Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2019 | 08:00

Hvað var í sigurpoka Long?

Eftirfarandi verkfæri voru í poka nýliðans Adams Long þegar hann sigraði á Desert Classic, móti vikunnar á PGA Tour, sökkti glæsilegu fuglapútti af 13 feta færi fyrir sigri – (Sjá með því að SMELLA HÉR:) Kylfurnar í poka Long voru eftirfarandi: Dræver: TaylorMade M4 (8.5 °) Skaft: Project X EvenFlow Black 75 6.0-flex Brautartré: TaylorMade M4 (15 °) Skaft: Project X EvenFlow Black 85 6.0-flex Blendingur: TaylorMade M3 (19 °) Skaft: Project X EvenFlow Black 100 6.0-flex Járn: TayorMade P-760 (4-PW) Sköft: Project X 6.5 Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind (52 ° og 56 °), TaylorMade Hi-Toe (60 °) Sköft: True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue Pútter: Scotty Cameron Futura Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2019 | 07:00

Fitzgerald fékk ás á hring m/Obama

Ásar eru ekki algengir; ásar á hringjum með fyrirverandi þjóðhöfðingjum enn sjaldgæfari; en það er einmitt það sem NFL stjarnan og golfaðdáandinn Larry Fitzgerald náði sl. föstudag, 18. janúar 2019, skv. fréttamanni Golf Channel, Tim Rosaforte. Hann var að spila hring í hinum dýra Seminole golfklúbbi á Juno Beach í Flórída ásamt fv. Bandaríkjaforseta Barack Obama, forseta golfklúbbsins Jimmy Dunne og meðeiganda Boston Celtics, Glenn Hutchins, þegar hann sló með 8-járni á 162 yarda par-3 13. holunni. Dunne hliðraði nokkrum af reglum klúbbsins í krafti forsetavalds síns og leyfði farsíma á vellinum þannig að Fitzgerald gæti hringt og sagt frá ásinum og tekið myndir af augnablikinu. „Ég er að spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 23:00

PGA: Long sigurvegari Desert Classic

Það var nýliðinn Adam Long, sem hafði betur gegn gamla brýninu Phil Mickelson og Kanadamanninum og nafna sínum Adam Hadwin á Desert Classic, móti vikunnar á PGA Tour. Sigurskor Long var 26 undir pari, 262 högg (63 71 63 65). Phil og Hadwin voru aðeins 1 höggi á eftir. Þetta er fyrsti sigur hins 31 ára Long á PGA Tour. Sjá má kynningu Golf 1 á Long með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Desert Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 22:00

LPGA: Ji sigraði í Flórída

Það var Eun-Hee Ji, sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. móti ársins á LPGA, Diamond Resorts Tournament of Champions presented by IOA. Mótið fór fram 17.-20. janúar 2019 í Lake Buena Vista, í Flórída. Sigurskor Ji var samtals 14 undir pari, 270 högg (65 69 66 70). Landa Ji, Mirim Lee varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari og heimakonan, Nelly Korda varð í 3. sæti á samtals 11 undir pari. Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sem var í forystu fyrir lokahringinn ásamt Ji, átti arfaslakan lokahring upp á 77 högg og hrundi niður skortöfluna í 8. sætið, en hún lék á samtals 7 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 21:00

Asíutúrinn: Jazz Janewattananond sigraði á Singpore Open

Það var thaílenski kylfingurinn Jazz Janewattananond sem sigraði á SMBC Singapore Open, sem fram fór 17.-20. janúar 2019, í Singapúr og lauk í dag. Jazz er eflaust ekki þekktasti kylfingurinn, en hann spilar þó á Evróputúrnum og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR:  Sigurskor Jazz var 18 undir pari, 266 högg (68 68 65 65). Paul Casey var í kunnuglegu 2. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 16 undir pari, 268 höggum (68 67 68 65). Margt þekktra kylfinga tók þátt í mótinu m.a. Matthew Fitzpatrick frá Englandi, sem landaði 4. sætinu og Sergio Garcia, sem varð í 7. sæti og Davis Love Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Marc Warren (9/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2019

Það er Silja Rún Gunnlaugsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Silja Rún er fædd 20. janúar 1974 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Silja Rún er Hafnfirðingur, systir Bjarna Þórs og Kristínar Fjólu og svilkona Rannveigar Sig. Hún er gift Friðrik Sturlusyni og eiga þau 2 syni. Komast má á facebooksíðu Silju Rún til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – Innilega til hamingju með 45 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þórhallur Sigurðsson (72 ára); Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir (71 árs); Tom Carter, 20. janúar 1968 (51 árs); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (49 ára); Fredrik Anderson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 11:00

Tiger hefur´19 keppnistímabilið í Torrey!!!

Tiger Woods hefur 2019 keppnistímabilið öfugt við Phil Mickelson á Farmers Insurance Open á Torrey Pines, velli þar sem hann hefir unnið 8 sinnum, í síðasta sinn síðasta risamót sitt árið 2008. Tiger byrjar venjulega á Farmers, þannig að þetta kemur ekki á óvart.  Hann sneri líka aftur til keppni eftir fjölda bakuppskurða á síðasta árið og var Farmers fyrsta mótið sem hann spilaði á og varð T-23. Frá því á síðasta ári hefir Tiger færst 644 sæti upp á heimslistanum og er nú í 12. sæti. Þetta verður í fyrsta sinn sem Tiger keppir aftur á PGA Tour frá því að hann sigraði á Tour Championship í Atlanta í september. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 08:00

Bestu ófarirnar í golfi (8) – Beint í höfuðið

Þessi náungi í bleikpastellitaða bolnum er að reyna enn eitt vinsæla höggið – að reyna að slá yfir hindrun, sem er beint fyrir framan hann. Þó tæknin hafi verið til staðar hjá honum þá tók boltinn þetta skringilega skopp og endursentist beint í höfuðið á honum, þannig að hann féll við. Það er vonandi að hann hafi staðið strax upp aftur en við erum ekki viss. Svona höfuðhögg geta líklega verið býsna sársaukafull. En þetta hefur fólk af því að halda að það sé Phil, en kemst svo fljótlega að því að það er það ekki! Hér má sjá myndskeið af atvikinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 03:00

Phil ekki m/á Torrey í 1. skipti í 29 ár!!!

Í 1. skipti í 29 ár mun Phil Mickelson ekki verða á meðal keppenda á Farmers Insurance Open, PGA Tour móti næstu viku, sem fer fram 24.-27. janúar 2019, aðeins 12 mílur frá heimili hans í Rancho Sante Fe. Phil lét frá sér fara opinbera fréttatilkynningu á Twitter eftir 2. hring sinn á Desert Classic í La Quinta, þar sem hann tryggði sér forystu í hálfleik eftir glæsihring upp á 4 undir pari, 68 högg. Í fréttatilkynningunni sagði m.a. : „Ég vil deila breyttri dagskrá minni: í þessari viku mun ég spila hér í eyðimörkinni, síðan í Phoenix, á Pebble Beach og síðan reyni ég að verja titil minn í Mexíkó. Lesa meira