Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Ivan Cantero Gutierrez (18/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Dan Jenkins golffréttaritari látinn
Dan Jenkins, golffréttaritari, sem skrifaði golffréttir allt frá tíma Ben Hogan til Tiger Woods og tjáði sig þar að auki oft um golf á Twitter er látinn, 89 ára að aldri. Jenkins var fæddur 2. desember 1929 og lést í gær, 7. mars í heimabæ sínum Fort Worth. Jenkins hóf feril sinn á The Fort Worth Press og reis á stjörnuhiminn pressunar þegar hann starfaði fyrir Sports Illustrated. Hann ritaði auk þess nokkrar bækur, sem allar voru með söluhæstu bækur í sínum flokki þeirra á meðal: „Semi-Tough,“ „Baja Oklahoma“ og „Dead Solid Perfect.“ Dan Jenkins skrifaði auk þess greinar í Playboy og Golf Digest. Jenkins hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2011, Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Becca Huffer (49/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
LET: Valdís Þóra enn í forystu í hálfleik NSW Open!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET heldur forystu sinni í NSW Open, móti vikunnar á sterkustu mótaröð í Evrópu, en mótið er samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra er með fullan spilarétt á báðum mótaröðum! … Eða eins og segir í grein á vefsíðu LET: „Valdis still the one in command“ (Lausleg þýðing: „Valdís enn sú sem er við stjórnvölinn„) … en sjá má greinina á vefsíðu LET með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra er að skrifa sig í íslensku golfsögubækurnar; því þetta er lægsta skor íslensks kvenkylfings á stórri mótaröð, 63 högg!!! Valdís Þóra er hins vegar ekki fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem verið hefir í forystu á Lesa meira
Symetra: Ólafía Þórunn á parinu e. 1. dag SKYiGOLF mótsins
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf keppni í 2. deildinni í kvennagolfinu í Bandaríkjunum í dag, þ.e. Symetra mótaröðinni, sem líkt og LET Access í Evrópu er stökkbretti inn í 1. deildina, LET í Evrópu en LPGA í Bandaríkjunum, bestu kvenmótaraðir heims. Þannig hljóta 10 efstu á stigalista Symetra fullan spilarétt á LPGA í lok keppnistímabilsins. Mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í er SKYiGOLF mótið fer fram í North Port, Flórída og stendur 7.-10. mars 2019. Ólafía Þórunn lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum og er T-32 eftir 1. dag. Efsta sætinu deila 3 bandarískir kylfingar sem allir lék á 5 undir pari, 67 höggum: Jessy Tang, Lesa meira
PGA: Cabrera Bello efstur e. 1. dag Arnold Palmer Inv.
Það er Rafa Cabrera Bello, frá Kanaríeyjum, sem leiðir eftir 1. dag Arnold Palmer Invitational, sem er mót vikunnar á PGA Tour og stendur dagana 7.-10. mars 2019. Rafa lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er Keegan Bradley 2 höggum á eftir á 5 undir pari, 67 höggum og síðan deila 5 kylfingar 3. sætinu,. á 4 undir pari, 68 höggum, en það eru: Phil Mickelson, Bubba Watson, Graeme McDowell, Patrick Rodgers og Billy Horschel. Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Arnaus og Walters efstir í Qatar e. 1. dag
Það eru Spánverjinn Adri Arnaus og Justin Walters frá S-Afríku sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á Commercial Bank Qatar Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið stendur 7.-10. mars 2019 og fer fram í Doha GC í Doha, Qatar. Arnaus og Walters léku báðir á 5 undir pari, 67 höggum. Á hæla þeirra er hópur 7 kylfinga þ.á.m. Ryder Cup kylfingurinn fv. Nicholas Colsaerts frá Belgíu, sem allir spiluðu 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Qatar Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: Í aðalmyndaglugga: Adri Arnaus
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Cameron Tringale (30/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Einarsson Long – 7. mars 2019
Það er Þórir Einarsson Long, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 7. mars 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Þórir Einarsson Long – Innilega til hamingju með afmælið! F. 7. mars 1989 (30 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (81 árs); Elín Soffía Harðardóttir, 7. mars 1958 (61 árs); Tom Lehman, 7. mars 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (58 ára); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (57 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 Lesa meira
Kærasta Jon Rahm m/fullkomið kast í bandaríska fótboltanum
Eiginkonur og kærustur atvinnukylfinganna á PGA Tour vekja oft athygli við hlið eiginmanna/kærasta sökum glæsileika eða einhverra hæfileika sem þær hafa. T.a.m. var fv. kærasta Tiger, Lindsey Vonn, einn besti skíðamaður Bandaríkjanna, sem m.a. keppti á Vetrarólympíuleikunum. Kærasta Jon Rahm, Kelley Cahill vakti nú á dögunum athygli á sér fyrir kast í bandaríska fótboltanum á NFL Scouting Combine í Indianapolis, þar sem leitað er að nýju hæfileikafólki í bandaríska fótboltanum. Cahill er þríþrautaríþróttakona úr Arizona State, sem einnig keppti í boxi, tennis og stangarstökki. Cahill átti hið fullkomna kast og stoltur Rahm birti myndskeið af kærustunni ásamt því sem hann skrifaði að það ætti að koma þeim á samning! Hér Lesa meira










