ALPG: Valdís Þóra fyrsti íslenski kvenkylfingurinn með þátttökurétt á mótum ALPG!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur lokið leik á úrtökumóti fyrir Áströlsku atvinnumótaröðina, s.s. Golf1.is greindi frá fyrst íslenskra golffréttavefa í morgun. Valdís Þóra endaði í 16.-18. sæti en hún lék á +3 samtals. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku LPGA mótaröðinni og er fyrst íslenskra kvenkylfinga til þess að afreka það. Þar sem að það eru tíu kylfingar af alls 20 efstu á þessu úrtökumóti er Valdís í hópi 10 kylfinga sem fengu keppnisrétt á ALPG. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er Lesa meira
ALPG: Valdís Þóra á 74 á 3. degi í Ástralíu
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað. Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019. Valdís Þóra lék 3. hringinn í nótt og lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Hún er T-16 eftir 3. dag þ.e. jöfn 2 öðrum kylfingum Jin Yang frá Kína og Liv Cheng frá Nýja-Sjálandi, en þær hafa allar spilað á samtals 3 yfir pari, 291 höggum; Valdís Þóra. (73 72 74). Aðeins 6 kylfingar af 81 þátttakanda hafa spilað undir pari. Efst eftir 3. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, sem Lesa meira
Golfútbúnaður: Dýrir pútterar
Hér á eftir fer listi yfir 10 nokkuð dýra púttera: 1 Byrjum á LIMITED EDITION 1966 ORIGINAL PING ANSER SCOTTSDALE VERSION 2 Einn af mest klassísku pútterum sem nokkru sinni hafa verið hannaðir eru Ping Anser pútterarnir. Þessi er aðeins til í takmörkuðu upplagi og þegar haft er í huga að hann er á 52 aldursári þá virðist hann vera í nokkuð góðu ástandi. Það sem svona pútter kostar er u.þ.b. kr. 200.000 2 BETTINARDI CUJO 101 Bettinardi is þekkt fyrir nákvæm púttersmillunar mynstur (ens. milling patterns) sín og klassísk púttershöfuð. Þessi CUJO 101 hefir hvorugtveggja í ríkum mæli. Pútterinn er búinn til úr mildri kolefnisblöndu og aðeins einn af 30 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Oprah Winfrey —– 29. janúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Oprah Winfrey. Oprah er frægur þáttastjórandi í sjónvarpi í Bandaríkjunum og ein ríkasta kona heims. Oprah fór fyrsta hring sinn í golfi árið 2003 með engum öðrum en Clint Eastwood og það á ekki ófrægari velli en Pebble Beach í Kaliforníu. Hún hafði þá aldrei verið í golfi áður og sagði eins og svo margir byrjendur að að markmið sitt væri að hitta golfboltann! Oprah er fædd 29. janúar 1954 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (96 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (74 árs); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Dori Carter (24/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
ALPG: Valdís Þóra T-10 e. 2. dag
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað. Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019. Valdís Þóra lék 2. hringinn í nótt og var á sléttu pari, 72 höggum. Hún er T-10 eftir 2. dag þ.e. jöfn 3 öðrum kylfingum, hinni kínversku Jing Yan, Ingrid Gutierrez Nunez frá Mexíkó og Melanie Maetzler frá Austurríki, en þær hafa allar spilað á samtals 1 yfir pari, 145 höggum; Valdís Þóra. (73 72). Aðeins 4 kylfingar af 81 þátttakanda hafa spilað undir pari. Efst eftir 2. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, enn efst Lesa meira
Hvað var í sigurpokanum hjá DeChambeau?
Bryson DeChambeau hefir m.a. vakið mikla athygli fyrir kylfuval sitt á undanförnum misserum. Hvaða kylfur skyldi kappinn hafa verið með þegar hann sigraði Omega Dubaí Desert Classic í gær, 27. janúar 2019? Það voru eftirfarandi spýtur og járn og annar útbúnaður: Dræver: Cobra King F9 Speedback Drive. Brautartré: Cobra King F8+ Baffler Fairway Wood og Cobra King LTD Black Fairway Wood, 14.5°. Járn: Cobra King One Length járn, 6-PW og Cobra King One Length Utility 4-5 járn. Fleygjárn: Cobra King V Grind Wedge, 50°; Cobra King WideLow Grind Wedges, 55° og 60°. Pútter: Sik Tour Prototype Putter. Golfbolti: Bridgestone Tour B X Ball.
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Guido Migliozzi (11/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2019
Það er Hafdís Ævarsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er glæsileg og það líka í golfinu og þar að auki hefir hún átt sæti í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja, þar sem hún er klúbbfélagi. Komast má á facebook síðu Hafdísar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Hafdís Ævarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (66 ára); Nick Price, 28. janúar 1957 (62 árs); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, 28. febrúar 1960 (59 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, Þórður Sigurel Arnfinnsson, 28. janúar 1981 (38 ára) ….. og ….. Henrik Stokke og El Rincón Lesa meira
Ný golfregla kostaði Li ISK 12 milljónir!!!
Kínverski kylfingurinn Haotong Li var fyrsti atvinnukylfingurinn, sem varð illyrmislega fyrir barðinu á nýuppfærðum golfreglum þegar hann hlaut 2 högga víti á lokahring Omega Dubai Desert Classic. Li hlaut vítið fyrir það sem dómarar töldu vera brot á nýrri reglu nr. 10-2b(4), sem bannar kylfusveini að standa fyrir aftan kylfing til þess að hjálpa honum við að finna púttlínu. Li var búinn aðspila 71 holu í mótinu án athugasemda og átti bara eftir fuglapútt á 18. holu í Emirates golfklúbbnum í Dubaí, sem myndi hafa komið honum í T-3 á mótinu þ.e. hann hefði deilt 3. sætinu ásamt öðrum kylfingum. Þegar Li og kaddýinn hans, Mark Burrow, fóru í gegnum rútínu sína við að Lesa meira










