Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 23:00

PGA: Fowler efstur í hálfleik á WM Phoenix Open

Það er Rickie Fowler, sem er efstur í hálfleik á Waste Management Phoenix Open. Fowler er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 129 höggum (64 65). Hann hefir 1 höggs forystu á Justin Thomas, sem spilað hefir á 12 undir pari, 130 höggum (64 66) og er í 2. sæti Þriðja sætinu deila síðan Branden Grace frá S-Afríku, sem fór holu í höggi á 2. hring á hinni frægu par-3 16. holu  og Trey Mullinax frá Bandaríkjunum, en báðir hafa spilað á 11 undir pari, 131 höggi (67 64). Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á WM Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 21:00

Alice Dye látin

Alice Dye, eiginkona golfvallararkítektsins fræga Pete Dye lést í dag, 1. febrúar 2019. Alice fæddist 19. febrúar 1927 í Indianapolis og var því 91 árs þegar hún lést. Hún lætur eftir sig eiginmanninn sinn fræga, golfvallararkítektinn Pete Dye, 93 ára (f. 29. desember 1925) og synina Perry og PB (Pete Burke). Alice var oft kölluð „the first lady of American golf architecture“, í Bandaríkjunum. Hún lést daginn fyrir 69 brúðkaupsafmæli þeirra Pete, en þau giftu sig 2. febrúar 1950 og var hjúskapur þeirra álitinn mjög hamingjuríkur. Líf þeirra snerist allt um golf, sagt er að þau hafi snætt  meðan þau horfðu á golf í sjónvarpinu og strax yfir morgunverðinum var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: DJ efstur í Sádí í hálfleik

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Saudi International powered by SBIA, sem fram fer dagana 31. janúar – 3. febrúar 2019 í Royal Greens G&CC í King Abdullah Economic City í Sádí Arabíu. Efstur í hálfleik er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ), en hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 129 höggum (68 61). Enski kylfingurinn Paul Casey kaus að taka ekki þátt í mótinu vegna andstöðu sinnar við morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Khamal Khashoggi, í ræðismannsskrifstofu Sádí Arabíu í Tyrklandi á síðasta ári. Til þess að sjá stöðuna á Saudi International powered by SBIA SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Saudi International powered by Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andrea Ýr Ásmundsdóttir – 1. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Hún er fædd 1. febrúar 2002 og á því 17 ára afmæli í dag.  Andrea Ýr er afrekskylfingur í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Hún er m.a. Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki 2018 á Íslandsbankamótaröðinni. Komast ma á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Andrea Ýr Ásmundsdóttir – Innilega til hamingju með 17 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Debbie Austin, 1. febrúar 1948 (71 árs); Jimmy Lee Thorpe, 1. febrúar 1949 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!);   Vilhjalmur Hjalmarsson, 1. febrúar 1967 (52 ára); Annþór Kristján Karlsson, 1. febrúar 1976 (43 ára); Júlíus Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 12:00

Dýr á golfvöllum 2019 (1): Snákar

Hér er ætlunin að birta nokkur myndskeið og annað efni af snákum á golfvöllum, en erlendis virðast þeir vera nokkur algeng fyrirbæri. Hvað myndi maður gera ef maður stæði frammi fyrir snák á golfvelli? Líklega hlaupa í burtu.  En gaurinn í fyrsta myndskeiðinu virðist vera að bögga snákinn en ekki öfugt. Sjá með því að SMELLA HÉR.  Á næsta myndskeiði er cobra snákur á golfvelli og hvað gerir maður þá? Þeir sem mættu cobrunni hentu í hana golfboltum, sem ekki er það viturlegasta. Það er eins og snákurinn rísi upp og tjái viðkomandi ógnandi: „Ég skora á þig að gera þetta aftur!“ Sjá má myndskeið af cobrunni á golfvellinum með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lori Beth Adams (25/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Per Längfors (12/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásgrímur Jóhannesson – 31. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er  Ásgrímur Jóhannesson. Hann er fæddur 31. janúar 1998 og á því 21 árs afmæli í dag.  Komast má á facebook síðu Ásgríms til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ásgrímur Jóhannesson – 21 árs – Innilega til hamingju meðafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Heiðar Jóhannsson, GBB, 31. janúar 1955 (64 ára); Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Páll Heiðar (55 ára); Justin Timberlake, 31. janúar 1981 (38 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (36 ára); Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, 31. janúar 1993 (26 ára)….. og ….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2019

Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 64 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum og ekkert ósvipaður Bryson DeChambeau. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (64 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (51 árs); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Jim Knous (26/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira