Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2019 | 09:00

WGC Mexíkó: Flott högg Tiger á 2. hring

Tiger Woods var á 5 undir pari á 2. hring sínum í gær, föstudaginn á WGC-Mexico Championship í Club de Golf Chapultepec í Mexiíkó City, þegar hann tíaði upp á par-4-9. holunni, síðustu holu sinni þann dag. Eftir að hafa hitt 11 af 13 fyrstu brautum sínum þá notaði Tiger járn af teig og höggið lenti í hægri brautarglompunni. Hann átti eftir 135 yarda (123,4 metra) að pinna og tók upp 9-járnið sitt og sagði eftir á að honum hefði fundist hann þurfa slæs til þess að komast upp úr bönkernum. Þannig að hann opnaði og gaf þessu eins mikið „cut“ og hann mögulega gat og …. viti menn töfrahögg Tiger Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2019 | 03:00

WGC Mexíkó: DJ efstur í hálfleik

Það er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) sem leiðir í hálfleik á heimsmótinu í Mexíkó. DJ er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (64 67). Öðru sætinu deila þeir Matt Kuchar og  Rory McIlroy , 2 höggum á eftir. Til þess að sjá stöðuna á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 20:00

LPGA: Lee og Yang efstar í Thaílandi í hálfleik

Það eru þær Minjee Lee frá Ástralíu og Amy Yang frá S-Kóreu, sem leiða í hálfleik á Honda LPGA Thaíland mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Báðar hafa þær spilað á samtals 11 undir pari, hver. Lizette Salas frá Bandaríkjunum og Jenny Shin frá S-Kóreu deila 3. sætinu, 1 höggi á eftir. Í viðtali við Salas eftir hringinn þakkaði hún aukinni áherslu á veru í ræktinni góðan árangur, en hún hefir ekki sést í efstu sætum skortaflna um skeið. Til þess að sjá stöðuna á Honda LPGA Thaíland mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi Kúld við keppni í Kaliforníu

Tumi Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Western Carolina University (WCU) eru við keppni í Desert Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram á velli Classic Club, í Palm Desert, Kaliforníu, dagana 22.-24. febrúar 2019. Tumi átti ekki sinn besta hring 1. dag, kom í hús á 82 höggum, en er þó á 3. besta skori WCU. WCU er í 18 sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Tuma og félaga með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maríanna Ulriksen – 22. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Maríanna Ulriksen. Maríanna er fædd 22. febrúar 2002 í Hammerfest, Noregi og er því 17 ára í dag.  Hún hefur alist upp á Sauðárkróki frá eins árs aldri. Vorið 2016 setti GSÍ, undir stjórn Úlfars Jónssonar, á laggirnar hóp fyrir afrekskylfinga á Norðurlandi, Norðurlandsúrval 2016, og var Maríanna 1 af þessum 12 manna hópi. Með þessu opnaðist leið til faglegrar þjálfunar hjá GA auk tækifæra til að taka þátt í mótum utan heimabyggðar. Maríanna hefur verið í GA síðan 2017 með aukaaðild í heimabyggð GSS. Þrátt fyrir stuttan mótaferil hefur Maríanna unnið til ýmissa verðlauna síðast GA Meistaramót kvenna 2018 og Norðulandsmeistaramót 2018. Maríanna stundar nú nám Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 12:00

Hvers virði er Tiger?

Golf er leikur þolinmæði og einbeitingar. Og eins stöðugleika. Allir eru að reyna að ná stöðugleika í leik sínum, sem er afar erfitt því allir jafnt áhugamenn sem atvinnumenn eiga góða og slæma daga – Það er enginn góður eða slæmur alltaf … kannski sem betur fer. Það er hins vegar kylfingur, sem er golfgoðsögn í lifanda lífi því hann náði einum mesta stöðugleika allra kylfinga og bar/ber höfuð og herðar yfir samtímakylfinga sína … Tiger Woods. Á löngum ferli sínum hefir hann verið býsna stöðugur og þ.a.l. oftar en ekki í vinningssæti móta. Hvert er nettó virði Tigers eftir skatta, mætti spyrja fremur ósmekklega, en með því er átt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku keppni í 14. sæti í Las Vegas

Saga Traustadóttir og félagar í skólaliði Colorado State University (CSU) tóku þátt í The Rebel Beach mótinu, sem fram fór dagana 18.-19. febrúar sl. í Spanish Trail CC í Las Vegas, Nevada. Þátttakendur voru 86 frá 16 háskólum. Saga lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (76 79 80) og lauk keppni T-56 í einstaklingskeppninni. Hún var á 3. besta skorinu í liði CSU. CSU lauk keppni í 14. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á The Rebel Beach SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Sögu og CSU er 25. febrúar n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 02:00

WGC Mexíkó: Rory efstur e. 1. dag

Það er Rory McIlroy, sem vermir efsta sætið á heimsmótinu í Mexíkó sem hófst í dag í Mexíkó City. Rory lék á 8 undir pari, 63 höggum á fremur skrautlegum hring; fékk 1 örn, 7 fugla, 9 pör og 1 skolla. Í 2. sæti er Dustin Johnson, 1 höggi á eftir þ.e. á 64 höggum. Þriðja sætinu deila síðan Matt Kuchar og Justin Thomas á 5 undir pari, 66 höggum. Jordan Spieth er langt frá sínu besta, með pabba sinn á pokanum, en hann er T-58, á 4 yfir pai, 75 höggum. Til þess að sjá stöðuna á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2019 | 23:00

LET: Valdís úr leik í Bonville

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur á Evrópumótaröð kvenna (LET) tók þátt í móti vikunnar á LET þ.e. The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic, sem fram fer dagana 21.-24. febrúar 2019. Hún lék á samtals 9 yfir pari 153 höggum (79 74) Valdís Þóra var reglulega óheppin á 1. hringnum þar sem hún fékk 4 högga sprengju á síðustu holuna og endaði 1. hring á 7 yfir pari, 79 höggum! Þess mætti geta að á sömu holu, par-5 18. holunni í Bonville fékk Valdís Þóra fugl á seinni hring sínum, 4 glæsihögg!!! Á 2. hring sýndi Valdís Þóra sitt rétta andlit og spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og hefði flogið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2019 | 19:00

PGA: Pabbi Spieth kylfusveinn sonar síns í Mexíkó

Það verður faðir Jordan Spieth, Shawn Spieth, sem mun bera kylfur sonar síns á heimsmótinu í Mexíkó, WGC-Mexico Championship, sem hefst í dag, 21. febrúar 2019, í Chapultepec golfklúbbnum í Mexíkó City. Ástæðan er sú að Michael Greller, sem verðið hefir á poka nr. 24 á heimslistanum (Jordan Spieth) getur ekki verið við hlið hans, þar sem faðir hans, John Greller, lést sl. þriðjudag. Kylfusveinn Spieth, Michael Greller var í Mexíkó þegar hann fékk fréttirnar af andláti föður síns og flaug strax heim til Bandaríkjanna á þriðjudaginn til þess að vera hjá fjölskyldu sinni. Það verður því Shawn Spieth, pabbi Jordan, sem heldur á pokanum á hinum 7.300 yarda golfvelli Lesa meira