Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: DeChambeau leiðir f. lokahringinn í Dubaí

Það er Bryson DeChambeau, sem leiðir fyrir lokahring Omega Dubai Desert Classic. Hann er búinn að spila samtals á 16 undir pari, 200 höggum (66 66 68). Kínverski kylfingurinn Li Haotong er skammt á hæla DeChambeau, 1 höggi á eftir á samtals 15 undir pari, 201 höggi (67 67 67). Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. hrings Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (4)

Einn gamall á ensku: A very old golfer had been playing golf whenever possible for over 78 years. On a particularly beautiful Saturday in the fall, there had been no exception. He was out early and played his 18 holes. Directly after golf, he attended his great-grandson’s wedding. During the wedding reception, he was conversing with his great-grandson, giving advice on having a happy marriage and a great life. After a while, the young groom said, “Grandfather, what’s it like making love when you reach your age?” The old golfer couldn’t help but use an analogy from his favorite game. “Well, its kind of like putting with a rope,” he said.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Karine Icher. Karine fæddist 26. janúar 1979 í Châteauroux, Frakklandi og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hún gerðist atvinnukylfingur árið 2000 og síðan þá hefir hún sigrað í 5 mótum á Evrópumótaröð kvenna, en þar hefir hún spilað nær óslitið frá árinu 2001, en seinni árin hefir hún aðallega verið á LPGA. Icher eignaðist dóttur í júlí 2011 og þá spilaði hún á hvorugri mótaröðinni né tók hún þátt í Solheim Cup það árið. Icher hefir spilað í 4 Solheim Cup mótum; árin 2002, 2013, 2015 og 2017. Besti árangur Icher á risamóti er T-6 árangur á Opna bandaríska kvenrisamótinu 2005. Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Sophia Popov (22/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 09:00

GK: Sjaldséðar snjórúllur á Hvaleyrinni!

Vallarstarfsmenn hjá Golfklúbbnum Keili eru flinkir á mörgum sviðum. Þeir eru í fremstu röð þegar kemur að umhirðu golfvalla og þeir eru einnig framarlega í því að miðla upplýsingum á samfélagsmiðlum. Á þessum myndum sem teknar voru á Hvaleyrarvelli nýverið má sjá óvenjulegt og sjaldgjæft fyrirbæri. Snjórúllur þöktu Hvaleyrarvöll en slíkar rúllur myndast þegar mikill vindur fer yfir svæði þar sem að blautur snjór er til staðar. Þessar aðstæður voru svo sannarlega til staðar í Hafnarfirðinum og skildu eftir sig mögnuð listaverk. Texti og myndir: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 08:00

PGA: Rose leiðir í hálfleik á Torrey

Það er nr. 1 á heimslistanum, Justin Rose, sem leiðir í hálfleik á Farmers Insurance Open, móti vikunnar á PGA Tour, dagana 24.-27. janaúr 2019. Rose hefir spilað á samtals 15 undir pari, 129 höggum (63 66). Í 2. sæti er japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, 3 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Þrír kylfingar deila síðan 3. sætinu: spænski kylfingurinn Jon Rahm og bandarísku kylfingarnir Billy Horschel og Ryan Palmer, allir á samtals 11 undir pari, hver. Tiger Woods komst í gegnum niðurskurð og er T-48 á samtals 4 undir pari (70 70). Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: DeChambeau og Herbert efstir í Dubaí e. 2. dag

Það eru þeir Bryson DeChambeau frá Bandaríkjunum og Lucas Herbert frá Ástralíu, sem leiða í hálfleik á Omega Dubaí Desert Classic, móti vikunnar á Evróputúrnum, sem fram fer dagana 24.-27. janúar 2019. Báðir hafa spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum; DeChambeau (66 66 ) og Herbert (69 63). Ernie Els frá S-Afríku og spænski kylfingurinn Alvaro Quiros deildu 3. sætinu, 1 höggi á eftir þ.e. báðir á samtals 133 höggum, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2019 | 19:00

Ísland í 4. sæti á Octagonal Match

Ísland endaði í fjórða sæti af alls átta þjóðum sem kepptu á Octagonal Match mótinu sem lauk í dag Costa Ballena á Spáni. Mótið stóð dagana 22. – 25. janúar 2019. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leikina í mótinu, gegn Portúgal 6-3 og gegn Ítalíu 6-3. Eftir tap gegn Hollendum í lokaumferðinni var ljóst að Ísland myndi leika um 3.-4. sætið gegn Þjóðverjum. Vegna þoku var ekki hægt að leika fyrir hádegi í fjórmenning eins og til stóð. Aðeins voru leiknir tvímenningsleikir eftir hádegi í dag og þar hafði Þýskaland betur 4 1/2 – 1 1/2. Lið Íslands var þannig skipað: Aron Snær Júlíusson (GKG), Henning Darri Þórðarson (GK), Viktor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir. Heimir er fæddur 25. febrúar 1958 og á því 61 árs afmæli í dag. Heimir er mörgum að góðu kunnur en hann er í GS. Hann er kvæntur Kristbjörgu Gunnbjörnsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Heimi til hamingju með afmælið hér að neðan: Heimir Hjartarson (61 árs– Innilega til hamingju með afmælið!!!) Svandís er fædd 25. febrúar 1978 og á því 41 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Svandísi til hamingju með afmælið hér að neðan: Svandís Thorvalds (41 árs– Innilega til hamingju með afmælið!!!) Brynja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2019 | 11:00

Golfmynd dagsins 2019 (1)

Golfmynd dagsins er falleg mynd af Hamarsvelli í Borgarnesi í vetrarskrúða, tekinn af Jóhannesi Ármannssyni.