Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Suzuka Yamaguchi (23/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 08:00

ALPG: Valdís Þóra á úrtökumóti fyrir ástralska LPGA – lék vel á 73 er T-14 e. 1. dag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað. Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019. Valdís Þóra lék 1. hringinn í nótt og var á 1 yfir pari, 73 höggum. Hún er T-14 eftir 1. dag þ.e. jöfn 2 öðrum kylfingum. Efst eftir 1. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, en hún lék á 7 undir pari, 65 höggum og er svolítið sér á báti, því þær næstu, Brooke Baker frá Bandaríkjunum og Rosie Davies, frá Englandi eru 3 höggum á eftir, á 4 undir pari, 68 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 06:39

Hvað var í sigurpokanum hjá Rose?

Justin Rose sýndi af hverju hann er nr. 1 á heimslistanum og innsiglaði sigur á Farmers Insurance Open. Eftirfarandi kylfur og útbúnaður voru í sigurpoka Rose í mótinu:  Dræver: Honma Tour World TW747 460 (9.5 °), með Honma Vizard FD-7X skafti. Brautartré: TaylorMade M4 (15 °), með Mitsubishi Tensei CK Orange 80 TX skafti. Járn: Honma Tour World TW-X proto (2), Tour World Rose proto (4-9), með KBS C-Taper 125 sköftum. Fleygjárn: Honma Rose proto (47°, 52° og 56 °), með KBS C-Taper 125 sköftum; Titleist Vokey Design SM7 Raw K Grind (60°), með KBS High Rev 2.0 135 skafti. Pútter: Axis 1 prototype. Bolti: TaylorMade TP5. Grip: Lamkin REL Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 23:30

PGA: Rose sigraði á Torrey!

Það var Justin Rose sem sigraði á Farmers Insurance Open á Torrey Pines. Rose lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (63 66 69 69).  Þetta var 10. sigur Rose á PGA Tour. Í 2. sæti varð nr. 42 á heimslistanum,  Adam Scott, á 19 undir pari, 269 höggum (70 66 65 68), og næsta víst að hann færist ofar á listanum eftir þessa góðu frammistöðu. Þriðja sætinu deildu síðan japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og bandaríski kylfingurinn Talor Gooch, báðir á 16 undir pari, hvor. Jason Day, Rory McIlroy og Jon Rahm deildu síðan 5. sætinu, allir á samtals 14 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bryce Moulder og Mike Hill. Mike Hill er fæddur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 80 ára merkisafmæli í dag. . Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Bryce Wade Moulder er fæddur 27. janúar 1979 í Harrison, Arkansas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Sungjae Im (25/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrsta verða kynntir 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða næst kynntir þeir 25,  sem urðu efstir á Web.com Finals.  Hér er því kynning á þeim síðasta af 25 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 13:00

Evróputúrinn: DeChambeau sigraði í Dubaí!

Það var Bryson DeChambeau sem stóð uppi sem sigurvegari á Omega Dubai Desert Classic mótinu. Sigur hans var afgerandi því hann átti heil 7 högg á enska kylfinginn Matt Wallace, sem hafnaði einn í 2. sæti. Fjórir deildu síðan 3. sætinu þeir Ian Poulter og Sergio Garcia og Alvaro Quiros og Paul Waring; allir á 16 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 12:00

Tiger neitað um pizzu sneið!

Það eru allskyns erfiðleikar sem atvinnukylfingar eiga við að glíma. Einn af þeim undarlegri átti sér stað sl. miðvikudag, á Pro-Am-inu fyrir Farmers Insurance Open. Þar tók einhver myndskeið af því þegar sjálfum Tiger Woods var neitað um sneið af pizzu kl. 10 um morguninn í mótinu. Eftir að hafa slegið teighögigð á par-5 13. holuni á Suðurvelli Torrey Pines gekk Tiger í átt að Amateur teigunum en hungrið greip hann áður en hann komst þangað og hann gekk í átt að pizza sölustandi sem þar var. En áður en hann gat beðið um sneið var honum neitað um eina, s.s. sjá má í myndskeiðinu með því að SMELLA HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 10:00

7 eiginkonur þekktra kylfinga

Í gær var í Bandaríkjunum dagur, sem við höldum ekki hátíðlegan hér á Íslandi en það er „National Spouses Day.“ Við erum e.t.v. meira gamaldags en bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur deginum áður þ.e. 25. janúar. Í tilefni af National Spouses Day voru golffréttavefir fullir af fréttum af eiginkonum þekktustu kylfinganna (oft líka nefndar WAG´s, sem er stytting á Women and Girlfriends). Þurfum engan sérstakan dag, en það er s.s. ekkert launungarmál að bestu kylfingarnir eru oftar en ekki með eða giftir alveg ótrúlega glæsilegum konum og allt í lagi að birta hér 7 dæmi um slíkt: Fyrst í svona upptalningu er oftar en ekki eiginkona Rory McIlroy, Erica Stoll. Stoll er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 08:00

PGA: Rose leiðir f. lokahringinn á Torrey

Það er enski kylfingurinn Justin Rose, sem heldur forystunni á Farmers Insurance Open á Torrey Pines. Eftir 3 keppnisdaga er Rose búinn að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (63 66 69). Í 2. sæti er Adam Scott á 15 undir pari (70 66 65), og er öfugt við Rose að spila betur með hverjum hringnum. Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: