Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Nick Cullen (15/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Hanna Guðlaugsdóttir og Ragnar Ágúst Ragnarsson – 16. febrúar 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hanna Guðlaugsdóttir og Ragnar Ágúst Ragnarsson. Hanna er fædd 16. febrúar 1968 og á því 51 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hönnu til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Hanna Guðlaugsdóttir – Innilega til hamingju með 51 árs afmælið!!! Ragnar Ágúst er fæddur 16. febrúar 1993 og á því 26 ára afmæli. Ragnar Ágúst er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ragnars Ágústs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ragnar Ágúst Ragnarsson – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
Tiger og Zuel í samvinnu
Fyrrum kylfingur á Evrópumótaröð kvenna, Henni Zuel er farin að vinna á GOLFTV og er þar titluð sem „Lead Tour Correspondent”, þ.e. hún fær að taka viðtöl og fylgjast með kylfingum á PGa Tour fyrir „Streaming“-þjónustu GOLFTV. Nú hefir hún fengið sérstakt verkefni en það er að fylgjast með Tiger Woods. Og samstarfið við Tiger hófst á móti vikunnar á PGA Tour núna, þ.e. Genesis Open, sem fram fer 11.-17. febrúar í Riviera Country Club, í Kaliforníu og lýkur á morgun. Hlutverk Zuel næstu vikur er að fylgjast með Tiger bæði utan og innan vallar í mótinu; hún segir frá Tiger við keppni, þegar hann er við æfingar og samvinnu hans Lesa meira
Kuchar biðst afsökunar
Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar hefir sent frá sér afsökunarbeiðni vegna framkomu sinnar við staðbundinn kylfusvein sinn í Mexíkó, sem fannst að hann hefði verið snuðaður um hluta sinn af sigurtékka Kuchar í PGA móti í Mayakoba í Mexíkó, í nóvember 2018, sem Kuchar tók þátt í og þar sem hann, David Ortiz, var kylfusveinn Kuchars. Kuchar tjáði sig um atvikið, þar sem hann m.a. bar tilbaka að kylfusveinn sinn hefði verið snuðaður, vísaði til samnings sem þeir hefðu gert fyrir mótið og þess sem Ortiz hlyti venjulega í laun. Reglulegur kylfusveinn PGA Tour kylfings getur vænst þess að hljóta 10% af árangurstékka kylfingsins, sem hann ber kylfurnar fyrir. Ortiz, sem Lesa meira
Evróputúrinn: Ljóst hvaða 24 fara í holukeppnishlutann
Nú er ljóst hvaða 24 kylfingar komust í holukeppnishluta á móti vikunnar á Evróputúrnum, ISPS Handa World Super 6 Perth, eftir að 3 hringir höfðu verið spilaðir með höggleiksfyrirkomulagi. Í efsta sæti varð Svíinn Per Längfors á samtals 10 undir pari og 2. sætinu deildu þeir Kristoffer Reitan frá Noregi, heimamaðurinn Brad Kennedy og Írinn Paul Dunne, allir höggi á eftir. Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á Per Längfors, sigurvegara höggleikshluta iSPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR: Fimmta sætinu á samtals 8 undir pari deildu Japaninn Yuta Ikeda, Thomas Pieters frá Belgíu og heimamennirnir Gareth Paddison og Ryan Fox. Sjá má hverjir aðrir 16 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Xiyu Lin (35/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
PGA: Thomas og Scott efstir e. 2. dag Genesis Open þegar hring er frestað v/myrkurs
Það eru þeir Justin Thomas og Adam Scott sem eru efstir og jafnir þegar fresta varð 2. hring Genesis Open vegna myrkurs. Báðir hafa spilað á 10 undir pari og er Thomas búinn að spila 12 holur en Scott 11 holur af 2. hring. Í 3. sæti er bandaríski kylfingurinn JB Holmes, á samtals 9 undir pari, eftir 9 spilaðar holur af 2. hring. Sumir kylfingar, eins og t.a.m. Jordan Spieth, voru ekki einu sinni farnir út, en til stendur að ljúka 2. hring á morgun, laugardaginn 16. febrúar 2019. Sjá má stöðuna á Genesis Open með því að SMELLA HÉR:
PGA: JB Holmes með ás á 6. holu á Genesis Open
Bandaríski kylfingurinn JB Holmes náði frábærum ási á par-3 6. holu í Genesis Open mótinu. Brautin er 146 yarda (133,5 metra) löng. Ásinn var valinn högg 2. dags á Genesis Open, en reyndar var Holmes að klára 1. hring sinn í mótinu, en mótinu var frestað upphafsdaginn vegna myrkurs. JB Holmes er sem stendur í 3. sæti á samtals 9 undir pari, eftir 9 spilaðar holur á 2. hring, en 2. hringnum var einnig frestað vegna myrkurs. Skor Holmes á 1. hring voru glæsileg 63 högg!!! Sjá má ás Holmes með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jane Seymour —-– 15. febrúar 2019
Það er leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist 15. febrúar 1951 og er því 68 ára í dag. Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára. Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Cash. Hún var Bond stúlkan árið 1973 í Bond-myndinni Live and Let Die. Af fjölmörgum hlutverkum, sem hún Lesa meira
Evróputúrinn: 4 efstir í Ástralíu í hálfleik
Það er Ryder Cup kylfingurinn belgíski Thomas Pieters, sem er efstur á móti vikunnar á Evróputúrnum; ISPS Handa World Super 6 Perth, ásamt heimamönnunum Ryan Fox og Matthew Griffin og Panuphol Pittayarat. Þeir eru allir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum; Pieters (70 66); Fox (68 68); Griffin (69 67) og Thaílendingnum Pittayarat (70 66). Fimmta sætinu deila 3 kylfingar 1 höggi á eftir á samtals undir pari, 137 höggum; Englendingurinn Richard McEvoy, heimamaðurinn Matt Jager og Skotinn Robert MacIntyre. Sjá má hápunkta 2. dags á ISPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth með því að Lesa meira










