Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 09:00

PGA: Ein fallegasta sagan af WM Phoenix Open 2019

Par-3 16. holan á TPC Scottsdale telst til frægustu golfhola í heiminum. Hún er umkringd áhorfendapöllum á alla vegu þar sem golfáhangendur Waste Management Phoenix Open fagna hávært eða púa á högg kylfinganna. Oftar en ekki eru áhorfendur ölvaðir. Ein fallegasta sagan á Waste Management Phoenix Open átti sér stað sl. þriðjudag á æfingahring fyrir mótið sjálft. Á þeim degi var Amy Bockerstette, ungur kylfingur með Downs heilkennið meðal áhorfenda þegar henni bauðst að slá á par-3 16. brautinni, en PGA Tour kylfingarnir Matt Kuchar og Gary Woodland voru einmitt á þeirri holu þá. Amy lét þúsundir áhorfenda ekkert hafa áhrif á sig …. hún naut andartaksins… þrátt fyrir að upphafshögg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 07:45

PGA: Fowler efstur f. lokahring WM Phoenix Open

Rickie Fowler er enn efstur fyrir lokahring WM Phoenix Open og verður gaman að sjá hvort hann heldur haus og nær loks að landa sigri í þessu móti, sem hann hefir glímt við í svo mörg ár. Kannski honum takist loks að sigra fyrir litla vin sinn Griffin, en söguna af honum má rifja upp með því að SMELLA HÉR: Fowler er samtals búinn að spila á 20 undir pari, 193 höggum (64 65 64). Í 2. sæti, 4 höggum á eftir Fowler er Matt Kuchar á samtals 16 undir pari, og í 3. sæti er Justin Thomas á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá stöðuna að öðru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 06:00

Sonur Gary Player upp á kant við lögin!

Wayne Player, sonur golfgoðsagnarinnar Gary Player,  en Gary er m.a.þrefaldur Masters-meistari, reyndi fyrir sér í atvinnumennskunni í golfi. Á árunum 1982 – 1986 lék Wayne samtals í 17 mótum á PGA Tour. En hann sýndi lítið af glæsispilamennsku föður síns. Nú eru enn minni ánægjulegar fréttir af Wayne. Hann þurfti að dvelja 5 daga í fangelsi í Georgíu, þar sem hann varð að svara til saka fyrir ávísanafals. Wayne Player og Masters 2018 Á Masters 2018 leigði Wayne Player sér hús í grennd við Augusta National, til þess að fylgjast með einu mikilvægasta golfmóti ársins. Verð á húsinu fyrir 2 nætur? U.þ.b. 2000 dollarar (240.000 íslenskar krónur).  Sonur golfgoðsagnarinnar Gary Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (5)

Einn hundgamall en góður: Stevie Wonder and Tiger Woods are in a bar. Woods turns to Wonder and says, “How is the singing career going?” Stevie Wonder replies, “Not too bad! How’s the golf?” Woods replies: “Not too bad, I’ve had some problems with my swing, but I think I’ve got that right now.” Stevie says, “I always find that when my swing goes wrong, I need to stop playing for a while and not think about it. Then, the next time I play, it seems to be all right.” Tiger asks, “You play golf?” Wonder replies, “Oh yeah, I’ve been playing for years.” And Woods says, “But you’re blind. How can Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Virginie Lagoutte-Clément – 2. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Virginie Lagoutte-Clement. Virginie er fædd í Montelimar, Suður-Frakklandi 2. febrúar 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Virginie gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og komst á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour) árið á eftir, 2004 og hefir spilað á þeirri mótaröð síðan. Hún giftist 2006 og tók þá upp nafn eiginmanns síns Clement, en hafði áður keppt bara undir eftirnafni sínu Lagoutte. Árið 2008 eignaðist hún dótturina Victoríu. Virginie hefir þrívegis sigrað á LET: Hún vann KLM Ladies Open, 2005; Finnair Masters, 2006 og Ladies Scottish Open, 2010. Besti árangur hennar í risamótum er T-16 á Opna breska kvennamótinu 2007. Besti árangur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Fabián Gómez (27/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 14:00

Evróputúrinn: Li og DJ efstir f. lokahringinn í Sádí

Það eru kínverski kylfingurinn Haotong Li og Dustin Johnson (DJ) frá Bandaríkjunum, sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Saudi International powered by SBIA móti vikunnar á Evróputúrnum. Báðir hafa spilað á samtals 16 undir pari, hvor, 194 höggum; DJ ( 68 61 65) og Li (67 65 62). Li átti stórglæsilegan hring, sem hann fékk 2 fugla og 4 erni á, en því miður líka einn tvöfaldan skolla – Engu að síður stórgóður 3. hringur hjá Li upp á 8 undir pari, 62 höggum!!! Báðir hafa nokkra yfirburði því sá næsti sem er einn í 3. sæti, Tom Lewis frá Englandi er 5 höggum á eftir; búinn að spila á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Laetitia Beck (26/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 08:00

GBR: Brautarholtið á topp-100 lista golfscape.com

Golfklúbbur Brautarholts fær frábæra kynningu í umfjöllun um 100 áhugaverðustu / glæsilegustu golfvelli veraldar. Það er golfvefurinn golfscape.com sem setur listann saman. Sjá má listann með því að SMELLA HÉR:   Það eru ýmsir sérfræðingar sem leggja hönd á plóginn að koma þessum lista saman. Við valið á þessum lista var lögð áhersla á að koma golfvöllum á framfæri sem eru einstakir, eftirminnilegir og bjóða gestum upp á upplifun sem er í hæsta gæðaflokki.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2019 | 07:00

GSÍ: Mótaskráin 2019

Golfsambands Íslands bírti mótaskrá sína fyrir keppnistímabilið 2019, 31. janúar s.l. og má sjá hana hér fyrir neðan. Golfsumarið 2019 verður kynnt með formlegum hætti þann 16. maí 2019. Keppni á áskorendamótaröðinni og unglingamótaröðinni hefst helgina 17.-19. maí. Keppni á stigamótaröð GSÍ hefst helgina 24.-26. maí. Athygli er vakin á því að Íslandsmótið í golfi, höggleikur, á stigamótaröð GSÍ í fullorðinsflokki fer nú fram í ágúst. Íslandsmótið er í umsjón Golfklúbbs Reykjavíkur. Það sama er uppi á teningnum í unglingaflokki en Íslandsmótið í höggleik fer fram í ágúst. Íslandsmótið í holukeppni í unglingaflokki fer fram um miðjan júní en ekki er búið að staðfesta hvar það mót fer fram. Mótaskráin Lesa meira