Bandaríska háskólagolfið: Vikar við keppni í Flórída
Vikar Jónasson, GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í South Illinois University eru við keppni á Florida Gators Inv. Spilað er á Mark Bostick golfvellinum í Gainesville, Flórída dagana 16.-17. febrúar 2019 en mótinu, en 3. og síðasti hringur stendur nú yfir. Vikari og liði hans er ekki að farnast vel en South Illinois University er í 14. sæti af 15. háskólaliðum sem þátt taka. Vikar er sem stendur í einu af neðstu sætunum í einstaklingskeppninni þ.e. 80. sætinu, en þátttakendur eru 86. Sjá má stöðuna í Florida Gators Invitational með því að SMELLA HÉR:
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-14 e. 1. dag PGA Catalunya Resort Championship
Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í móti á Nordic Golf League þ.e. PGA Catalunya Resort Championship, sem fram fer í Barcelona á Spáni, dagana 17.-19. febrúar 2018. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Haraldur Franklín Magnús, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Þátttakendur í mótinu eru 122. Eftir 1. daginn er Guðmundur Ágúst búinn að standa sig best íslensku þátttakendanna fjögurra; hann er jafn 3 öðrum kylfingum, sem allir spiluðu 1. hring á 2 undir pari, 68 höggum. Hinir íslensku kylfingarnir eru allir undir spáðri niðurskurðarlínu, sem miðast sem stendur við 1 yfir pari eða betra. Andri Þór Björnsson er T-40 á 3 yfir pari, 73 Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Ben Silverman (29/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Þór Bjarkason – 17. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Þór Bjarkason. Hann er fæddur 17. febrúar 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Bjarki er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og er með 22,1 í forgjöf. Bjarki er trúlofaður Ingibjörgu Magneu og þau eiga 4 syni. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bjarki Bjarkason (55 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (56 ára); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (32 ára) ….. og ….. Aron Lesa meira
Evróputúrinn: Fox sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth
Það var heimamaðurinn Ryan Fox sem sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth, móti vikunnar á Evróputúrnum í samstarfi við Ástralasíutúrinn. Ryan Fox hafði betur í viðureign sinni við spænska kylfinginn Adrián Otagui og fóru leikar 3&2. Þetta er fyrsti sigur Fox á Evróputúrnum. Írinn Paul Dunne tók 3. sætið eftir að hafa haft betur gegn Scott Vincent frá Zimbabwe á 6. holu. Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR:
PGA: Thomas í 1. og Scott 2. sæti þegar leik 3. dags er frestað v/ myrkurs á Genesis Open
Justin Thomas leiðir eftir að leik var frestað á 3. degi Genesis Open, vegna myrkurs. Thomas hefir spilað á 13 undir pari, 131 höggi (66 65) + fyrstu 2 á 3. hring þar sem Thomas fékk örn á par-5 1. holu Riviera. Í 2. sæti er Adam Scott á 12 undir pari, 131 (höggi) + fyrstu 3 á 3. hring, þar sem hann fékk aðeins fugl á par-5 1. holu Riviera. Það skýrist í kvöld hver stendur uppi sem sigurvegari Sjá má stöðuna á Genesis Open með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Nelly Korda sigraði á Opna ástralska!!!
Það var Nelly Korda, sem sigraði á ISPS Handa Women´s Australian Open, sem fram fór í Grange, S-Ástralíu, dagana 14.-17. febrúar og lauk í morgun. Sigurskor Korda var 17 undir pari, 271 högg (71 66 67 67). Þar með hafa næstum allir Kordarnir sigrað í mótum í Ástralíu. Nelly var ófædd þegar pabbi hennar Petr, sem er örvhentur kylfingur vann Opna ástralska í tennisnum 1998, sem var eini Grand Slam sigur hans. Nelly var táningur þegar systir hennar Jessica vann Opna ástalska í Melbourne in 2012 og fyrir aðeins ári síðan vann bróðir hennar Sebastian Opna ástralska í strákaflokki í tennisnum. „Það er eitthvað við loftið hérna,“ svaraði hún aðspurð hvernig Lesa meira
Evróputúrinn: Úrslitaviðureign milli Fox og Otagui í Ástralíu
Úrslitaviðureignin í móti vikunnar á Evróputúrnum, sem er ISPS Handa World Super 6 Perth, verður útkljáð milli heimamannsins Ryan Fox og spænska kylfingsins Adrian Otagui, sem spiluðu sig í úrslitaviðureignina. Mótið fer fram 14.-17. febrúar 2019 í Lake Karrinyup golfklúbbnum, í Perth, Ástralíu. Í undanúrslitunum vann Adrian Otagui fyrst Scott Vincent 3&2 og Ryan Fox hafði síðan betur gegn Íranum Paul Dunne 1 up. Scott Vincent og Paul Dunne eigast síðan við um 3. sætið. Lokaviðureignirnar eru þegar hafnar og má fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: Aðalmyndagluggi: Adrián Otagui frá Spáni
Golfgrín á laugardegi 2019 (7)
80 ára kylfingur fluttist til nýs bæjar og gerðist félagi í nýjum golfklúbbi. Þegar hann kom í nýja klúbbinn sinn var mikið af félögunum sem horfðu á hann með eftirvæntingu; gamall karl … þetta væri sko náungi sem hægt væri að hafa fé af, með því að fá hann til að leggja undir pening á golfhringjum. Ekki minnkaði eftirvænting sumra þegar karlinn sagði: „Ég slæ boltann enn vel, en ég á í nokkrum vandræðum með að komast upp úr djúpum bönkerum.“ „Jæja“ hugsuðu sumir. „Á vellinum okkar eru ekki margar djúpar sandglompur, en það er fullt af grunnum glompum og ef hann á í vandræðum í sandinum, þá er hann Lesa meira
Sigurður Bjarki lauk keppni T-29 í Portúgal
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, tók þátt í 89th Portuguese International Amateur Championship, sem fram fór á Montado golfstaðnum, dagana 13. -16. febrúar 2019 og lauk í dag. Þátttakendur voru 120. Sigurður Bjarki lék á samtals 1 yfir pari, 289 höggum (72 71 74 72). Glæsilegt hjá Sigurði Bjarka að vera í meðal efstu 25% kylfinga í mótinu!!! Sigurvegari í mótinu var heimamaðurinn Daniel da Costa Rodrigues, en hann lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (69 67 69 70) Til þess að sjá lokastöðuna á 89th Portuguese International Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:










