LET: Valdís Þóra í 1. sæti e. 1. dag á NSW Open
Valdís Þóra Jónsdóttir lék stórkostlegt golf á fyrsta keppnisdeginum á Women’s NSW Open sem fram fer á Queanbeyan Golf Club rétt við höfuðborgina Canberra. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og ALPG / áströlsku LPGA mótaröðinni. LET Evrópumótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á -8 eða 63 höggum og er hún með þriggja högga forskot í fyrsta sæti mótsins. Skagakonan hóf leik á 9. teig og hún byrjaði með látum, fékk fugl á 9., 10., 12., og 13. Hún tapaði aðeins einu höggi á hringnum með skolla (+1) á 18. Á síðari 9 holunum hrökk Valdís Þóra heldur betur í gang, með Lesa meira
GSÍ: Gregor Brodie ráðinn afreksstjóri
„Mér er sýndur mikill heiður að fá tækifæri að takast á við þetta áhugaverða starf. Ég er gríðarlega spenntur að hefja þessa vegferð og byggja upp eitthvað sérstakt á komandi árum,“ segir Gregor Brodie nýr afreksstjóri Golfsambands Íslands. Gengið var frá ráðningu Brodie í gær og tekur hann við starfinu um miðjan mars 2019. Englendingurinn er 44 ára og er með mikla reynslu og menntun á mörgum sviðum golfíþróttarinnar. Mikill áhugi var á starfinu en um 40 aðilar sóttu um afreksstjórastöðuna, þar af bárust 32 umsóknir frá erlendum aðilum. Brodie tekur við af Jussi Pitkänen sem tók við sem afreksstjóri GSÍ í byrjun árs 2017. Pitkänen lét af störfum nýverið Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Kristín Dagný Magnúsdóttir og Ari Kristinn Jónsson ———— 6. mars 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ari Kristinn Jónsson og Kristín Dagný Magnúsdóttir. Bæði eru þau fædd í dag, 6. mars 1949 og eiga því bæði 70 ára merkisafmæli. Ari Kristinn er í Golfklúbbi Vestmannaeyja en Kristín Dagný, í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu Ara Kristins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ari Kristinn Jónsson – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Komast má á facebook síðu Kristín Dagnýjar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Kristín Dagný Magnúsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Sung Hyun Park nr. 1
Það er Sung Hyun Park frá S-Kóreu sem er ný kona á toppi Rolex-heimslistans, en hún veltir Ariyu Jutanugarn frá Thaílandi úr sessi. Annars er staða efstu 10 á Rolex-heimslistanum eftirfarandi: 1 SUNG HYUN PARK 6.74 stig 2 ARIYA JUTANUGARN 6.54 stig 3 MINJEE LEE 5.93 stig 4 SO YEON RYU 5.22 stig 5 INBEE PARK 4.88 stig 6 NASA HATAOKA 4.82 stig 7 LEXI THOMPSON 4.77 stig 8 JIN-YOUNG KO 4.43 stig 9 NELLY KORDA 4.42 stig 10 BROOKE M. HENDERSON 4.38 stig Það vekur athygli að meirihlutinn á topp-10 hjá konunum er frá Asíu, 2 frá Bandaríkjunum, 1 frá Kanada og 1 frá Ástralíu en ENGINN kven- kylfingur Lesa meira
Tiger ekki með á Arnold Palmer Inv.
Tiger Woods á enn við meiðsl að glíma…. þó hann telji að þessi muni ekki verða langvarandi. Þetta er verkur í hálsvöðvum, sem hann hefir þurft að glíma við nokkrar sl. vikur. Verkurinn hefir nú þó orðið til þess að hann hefir dregið sig úr Arnold Palmer Invitational (skammst. API) á Bay Hill, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Tiger fór á félagsmiðlana þar sem hann harmaði að geta ekki tekið þátt sbr.: “Unfortunately due to a neck strain that I’ve had for a few weeks, I’m forced to withdraw from the API. I’ve been receiving treatment, but it hasn’t improved enough to play. My lower back is fine, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnar og félagar luku keppni í 4. sæti í Shootout in San Antonio
Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley tóku þátt í Shootout in San Antonio í Texas, dagana 4.-5. mars. Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum. Arnar Geir spilaði á samtals 26 yfir pari, 170 höggum (84 86), sem er óvenju hátt skor fyrir Arnar Geir og endaði hann í 66. sæti í einstaklingskeppninni og á 4. besta skori í liði sínu. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley varð í 4. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Shootout in San Antonio SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 18. mars n.k. í Arkansas.
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur lauk keppni T-29 á UNF Collegiate
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) hafa lokið keppni á UNF Collegiate. Mótið fór fram í Jacksonville Golf og Country Club, í Flórída, dagana 4.-5. mars 2019 og lauk í dag. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Ragnhildur lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 70 79) og varð T-29 í einstaklingskeppninni. Hún var á 3. besta skori EKU. Lið Ragnhildar, EKU, lauk keppni T-8 i í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á UNF Collegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Ragnhildar og EKU er 17. mars n.k. í Tennessee.
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Sveinsson – 5. mars 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Sveinsson. Siggi Sveins er fæddur 5. mars 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Siggi Sveins er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Sigurði til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurður Sveinsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Earl Dennison Woods (pabbi Tiger f. 5. mars 1932 – d. 3. maí 2006); Dale Douglass Wewoka, 5. mars 1936 (83 ára); Mats Lanner, 5. mars 1961 (58 ára); Bíbí Ísabella Ólafsdóttir, 5. mars 1952 (67 ára); Tracy L. Kerdyk, 5. mars 1966 (53 árs); Bengt Lesa meira
Eiginmenn og kærastar sem semja við betri helminginn um að kaupa ekki golfútbúnað!!!
Svokallaðir hjónabands- og sambandssérfræðingar segja að lykillinn að hamingjuríku og heilbrigðu hjónabandi séu samskipti og málamiðlanir, en þegar kné á að fylgja kviði þá er raunveruleikinn oft annar og snýst um að vægja (þ.e. sá sem vitið hefir meira). Maður kýs sér þá slagi sem maður vill taka, stundum gefur maður eftir og frestar ákvarðantökur sem eru erfiðar … kannski málið leysist af sjálfu sér …. eða maður reynir að sættast. Það gerði Jeff Heuerman í Denver Broncos t.d. – hann skrifaði undir samning þar sem hann gengst undir að kaupa sér ekki dræver næstu 5 árin. – Sjá hér að neðan: Af sama meiði er t.d. samningur sem Lesa meira
11 ára strákur Markús Marelsson varð í 1. sæti á sterku unglingamóti í Portúgal!!!
GKG-ingurinn, Markús Marelsson, er aldeilis að standa sig vel. Hann er 11 ára metnaðarfullur kylfingur, meðlimur í GKG og klúbbmeistari U12. Núna sl. helgi, 2.-3. mars 2019, var hann að spila á portúgölsku unglingamótaröðinni í Algarve (Campeonato Nacional de Jovens), þar sem hann keppti við efnilegustu kylfinga Portúgals. Markús varð í 1. sæti í höggleik með forgjöf í flokki stráka undir 12 ára og í 2. sæti í höggleik!!! Hann spilaði keppnishringina tvo á +9 og +4 á Dom Pedro Pinjal vellinum í Vilamoura, sem er par-72 og 5206 m langur, á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (81 76). Fyrir mótið var Markús með 12,5 í forgjöf en lækkaði Lesa meira










