Afmæliskylfingur dagsins: Victoria Tanco —— 24. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er argentínski kylfingurinn Victoría Tanco. Hún er fædd 24. febrúar 1994 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Tanco með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; og Zach Johnson, 24. febrúar 1976 (43 ára) …. og …. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Scott Gregory (17/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Clariss Guce (41/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
WGC Mexíkó: DJ efstur f. lokahringinn!!!
Það er Dustin Johnson (DJ) sem horfir í 20. PGA Tour sigur sinn, en hann er með afgerandi forystu á heimsmótinu í Mexíkó. DJ er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 197 höggum (64 67 66), DJ á heil 4 högg á þann sem næstur kemur en það er Rory McIlroy, sem er í 2. sæti á samtals 12 undir pari, 201 höggi (63 70 68). Þriðja sætinu deila þeir Patrick Reed, Patrick Cantley, Sergio Garcia og Cameron Smith, allir á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Lee og Yang enn efstar e. 3. dag Honda Classic
Þær Amy Yang og Minjee Lee halda forystunni á Honda LPGA Classic fyrir lokahringinn; eru hnífjafnar. Báðar hafa þær Lee og Yang spilað á 15 undir pari, 201 höggi, Lee (65 69 67) og Yang (68 66 66). Eftir 3. hringinn sagði Yang, sem tvívegis hefir sigrað áður á Honda LPGA Classic: „…ég sló mikið af sólíd höggum og átti nokkur góð pútt. Mér líður vel. Ég spilaði vel í dag.“ Lee, sem sigraði síðast á LPGA Volvik Championship, sagði eftir 3. hringinn: „Mér finnst ég ansi sólíd. Ég hef sett niður fleiri pútt í þessari viku en í hinum tveimur vikunum sem ég hef spilað, þannig að það er Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (8)
Alex kemur heim eftir venjulegan golfhring sinn á laugardegi og eiginkona hans Amanda spyr af hverju hann spili ekki lengur við John Gumby? Alex svarar með annarri spurningu: „Myndir þú vilja spila við náunga, sem svindlar, blótar yfir öllu, lýgur til um skor sitt og hefir ekkert gott að segja um neinn annan á vellinum?“ „Auðvitað myndi ég ekki vilja spila við svoleiðis mann!“ svarar Amanda. „Nú,“ muldrar Alex niðurdreginn, „John Gumby ekki heldur!„
LPGA: „Svindlað“ á LPGA móti?
Talað er um að svindlað hafi verið á 2. hring Honda LPGA Thailand, vegna þess að bandaríski kylfingurinn Amy Olson naut meints hagræðis af því að Ariya Jutanugarn frá Thaílandi merkti ekki bolta sinn. Þetta er það sem á ensku nefnist „backstopping,“ þ.e. þegar bolti er skilinn eftir á flöt og er ekki tekinn upp og merkt til þess að hjálpa eða skapa hagræði fyrir þann sem spilað er með. Einn gagnrýnanda „backstopping“ er golffréttamaðurinn umdeildi Brandel Chamblee og hann lá ekki á skoðun sinni varðandi atvikið en hann sagði m.a.: „Allir sem eru höggi á eftir Amy í lok þessa móts, að því gefnu að hún fái ekki víti hafa ástæðu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 . Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Hún varð m.a. klúbbmeistari GB í flokki 55-64 ára kvenna, árið 2016. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Sverrisdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (62 ára) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Gylfi Sigfússon, GR og GV, 23. febrúar 1961 (58 ára); Steve Stricker, 23. febrúar 1967 (52 Lesa meira
PGA: Upptökur náðust af DeChambeau að skemma golfvelli
Í 2. skipti í röð hefir Bryson DeChambeau náðst á filmu að eyðileggja flatir í ergelsi eftir slælega frammistöðu í 2 ólíkum mótum PGA Tour. DeChambeau náðist fyrst á upptöku eyðileggja part af flatarglompu á 1. hringThe Genesis Open, á par-3 16. holunni í Riviera Country Club, Sjá má upptöku af því með því að SMELLA HÉR: Síðan eftir 1. hring WGC-Mexico Championship, þar sem DeChambeau spilaði á 4 yfir pari, 75 höggum náðist upptaka af honum, þar sem hann er í bakgrunni á Sky Sports upptöku af gamla risameistaranum Rich Beem, sem var að fjalla um mótið, en þar sést DeChambeau höggva í æfingapúttflöt með pútternum sínum. Sjá með því að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Alison Lee (40/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira










