Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2019 | 09:00

Bestu ófarirnar í golfi (10) – Beint á magann

Hér kemur loks síðasta myndskeiðið í þessari röð 10 ófaramyndskeiða í golfi hér á Golf 1. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2019 | 23:59

PGA: Rahm leiðir á Torrey e. 1. dag

Mót vikunnar á PGA Tour er Farmers Insurance Open, en það stendur dagana 24.-27. janúar 2019 og fer fram í San Diego, Kaliforníu. Spilað er á 2 völlum: Suður- og Norðurvelli Torrey Pines. Eftir 1. dag er það spænski kylfingurinn og nr. 7 á heimslistanum, Jon Rahm, sem tekið hefir forystuna. Rahm átti glæsilegan 1. hring á Norðurvellinum upp á 10 undir pari, 62 högg! Á hringnum fékk Rahm 2 erni og 7 fugla en líka 1 skolla!!! Í 2. sæti, 1 höggi á eftir  eru nr. 1 á heimslistanum Justin Rose og bandaríski kylfingurinn Doug Ghim á 63 höggum. Tiger Woods er meðal keppenda og spilaði Suðurvöllinn á 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jón H. Karlsson – 24. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Jón H. Karlsson. Jón fæddist 24. janúar 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Hann er landskunnur Valsari og mikill kylfingur. Jón er kvæntur Erlu Valsdóttur og eiga þau dæturnar Tinnu, Sif, Þóru Dögg, Ragnhildi Ýr og Erlu Björk. Fyrir á Jón soninn Úlf Inga með Huldu Brynjúlfsdóttur.  Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ingunni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Jón H. Karlsson – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO, 24. janúar 1962 (57 ára); Kim Saiki Maloney, 24. janúar 1966 (53 ára); Hermann Hauksson, 24. janúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2019 | 14:30

Evróputúrinn: Fitz í forystu e. 1. dag í Dubai

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, sem er í forystu eftir 1. dag móts vikunnar á Evróputúrnum, Omega Dubai Desert Classic, sem fram fer dagana 24.-27. janúar 2019 í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fitzpatrick eða Fitz eins og hann er alltaf kallaður lék á 7 undir pari, 65 höggum. Á hringnum fékk Fitz 8 fugla og 1 skolla. Hópur 8 kylfinga deilir 2. sætinu á 66 höggum, en meðal þeirra eru Bryson DeChambeau og Sergio Garcia. Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Louise Ridderström (21/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2019 | 19:00

PGA: Ásar – Myndskeið

Hér kemur myndskeið fyrir þá sem hafa gaman af ásum. Þetta er samsafn af þekktum ásum, sem náðst hafa á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, á undanförnum árum. Sjáum við hér nokkra af bestu kylfingum heims s.s. Dustin Johnson fara holu höggi. Samantektin hefst á ótrúlega flottum ás s-afríska kylfingsins Louis Oosthuizen á 16. holu Augusta National, en ásnum náði Oosthuizen 10. apríl 2016. Eins eru rifjaðir upp nokkrir þekktir ásar, s.s. þegar Brian Harman fékk ás tvívegis á sama hring á PGA Tour 2015, en það hefir aðeins gerst þrívegis í sögu mótaraðarinnar, en þessir hafa tvívegis farið holu í höggi á sama keppnishring á móti PGA Tour: Bill Whedon, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Daníel Gavins (10/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og á því 30 ára stórafmæli í dag. Yani vermdi áður fyrr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna í 109 vikur í röð á árunum 2011-2013, en er í dag í 313. sæti heimslistans og ekki hefir borið mikið á henni á undanförnum árum. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952 (67 ára); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (47 ára); Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ólöf Ásgeirsdóttir og Sigvarður Hans Ísleifsson – 22. janúar 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Ólöf Ásgeirsdóttir og Sigvarður Hans Ísleifsson. Ólöf er fædd 22. janúar 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ólafar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ólöf Ásgeirsdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Sigvarður Hans er fæddur 22. janúar 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Sigvarður Hans Ísleifsson – 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Becky Pearson, 22. janúar 1956 (63 ára);  Barb Thomas Whitehead, 22. janúar 1961 (58 ára); Sigurbjörn Sigfússon, 22. janúar 1968 (51 árs); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2019 | 11:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir september 2018

Sveinn Snorrason, hrl.  fv. forseti GSÍ (1962-1969 ) lést á heimili sínu í Reykjavík, 3. september 2018, 93 ára að aldri. Íslenska kvennalandsliðið 50+ lauk keppni í 16. sæti á EM kvenna, en mótið fór fram í Mont Garni golfklúbbnum í Belgíu, dagana 4.-8. september 2018. Íslenska kvennalandsliðið var skipað þeim, Önnu Snædísi Sigmarsdóttur, Ásgerði Sverrisdóttur, Málfríði Guðnadóttur, Steinunni Sæmundsdóttur, Svölu Óskarsdóttur og Þórdísi Geirsdóttur. Ísland vann lokaleikina gegn Slóveníu og Póllandi 5:0. Klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson, varð T-17 á US Ferguson Classic mótinu sem fram fór 5. september 2018.Þátttakendur í mótinu voru 81 frá 14 háskólum og fór mótið fram í á Vesturvelli Lincoln Park golfstaðarins, í Oklahoma. Lesa meira