Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku leik í 8. sæti á The Gold Rush í Kaliforníu

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State University (CSU) tóku þátt í The Gold Rush golfmótinu í Kaliforníu. Mótið fór fram í Old Ranch CC, á Seal Beach í Kaliforníu, dagana 25.-26. febrúar 2019. Þátttakendur voru 82 frá 15 háskólum. Saga lauk keppni  T-67 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 20 yfir pari, 236 höggum (79 75 82). Lið CSU lauk keppni í 8. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á The Gold Rush SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Sögu og CSU er 11. mars í Utah.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli bestur íslensku keppendanna á lokahringnum í Louisiana!!!

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í 34. móti Louisiana Classic, en gestgjafi mótsins var Louisiana Lafayette háskóli, skóli Björns Óskars Guðjónssonar, GM. Mótið fór fram í Oakbourne CC, í Lafayette, Louisiana og stóð 25.-26. febrúar. Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum. Keppendurnir íslensku voru auk gestgjafans Björns Óskars: Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra Kent State og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu University of Northern Texas (UNT). Íslensku keppendurnir luku leik í einstaklingskeppninni svo sem hér segir: T-15 Gísli Sveinbergsson á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (75 73 68). Frábær lokahringur Gísla skaut honum úr T-54 í T-15 eða upp um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 01:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-10 og Guðmundur Ágúst T-27 á Lumine

Fimm íslenskir kylfingar hófu keppni á SGT Winter Series Lumine Hills Open, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League. Þetta voru þeir: Aron Bergsson, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fór fram í Lumine golfklúbbnum á Spáni, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur og spilað var á tveimur völlum Hills (par-72) og Lakes (par-71). Mótið stóð 24. – 26. febrúar og lauk í dag.  Þátttakendur voru 147. Eftir 2. dag komust aðeins 2 af íslensku kylfingunum 5 gegnum niðurskurð; GR-ingarnir Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín og þeir hafa nú lokið leik. Haraldur Franklín Magnús lauk keppni T-10; en hann lék á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: James Russel Ahern og Leszek Wolynski – 26. febrúar 2019

Það eru þeir James Russel Ahern og Leszek Wolynski sem eru afmæliskylfingar dagsins. Ahern er fæddur 26. febrúar 1949 í Duluth, Minnesota og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag.  Hann hefir m.a. sigrað tvívegis á PGA Tour Champions: þ.e. á AT&T Canada Senior Open Championship, 29. ágúst 1999 en sigurskor hans var −16 (67-68-69-68=272) og eins sigraði Ahern 2. júní 2003 á Music City Championship at Gaylord Opryland. Hinn afmæliskylfingurinn er Leszek Wolynski. Wolynski er fæddur 26. febrúar 1969 og á því 50 ára stórafmæli. Komast má á facebooksíðu Wolynski til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Leszek Wolynski – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Tiffany Chan (43/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2019 | 07:00

Chamblee gagnrýnir golfvallarstrategíu Tiger í Mexíkó

Golffréttaskýrandi Golf Channel Brandel Chamblee og Tiger eru ekki miklir vinir. Chamblee hefir oftar en einu sinni gagnrýnt Tiger og það nýjasta í því efni er að Chamblee gagnrýnir Tiger nú fyrir golfvallar strategíu sínu og segir hana svo afleita að Tiger hafi þess vegna ekki blandað sér í sigurbaráttuna. Ýmislegt má segja um Chamblee en eitt af því sem heldur golfáhangendum við efnið þannig að þeir hlusta á hann er að hann finnur alltaf nýjan flöt á málefnum. T.a.m. kenndu flestir aðrir köldum pútter Tiger um gengi hans en Brandel Chamblee gagnrýnir leikskipulag Tiger og golfvallarstrategíu hans. Tiger dró að sögn Chamblee fram gamla golfvallarstrategíu sem er að nota Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2019 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar í 11. sæti e. 1. dag The Gold Rush

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State University (CSU) taka þátt í The Gold Rush í Kaliforníu. Mótið fer fram í Old Ranch CC, á Seal Beach í Kaliforníu, dagana 25.-26. febrúar 2019. Þátttakendur eru 82 frá 15 háskólum. Eftir 1. dag er Saga T-49 í einstaklingskeppninni, búin að spila á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (79 75). Lið CSU er í 11. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á The Gold Rush SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2019 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki efstur íslensku keppendanna 4 í Louisiana e. 1. dag

Fjórir íslenskir keppendur eru við keppni á 34. móti Louisiana Classic, en gestgjafar mótsins er Louisiana Lafayette háskóli, skóli Björns Óskars Guðjónsson, GM. Mótið fer fram í Oakbourne CC, í Lafayette, Louisiana; stendur 25.-26. febrúar og lýkur í dag. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Keppendurnir íslensku eru auk gestgjafans Björns Óskars: Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra Kent State og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu University of Northern Texas (UNT). Íslensku keppendurnir hafa staðið sig sem hér segir: T-19 Bjarki Pétursson á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (75 73). T-31 Björn Óskar Guðjónsson á samtals 6 yfir pari, 150 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2019 | 01:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín náðu niðurskurði á Lumine

Fimm íslenskir kylfingar hófu keppni á SGT Winter Series Lumine Hills Open, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League. Þetta voru þeir:  Aron Bergsson, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús Mótið fer fram í Lumine golfklúbbnum á Spáni, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur og spilað er á tveimur völlum Hills (par-72) og Lakes (par-71). Mótið  stendur 24. febrúar – 3. mars 2019 og þátttakendur eru 147. Eftir 2. dag komust aðeins 2 af íslensku kylfinganna 5 gegnum niðurskurð; GR-ingarnir Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín. Aðeins 40 efstu og þeir sem jafnir voru í 40. sætinu komust í gegnum niðurskurð og til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Íslendingar að keppa í Kaliforníu og Louisiana

Nokkrir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu hefja keppni í dag. Saga Traustadóttir GR og lið hennar í Colorado State University (CSU) hefja keppni í dag í Old Ranch CC í Long Beach, Kaliforníu. Fylgjast má með gengi Sögu og félaga með því að SMELLA HÉR:  Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans University of Northern Texas (UNT)  sækja Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans Ragin Cajuns í Louisiana Lafayette heim og spila því 4 íslenskir kylfingar í einu og sama mótinu. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Fylgjast má með gengi piltanna með því að Lesa meira