Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Michael Thompson (28/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 12:00

Trump spilaði m/Tiger og Nicklaus

Þrátt fyrir að stjörnum prýtt lið kylfinga hafi tekið þátt í mótum sl. viku á Evróputúrnum og PGA Tour þá voru allra augu í Júpíter, Flórída en ekki í Sádí Arabíu eða Arizona. Þar tóku nefnilega Bandaríkjaforseti Donald Trump, Tiger Woods og Jack Nicklaus hring! Það var Trump, sem bauð golfgoðsögnunum tveimur að spila við sig á golfvelli í eigu sinni, sem einnig ber nafn hans núna þ.e. Trump National golfklúbbinn. Og Trump þurfti auðvitað að tvíta um hringinn sl. laugardag! Tvítið var svohljóðandi: „Great morning at Trump National Golf Club in Jupiter, Florida with @JackNicklaus and @TigerWoods!“ Trump National golfklúbburinn þar sem þremenningarnir spiluðu er með sama æfingasvæði og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Kristy McPherson (28/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 07:00

PGA: Fowler sigraði á WM Phoenix Open!!!

Það var Rickie Fowler sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open, sem fram fór 31. janúar – 3. febrúar 2019!!! Sigurskor Rickie var 17 undir pari, 267 högg (64 65 64 74) og frábært að hann náði sigri þar sem hann  spilaði 9 – 10 höggum verr á lokahringnum, en á fyrstu 3 hringjunum! Og það er líklegast einn sem fagnar á himnum, Griffin litli Connell, aðdáandi Rickie nr. 1 mörg undanfarin ár á WM Phoenix Open, en hann dó úr erfiðum öndunarsjúkdómi í fyrra og hefði orðið 8 ára í ár – Rifja má upp söguna af Griffin og Rickie með því að SMELLA HÉR: Þumlana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 19:00

David Barnwell golfkennari ársins 2018

David George Barnwell var kosinn PGA kennari ársins á félögum sínum í PGA á Íslandi. Er hann vel að viðurkenningunni kominn, en hann hefir unnið að uppbyggingasrtarfi meðal barna og unglinga í golfinu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Á facebook síðu sinni þakkaði David fyrir sig með eftirfarandi orðum: „What an honour to be your Teacher of the year!! I would just like to thank all those PGA professionals that voted for me as Icelandic Teacher of the year 2018. & at the same time to congratulate the other 7 Professionals that were nominated,you are all winners. & of course an equal part of this honour must go to our team of Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 18:30

Ólafía Þórunn góð á Bahamas

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og LPGA tók þátt í mikilvægu styrktarmóti, sem ekki er hluti af LPGA en margir þekktir kylfingar m.a. Lexi Thompson og Sandra Gal tóku þátt í og það á Bahamas. Ólafía Þórunn átti hring upp á stórglæsileg 6 undir pari, 66 högg!!! Frábært að sjá hvað góð hvíld getur gert en orkan og leikgleðin virðast komin aftur hjá Ólafíu Þórunni. Hér fyrir neðan má sjá flott skorkort Ólafíu Þórunnar: Nú er keppninni á Bahamas lokið. Ólafía Þórunni og hennar ProAm hópur unnu ProAm mótið. En Ólafía lenti í Final 4 í aðalkeppninni ásamt Lexi Thompson. Á myndinni er Ólafía á milli Söndru Gal og Lexi Thompson. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 18:00

Ólafía Þórunn og „Lífslyklar framúrskarandi kylfings“

Hér er mjög skemmtilegt viðtal við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfings úr GR og á LPGA, um golfið, breytt mataræði, framtíðina og það sem hún kallar „Lífslyklar framúrskarandi kylfings“ Ólafía flaug til Orlando í 29. janúar sl., en þaðan flaug hún til Bahamas til að spila á mikilvægu styrktarmóti. Sjá má viðtalið skemmtilega við Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 17:00

Evróputúrinn: DJ sigraði í Sádí!

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) innsiglaði sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum í dag á nýafstöðnu Saudi International powered by SBIA móti, sem jafnframt var í fyrsta sinn sem mótið er hluti Evrópumótaraðar karla. Mótið fór fram í Royal Greens G&CC í King Abdullah Economic City í Sádí Arabíu, dagana 31. janúar – 3. febrúar 2019 og lauk því í dag. Sigurskor DJ var 19 undir pari, 261 högg (68 61 65 67) og fyrir sigurinn hlaut hann sigurtékka upp á € 508,260 (u.þ.b. 71,66 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti á 17 undir pari varð kínverski kylfingurinn Haotong Li og Tom Lewis varð í 3. sæti enn einu höggi á eftir. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen ——- 3. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Maria Fassi (27/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira