Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema ——— 25. febrúar 2019

Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði átt 85 ára stórafmæli í dag! Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema e.t.v. fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 13:00

Hvað var í sigurpokum DJ og Trainer?

Nýliðinn Martin Trainer sigraði á 1. PGA Tour móti sínu Puerto Rico Open nú um helgina. Eftirfarandi kylfur og annar útbúnaður var í sigurpoka hans: Bolti: Srixon Z Star Dræver: Callaway Rogue, 8.5 °. 3-tré: Callaway Rogue, 15 °. Járn (2): Srixon ZU 85; (4-PW): Srixon Z 785 Fleygjárn: Cleveland RTX-4 (52°, 56° og 60°) Pútter: Bobby Grace Amazing Grace Dustin Johnson (DJ) sigraði á heimsmótinu í Mexíkó. Eftirfarandi kylfur og annar útbúnaður voru í sigurpoka hans: Dræver: TaylorMade M5 (Fujikura Speeder Evolution 661 Tour Spec 2.0 X skaft), 10.5 °. 3-tré: TaylorMade M5 (Project X HZRDUS Black 6.5 X skaft), 15°. Járn: TaylorMade P790 (3-iron; True Temper Dynamic Gold Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 12:00

Bandríska háskólagolfið: Tumi og félagar luku keppni í 19. sæti í Kaliforníu

Tumi Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Western Carolina University (WCU) luku keppni í gær í Desert Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram á velli Classic Club, í Palm Desert, Kaliforníu, dagana 22.-24. febrúar 2019. Tumi átti ekki sitt besta mót en hann lauk keppni T-111 í einstaklingskeppninni. WCU lauk keppni í 18 sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Desert Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og WCU er í Nevada 8. mars n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Katie Burnett (42/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 02:00

Fyrrum kærasti Jessicu Korda ákærður f. vændiskaup

Nú undanfarið hefir verið í fréttum handtaka Robert Kraft, náins vinar Trump Bandaríkjaforseta og eiganda New England Patriots á nuddstað í Flórída, sem bauð upp á vændi og sem lá undir grun að bjóða upp á kynferðisþjónustu kvenna, sem höfðu orðið mansali að bráð. Kraft var ekki sá eini sem handtekinn var en alls voru 35 karlmenn handteknir og ákærðir en handtökurnar eru lokahnútur mánaðarlangrar rannsóknar lögreglu á konum í kynlífþrælkun sem unnu ólöglega í nuddstofum allt frá Orlando til Palm Beach í Flórída. Einn hinna handteknu var fyrrum kærasti LPGA kylfingsins Jessicu Korda til langs tíma, Johnny DelPrete. DelPrete er fyrrum Web.com Tour atvinnukylfingur í golfi, sem nú vinnur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 01:00

PGA: Trainer sigraði í Puerto Rico!!!

Það var Martin Trainer sem vann 1. sigur sinn á PGA Tour, á Puerto Rico Open, sem fram fór dagana 21.-24. febrúar 2019. Sigurskor Trainer var 15 undir pari, 273 högg (70 67 69 67). Sigur Trainer var nokkuð sannfærandi en hann átti heil 3 högg á þá sem deildu 2. sætinu, bandaríska kylfinginn Daniel Berger og kanadíska kylfinginn Roger Sloan, sem léku báðir á 12 undir pari. Martin Trainer er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Puerto Rico Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 00:01

WGC Mexíkó: DJ sigurvegari!!! – Hápunktar

Það var Dustin Johnson (DJ) sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu í Mexíkó!!! Þetta er 20. sigur DJ á PGA Tour. Sigurskor DJ var 21 undir pari, 263 högg (64 67 66 66). Sigurinn var yfirburðasigur því DJ átti heil 5 högg á þann sem varð í 2. sæti Rory McIlroy, en hann lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (63 70 68 67). Þriðja sætinu deildu síðan Paul Casey, Ian Poulter og thaílenski kylfingurinn Kiradech Amphibarnrat á samtals 11 undir pari, hver, sem sýnir aftur í hversu miklum sérflokki DJ og Rory voru því það munar 5 höggum á 2. og 3. sæti og heilum 10 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2019 | 20:00

LET: Skarpnord sigraði m/Valdísi Þóru á pokanum

Það var norska frænka okkar Marianne Skarpnord sem sigraði á The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu Sigurskor Skarpnord var 8 undir pari, 280 högg (70 72 69 69). Síðustu tvo hringina naut Skarpnord sérfræðilegrar ráðgjafar Valdísar Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfings úr GL, sem einnig tók þátt í mótinu, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð vegna ólukkans mistaka á 1 holu!!! Í fyrra varð Valdís Þóra í 3. sæti í mótinu. Þær Skarpnord eru ágætis vinkonur. Sjá má að skor Skarpnord var 1-3 höggum lægra en fyrstu tvo keppnisdagana og ekki ólíklegt að þáttur Valdísar Þóru hafi skipt miklu í þessu norræna samstarfi, sem leiddi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2019 | 19:00

Nordic Golf League: Aron Bergsson og Haraldur Franklín bestir (T-5) af Íslendingunum á Lumine e. 1. dag

Fimm íslenskir kylfingar eru við keppni á SGT Winter Series Lumine Hills Open, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League. Þetta eru þeir:  Aron Bergsson, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús Mótið fer fram í Lumine golfklúbbnum á Spáni, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur og spilað er á tveimur völlum Hills (par-72) og Lakes (par-71). Mótið  stendur 24. febrúar – 3. mars 2019 og þátttakendur eru 147. Eftir 1. dag hafa Aron Bergsson og Haraldur Franklín Magnús staðið sig best, deila 5. sætinu. Annars hafa íslensku kylfingarnir spilað með eftirfarandi hætti: T-5 Haraldur Franklín Magnús, 3 undir pari, 68 högg (Lakes) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2019 | 17:00

LPGA: Amy Yang sigraði á Honda Classic

Amy Yang frá S-Kóreu vann sinn 3. titil á Honda LPGA Classic mótinu sem fram fór í Chonburi, Thaílandi, dagana 21.-24. febrúar 2019. Yang lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum (69 – 66 – 66 – 65). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð hin ástralska Minjee Lee á samtals 21 undir pari, 267 höggum (65 – 69 – 67 – 66). Spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda átti þrumulokahring og lauk keppni í 3. sæti á samtals 20 undir pari, 268 höggum (70 – 67 – 68 – 63). Til þess að sjá lokastöðuna á Honda LPGA Classic í heild SMELLIÐ HÉR: