Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Ivan Cantero Gutierrez (18/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 12:00

Dan Jenkins golffréttaritari látinn

Dan Jenkins, golffréttaritari, sem skrifaði golffréttir allt frá tíma Ben Hogan til Tiger Woods og tjáði sig þar að auki oft um golf á Twitter er látinn, 89 ára að aldri.  Jenkins var fæddur 2. desember 1929 og lést í gær, 7. mars í heimabæ sínum Fort Worth. Jenkins hóf feril sinn á The Fort Worth Press og reis á stjörnuhiminn pressunar þegar hann starfaði fyrir Sports Illustrated. Hann ritaði auk þess nokkrar bækur, sem allar voru með söluhæstu bækur í sínum flokki þeirra á meðal: „Semi-Tough,“ „Baja Oklahoma“ og „Dead Solid Perfect.“ Dan Jenkins skrifaði auk þess greinar í Playboy og Golf Digest. Jenkins hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2011, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Becca Huffer (49/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 07:00

LET: Valdís Þóra enn í forystu í hálfleik NSW Open!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET heldur forystu sinni í NSW Open, móti vikunnar á sterkustu mótaröð í Evrópu, en mótið er samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra er með fullan spilarétt á báðum mótaröðum! … Eða eins og segir í grein á vefsíðu LET: „Valdis still the one in command“ (Lausleg þýðing: „Valdís enn sú sem er við stjórnvölinn„) … en sjá má greinina á vefsíðu LET með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra er að skrifa sig í íslensku golfsögubækurnar; því þetta er lægsta skor íslensks kvenkylfings á stórri mótaröð, 63 högg!!! Valdís Þóra er hins vegar ekki fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem verið hefir í forystu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 23:59

Symetra: Ólafía Þórunn á parinu e. 1. dag SKYiGOLF mótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf keppni í 2. deildinni í kvennagolfinu í Bandaríkjunum í dag, þ.e. Symetra mótaröðinni, sem líkt og LET Access í Evrópu er stökkbretti inn í 1. deildina, LET í Evrópu en LPGA í Bandaríkjunum, bestu kvenmótaraðir heims. Þannig hljóta 10 efstu á stigalista Symetra fullan spilarétt á LPGA í lok keppnistímabilsins. Mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í er SKYiGOLF mótið fer fram í North Port, Flórída og stendur 7.-10. mars 2019. Ólafía Þórunn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum og er T-32 eftir 1. dag. Efsta sætinu deila 3 bandarískir kylfingar sem allir lék á 5 undir pari, 67 höggum: Jessy Tang, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 23:30

PGA: Cabrera Bello efstur e. 1. dag Arnold Palmer Inv.

Það er Rafa Cabrera Bello, frá Kanaríeyjum, sem leiðir eftir 1. dag Arnold Palmer Invitational, sem er mót vikunnar á PGA Tour og stendur dagana 7.-10. mars 2019. Rafa lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er Keegan Bradley 2 höggum á eftir á 5 undir pari, 67 höggum og síðan deila 5 kylfingar 3. sætinu,. á 4 undir pari, 68 höggum, en það eru: Phil Mickelson, Bubba Watson, Graeme McDowell, Patrick Rodgers og Billy Horschel. Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 18:30

Evróputúrinn: Arnaus og Walters efstir í Qatar e. 1. dag

Það eru Spánverjinn Adri Arnaus og Justin Walters frá S-Afríku sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið stendur 7.-10. mars 2019 og fer fram í Doha GC í Doha, Qatar. Arnaus og Walters léku báðir á 5 undir pari, 67 höggum. Á hæla þeirra er hópur 7 kylfinga þ.á.m. Ryder Cup kylfingurinn fv. Nicholas Colsaerts frá Belgíu, sem allir spiluðu 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Qatar Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Adri Arnaus

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Cameron Tringale (30/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Einarsson Long – 7. mars 2019

Það er Þórir Einarsson Long, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 7. mars 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Þórir Einarsson Long – Innilega til hamingju með afmælið! F. 7. mars 1989 (30 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (81 árs); Elín Soffía Harðardóttir, 7. mars 1958 (61 árs); Tom Lehman, 7. mars 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (58 ára); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (57 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2019 | 12:00

Kærasta Jon Rahm m/fullkomið kast í bandaríska fótboltanum

Eiginkonur og kærustur atvinnukylfinganna á PGA Tour vekja oft athygli við hlið eiginmanna/kærasta sökum glæsileika eða einhverra hæfileika sem þær hafa. T.a.m. var fv. kærasta Tiger, Lindsey Vonn, einn besti skíðamaður Bandaríkjanna, sem m.a. keppti á Vetrarólympíuleikunum. Kærasta Jon Rahm, Kelley Cahill vakti nú á dögunum athygli á sér fyrir kast í bandaríska fótboltanum á NFL Scouting Combine í Indianapolis, þar sem leitað er að nýju hæfileikafólki í bandaríska fótboltanum. Cahill er þríþrautaríþróttakona úr Arizona State, sem einnig keppti í boxi, tennis og stangarstökki. Cahill átti hið fullkomna kast og stoltur Rahm birti myndskeið af kærustunni ásamt því sem hann skrifaði að það ætti að koma þeim á samning! Hér Lesa meira