Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2019 | 13:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín varð í 5. sæti og Guðmundur Ágúst T-13 á Lumine

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í seinni hluta vetrarmótaraðarinnar á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótið fór fram á sama stað og í síðustu viku eða á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Mótið, SGT Winter Series Lumine Lakes Open stóð 1.-3. mars 2019 og lauk nú í morgun. Íslensku kylfingarnir sem tóku þátt voru Haraldur Franklín Magnús, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Aron Bergsson, St. Jörgen Golf Club í Danmörku; Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson GK. Aðeins tveir fyrstnefndu komust í gegnum niðurskurð. Haraldur Franklín Magnús lék á samtals 8 undir pari, 206 höggum (72 68 66). Haraldur átti sérlega glæsilegan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Nanna Koertz Madsen (47/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2019 | 09:00

LPGA: Sung Hyun Park sigraði á HSBC

Það var Sung Hyun Park frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC Women´s World Championship. Mótið stóð frá 28. febrúar – 3. mars 2018 þ.e. lauk í dag. Sigurskor Park var 15 undir pari, 273 högg (69 – 71 – 69 – 64) – Mestu skipti glæsilegur lokahringurinn upp á 64 glæsihögg!!! Í 2. sæti varð Minjee Lee frá Ástralíu 2 höggum á eftir þ.e. á 13 undir pari, 275 höggum (68 – 71 – 67 – 69). Til þess að sjá lokastöðuna á HSBC Women´s World Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2019 | 23:00

PGA: Wyndham Clark efstur á The Honda Classic f. lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark sem er efstur fyrir lokahringinn á The Honda Classic. Clark er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum (69 67 67). Clark er ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour og má sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR: Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Kyoung-Hoon Lee frá S-Kóreu, Vijay Singh frá Fidji-eyjum og Keith Mitchell frá Bandaríkjunum, allir á 6 undir pari, eða 1 höggi á eftir Clark. Það stefnir í spennandi lokabaráttu annaðkvöld. Til þess að sjá stöðuna á The Honda Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags The Honda Classic SMELLIÐ HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (9)

Hér kemur einn ágætur á ensku: A rich old man goes for his regular round of golf with his friends, but this time he brings along a gorgeous young lady. “Guys, meet my new fiancée” he says, full of pride as he introduces her to his pals. For the rest of the afternoon, his friends can’t take their eyes off the stunning beauty. After the round of golf, the rich man goes up to the bar to buy drinks for the group. One of his friends goes with him and when at the bar asks him, “How on earth did you manage to hook up with such a beautiful young Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: David G. Barnwell – 2. mars 2019

Það er golfkennari ársins 2018 David George Barnwell, sem er afmæliskylfingur dagsins. David er fæddur 2. mars 1961 og á því 58 ára afmæli í dag. David er Englendingur, sem starfað hefir við golfkennslu hér á landi með hléum í yfir 26 ár. Hann hefir m.a. kennt á Norðurlandi hjá GA og GH og nú síðast hjá Pro Golf, sem hann starfaði einnig hjá 2007 og 2008. David er einn af stofnendum PGA á Íslandi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: David George Barnwell (58 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2019 | 08:00

LPGA: Ariya efst f. lokahring á HSBC mótinu

Mót vikunnar á LPGA er HSBC Women´s World Championship, sem fram fer í Singapore. Fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun er Ariya Jutanugarn, frá Thaílandi efst. Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari ( 68 71 66). Á hæla Ariyju er hin ástralska Minjee Lee, aðeins 1 höggi á eftir. Það stefnir því í einvígi milli Ariyu og Minjee. Til þess að sjá stöðuna á hSBC Women´s World Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2019 | 20:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst bestur 5 íslenskra kylfinga e. 1. dag á Lumine

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik í morgun á vetrarmótaröðinni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótið fer fram á sama stað og í síðustu viku eða á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Mótið ber heitið SGT Winter Series Lumine Lakes Open og stendur 1.-3. mars 2019. Íslensku kylfingarnir hafa spilað með eftirfarandi hætti á 1. hring: T-28 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, 1 undir pari, 71 högg. T-43 Haraldur Franklín Magnús, GR, par, 72 högg. T-58 Aron Bergsson, St. Jörgen Golf Club, 1 yfir pari, 73 högg. T-89 Andri Þór Björnsson, GR, 4 yfir pari, 76 högg T-100 Axel Bóasson, GK, 5 yfir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2019 | 19:00

LET: Valdís Þóra í 68. sæti e. 1. dag Canberra Classic

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET), sem fram fer dagana 1.-3. mars 2019 í Canberra í Ástralíu. Mótið ber heitið ActewAGL Canberra Classic og fer fram í Royal Canberra golfklúbbnum. Það er sameiginlegt verkefni sterkustu mótaraðar Evrópu (LET) og atvinnumótaraðarinnar í Ástralíu (ALPG). Valdís Þóra lék 1. hringinn í mótinu á 2 yfir pari, 73 höggum og er 68. sæti eftir 1. dag. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 3 skolla og einn skramba. Sjá má stöðuna í Canberra Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2019 | 17:00

LPGA: Wie dró sig úr HSBC vegna meiðsla

Michelle Wie er í enn eitt skiptið meidd. Og það aðeins eftir að hafa hafið golfmót í 2. skipti frá uppskurði í október. Wie spilaði fyrstu 14 holurnar í móti vikunnar á LPGA, HSBC Women’s World Championship, á 10 yfir pari, áður en hún dró sig úr mótinu, og bar fyrir sig að sig að hún væri með verk í hægri hendinni. Wie sneri aftur til keppni í síðustu viku en þá tók hún þátt í LPGA Thaíland og lauk keppni í 23. sæti. Wie var að verja eina titil sinn frá árinu 2018 er hún gekk af velli haldandi um hönd sér og úlnlið. Michelle Wie handarbraut sig og hlaut Lesa meira