lucas Glover, þarf ekki fyrir rétt né í fangelsi eftir að hafa verið handtekin á síðasta ári fyrir heimilisofbeldi og fyrir að sýna mótþróa við handtöku. Krista verður að halda samkomulag við ákæruvald þ.e. er á einskonar 12 mánaða skilorði þar sem henni ber að inna af hendi 25 tíma af samfélagsþjónustu auk þess sem hún verður að gangast undir eiturefna- og geðheilsumat, sbr. frétt í The Daily Mail sl. föstudag. Krista Glover var handtekin 12. maí á síðasta ári eftir 3. hring Lucas Glover á The Players Championship, sem er flaggskipsmót PGA Tour. Eftir að hafa átt slæman dag með hring upp á 78 högg Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood -19. janúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Tommy Fleetwood. Tommy eða Thomas Paul Fleetwood eins og hann heitir fullu nafni en hann er fæddur 19. janúar 1991 og á því 28 ára afmæli!!! Tommy er annar helmingur „Moliwood“, þ.e. liðstvenndar hans sjálfs og ítalska kylfingsins Francesco Molinari, sem sló rækilega í gegn í síðustu Ryder bikars keppni 2018, þar sem lið Evrópu sigraði í París, Frakklandi með 17 1/2 vinningi g. 10 1/2. Moliwood varð fyrsta liðstvenndin í sögu Rydersins til þess að vinna alla 4 leiki sína. Tommy er líka aðeins 6. kylfingurinn í sögu Opna bandaríska risamótsins til þess að ná skorinu 63, en hann varð samt að láta sér lynda 2. Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Sam Burns (24/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 2. sæti peningalistans, Sam Burns frá Bandaríkjunum. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Samuel (Sam) Holland Burns fæddist 23. júlí Lesa meira
Golfútbúnaður: Stenson valdi 3-tréð fram yfir eiginkonuna
Henrik Stenson og 3-tréð hans eru órjúfanleg tvennd í atvinnugolfinu. Callaway Diablo Octane Tour kom á markað fyrir 10 árum, 2009 og er enn þann dag í dag í poka Henrik Stenson með Grafalloy Blue X-Stiff skafti. Jafnvel þó Stenson hafi breytt um járn og tré og prófað mismunandi gerðir af Callaway gegnum árið hefir eitt tré ávallt verið óbreytt í pokanum hans – 3-tréð, sem hann kallar „old trusty.“ Það er líka staðreynd að frá árinu 2010 hefir Stenson sigrað 9 sinnum þ.á.m. 2013 FedEx Cup og Opna breska 2016. „Ég er með „old trusty“ 3-tréð, Diablo Octane,“sagði Stenson í viðtali við Golf Monthly, aðspurður um kylfurnar í pokanum. „Þetta Lesa meira
Bestu ófarirnar í golfi (7) – Að slá g. sinnep
Hér að neðan er myndskeið af dæmigerðu tilviki þar sem verið er að ná hinu fullkomna höggi en eitthvað kemur á milli! 🙂 Og þetta eitthvað væri ekki þarna nema af því að maður á „heimsins bestu vini.“ What are friends for? En þegar allt kemur til alls er það kylfingurinn, sem ekki nær að slá gegnum sinnepið! „Can´t cut the mustard“, í sinni eiginlegu merkingu! 🙂 (M.ö.o. hér er um útúrsnúning á enskum orðatiltæki að ræða, sem ekki er beint hægt að þýða. „To cut the mustard“ („Að skera sinnepið“) er að takast eitthvað; en eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði tekst kylfingnum það ekki.) Til þess að sjá Lesa meira
PGA: Phil enn í forystu í hálfleik Desert Classic – Hápunktar 2. dags
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er enn í forystu í hálfleik á Desert Classic. Eftir að hafa átt stórglæsilegan upphafshring upp á 60 högg, þá náði Phil ekki fugli á fyrstu 13 holur sínar á 2. hring – ansi stressandi í móti sem þekkt er fyrir lág skor. En svo duttu fuglarnir hjá Phil og á síðustu 5 holurnar á 2. hring sínum fékk Phil 4 fugla og niðurstaðan hringur upp á 4 undir pari, 68 högg! Samtals er Phil því búinn að spila á 16 undir pari, 128 höggum (60 68). Í 2. sæti í hálfleik er bandaríski kylfingurinn Curtis Luck 2 höggum á eftir Phil þ.e. búinn að spila Lesa meira










