Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2019 | 12:00

ALPG: Valdís Þóra fyrsti íslenski kvenkylfingurinn með þátttökurétt á mótum ALPG!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur lokið leik á úrtökumóti fyrir Áströlsku atvinnumótaröðina, s.s. Golf1.is greindi frá fyrst íslenskra golffréttavefa í morgun. Valdís Þóra endaði í 16.-18. sæti en hún lék á +3 samtals. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku LPGA mótaröðinni og er fyrst íslenskra kvenkylfinga til þess að afreka það. Þar sem að það eru tíu kylfingar af alls 20 efstu á þessu úrtökumóti er Valdís í hópi 10 kylfinga sem fengu keppnisrétt á ALPG. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2019 | 09:00

ALPG: Valdís Þóra á 74 á 3. degi í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað. Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019. Valdís Þóra lék 3. hringinn í nótt og lék á 2 yfir pari,  74 höggum. Hún er T-16 eftir 3. dag þ.e. jöfn 2 öðrum kylfingum Jin Yang frá Kína og Liv Cheng frá Nýja-Sjálandi, en þær hafa allar spilað á samtals 3 yfir pari, 291 höggum; Valdís Þóra. (73 72 74). Aðeins 6 kylfingar af 81 þátttakanda hafa spilað undir pari. Efst eftir 3. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2019 | 22:00

Golfútbúnaður: Dýrir pútterar

Hér á eftir fer listi yfir 10 nokkuð dýra púttera: 1 Byrjum á LIMITED EDITION 1966 ORIGINAL PING ANSER SCOTTSDALE VERSION 2 Einn af mest klassísku pútterum sem nokkru sinni hafa verið hannaðir eru Ping Anser pútterarnir. Þessi er aðeins til í takmörkuðu upplagi og þegar haft er í huga að hann er á 52 aldursári þá virðist hann vera í nokkuð góðu ástandi. Það sem svona pútter kostar er u.þ.b. kr. 200.000 2 BETTINARDI CUJO 101 Bettinardi is þekkt fyrir nákvæm púttersmillunar mynstur (ens. milling patterns) sín og klassísk púttershöfuð. Þessi CUJO 101 hefir hvorugtveggja í ríkum mæli. Pútterinn er búinn til úr mildri kolefnisblöndu og aðeins einn af 30 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Oprah Winfrey —– 29. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Oprah Winfrey. Oprah er frægur þáttastjórandi í sjónvarpi í Bandaríkjunum og ein ríkasta kona heims. Oprah fór fyrsta hring sinn í golfi árið 2003 með engum öðrum en Clint Eastwood og það á ekki ófrægari velli en Pebble Beach í Kaliforníu. Hún hafði þá aldrei verið í golfi áður og sagði eins og svo margir byrjendur að að markmið sitt væri að hitta golfboltann! Oprah er fædd 29. janúar 1954 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (96 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (74 árs); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Dori Carter (24/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2019 | 09:00

ALPG: Valdís Þóra T-10 e. 2. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í úrtökumóti, sem gefur þátttökurétt á ástralska LPGA, eða ALPG eins og það er skammstafað. Úrtökumótið fer fram á golfvelli Ballarat golfklúbsins, í Victoríu ríki, Ástralíu 28.-30. janúar 2019. Valdís Þóra lék 2. hringinn í nótt og var á sléttu pari, 72 höggum. Hún er T-10 eftir 2. dag þ.e. jöfn 3 öðrum kylfingum, hinni kínversku Jing Yan, Ingrid Gutierrez Nunez frá Mexíkó og Melanie Maetzler frá Austurríki, en þær hafa allar spilað á samtals 1 yfir pari, 145 höggum; Valdís Þóra. (73 72). Aðeins 4 kylfingar af 81 þátttakanda hafa spilað undir pari. Efst eftir 2. hring er Peiying Tsai frá Taiwan, enn efst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 20:00

Hvað var í sigurpokanum hjá DeChambeau?

Bryson DeChambeau hefir m.a.  vakið mikla athygli fyrir kylfuval sitt á undanförnum misserum. Hvaða kylfur skyldi kappinn hafa verið með þegar hann sigraði Omega Dubaí Desert Classic í gær, 27. janúar 2019? Það voru eftirfarandi spýtur og járn og annar útbúnaður: Dræver:  Cobra King F9 Speedback Drive. Brautartré: Cobra King F8+ Baffler Fairway Wood og Cobra King LTD Black Fairway Wood, 14.5°. Járn:  Cobra King One Length járn, 6-PW og Cobra King One Length Utility 4-5 járn. Fleygjárn:  Cobra King V Grind Wedge, 50°;  Cobra King WideLow Grind Wedges, 55° og 60°. Pútter: Sik Tour Prototype Putter. Golfbolti: Bridgestone Tour B X Ball.  

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Guido Migliozzi (11/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2019

Það er Hafdís Ævarsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er glæsileg og það líka í golfinu og þar að auki hefir hún átt sæti í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja, þar sem hún er klúbbfélagi. Komast má á facebook síðu Hafdísar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Hafdís Ævarsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (66 ára); Nick Price, 28. janúar 1957 (62 árs); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, 28. febrúar 1960 (59 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, Þórður Sigurel Arnfinnsson, 28. janúar 1981 (38 ára) ….. og ….. Henrik Stokke og El Rincón Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 12:00

Ný golfregla kostaði Li ISK 12 milljónir!!!

Kínverski kylfingurinn Haotong Li var fyrsti atvinnukylfingurinn, sem varð illyrmislega fyrir barðinu á nýuppfærðum golfreglum þegar hann hlaut 2 högga víti á lokahring Omega Dubai Desert Classic. Li hlaut vítið fyrir það sem dómarar töldu vera brot á nýrri reglu nr. 10-2b(4), sem bannar kylfusveini að standa fyrir aftan kylfing til þess að hjálpa honum við að finna púttlínu. Li var búinn aðspila 71 holu í mótinu án athugasemda og átti bara eftir fuglapútt á 18. holu í Emirates golfklúbbnum í Dubaí, sem myndi hafa komið honum í T-3 á mótinu þ.e. hann hefði deilt 3. sætinu ásamt öðrum kylfingum.  Þegar Li og kaddýinn hans, Mark Burrow, fóru í gegnum rútínu sína við að Lesa meira