Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-12 e. 1. dag á UNF Collegiate
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) eru við keppni á UNF Collegiate. Mótið fer fram í JGCC, í Flórída, dagana 4.-5. mars 2019 og lýkur því á morgun. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Eftir 1. dag er Ragnhildur búin að spila á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (75 70) og er T-12 í einstaklingskeppninni. Hún er á besta skori EKU. Lið Ragnhildar, EKU, er í 4. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á UNF Collegiate SMELLIÐ HÉR:
Breytingar á staðartíma gætu haft neikvæð áhrif f. kylfinga
Í forsætisráðuneytinu er nú til athugunar hvort gera eigi breytingar á staðartíma. Björn Víglundsson, formaður GR, segir í Mbl. í dag að þessar breytingar geti haft þau áhrif að sá tími sem unnt er að leika átján holur að loknum fullum vinnudegi styttist um tvær til þrjár vikur. Sjá má góða grein Mbl. um efnið með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Eva Karen Björnsdóttir – 4. mars 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Eva Karen Björnsdóttir. Eva Karen er fædd 4. mars 1998 og á því 21 árs afmæli í dag. Eva Karen er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Evu Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan Eva Karen Björnsdóttir (Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barton, f. 4. mars 1917 – d. 13. nóvember 1943; Sir Patrick Alfred Caldwell-Moore, f. 4. mars 1923 – d. 9. desember 2012; Judy Dickinson, 4. mars 1950 (fyrrum LPGA kylfingur – 69 ára); Peter Erling Jacobsen, 4. mars 1954 (65 ára); Brynjar Þórsson, Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Keith Mitchell?
Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka Keith Mitchell þegar hann sigraði nú um helgina á The Honda Classic: Dræver: Mizuno ST190 (9.5 °)l. Skaft: Project X HZRDUS T1100. Brautartré: Titleist 917F2 (16.5 °), Titleist TS2 (21°). Sköft: Mitsubishi Tensei CK Blue 90X sköft. Járn: Mizuno MP-18 (4-PW). Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100. Fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (50 og 54°), Titleist Vokey Proto 60V (59 °). Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400. Pútter: TaylorMade Spider X. Golfbolti: Titleist Pro V1. Grip: Golf Pride Green Victory Cord.
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Kim Kaufmann (48/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
LET: Anne Van Dam sigraði á Canberra Classic
Það var hollenski kylfingurinn Anne Van Dam sem sigraði á ActewAGL Canberra Classic. Sigurskor Van Dam var 17 undir pari, 196 högg (68 63 65). Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á Anne Van Dam, sem verið hefir að gera góða hluti nú að undanförnu, með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti heilum 3 höggum á eftir var Katja Pogacar frá Slóveníu. Í 3. sæti varð síðan fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna Jiyai Shin, enn öðru höggi á eftir þ.e. á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á ActewAGL Canberra Classic SMELLIÐ HÉR: Í aðalmyndaglugga: Anne Van Dam. Mynd: Bethan Cutler
PGA: Keith Mitchell sigraði á Honda Classic
Það var bandaríski kylfingurinn og nýliðinn Keith Mitchell, sem sigraði á The Honda Classic. Sigurskor Mitchell var samtals 9 undir pari, 271 högg (68 66 70 67). Mitchell er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Öðru sætinu deildu þeir Brooks Koepka og Rickie Fowler, 1 höggi á eftir þ.e. á samtals 8 undir pari, hvor. Mótið fór fram á Champions velli, PGA National Resort & Spa, dagana 28. febrúar – 3. mars 2019. Til þess að sjá lokastöðuna á The Honda Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings The Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: Schwartzel reifst v/dómarann vegna hægs leiks
Hægur leikur í golfi hefir mikið verið í fréttum á undanförnum misserum. Í þessari viku á Honda Classic þá var Masters meistarinn frá 2011, Charl Schwartzel langt frá því ánægður með að vera að tímaverðir PGA Tour settu holl hans á klukkuna, þ.á.m. dómarinn Andrew Miller, sem e.t.v. skýrir af hverju sumir dómarar eru tregir til þess að veita bestu atvinnukylfingunum víti vegna hægagangs í leik. Á Golf Channel sl. föstudag mátti sjá æstan Schwartzel rífast við Miller eftir 2. hring. Holl Schwartzel hafði þá nýlokið hring sínum. „Við sýnum ykkur Charl Schwartzel eiga í æst samtal við PGA Tour dómarann Andrew Miller,“ sagði fréttamaður Golf Channel, Dan Hicks. „Og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorvaldur Ingi Jónsson – 3. mars 2019
Afmæliskylfingar dagsins er Þorvaldur Ingi Jónsson. Þorvaldur Ingi er fæddur 3. mars 1958 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Þorvaldur Ingi Jónsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 99 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 76 ára í dag!!!); Keith Carlton Fergus 3. mars 1954 (65 ára); Beggi Og Pacas, 3. mars 1961 (58 ára); Hrafnhildur Birgisdóttir, 3. mars 1964 (55 ára); Sverrir Vorliði Sverrisson, 3. mars 1964 (55 ára); Noelle Daghe, 3. mars 1966 (53 ára afmæli – fyrrum LPGA kylfingur); Ólafur Darri Lesa meira
Evróputúrinn: Kitayama sigraði í Óman
Það var japanski kylfingurinn Kurt Kitayama sem sigraði á Oman Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð karla, sem fram fór á Al Mouj golfstaðnum í Oman, dagana 28. febrúar – 3. mars og lauk nú í dag. Sigurskor Kitayama var samtals 7 undir pari, 281 högg (66 74 71 70). Öðru sætinu deildu 4 kylfingar: Maximilian Kiefer frá Þýskalandi; Jorge Campillo frá Spáni; Clément Sordet frá Frakklandi og Fabrizio Zanotti frá Chile, allir 1 höggi á eftir Kitayama. Sjá má lokastöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Oman Open SMELLIÐ HÉR:










