Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2019 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar sigruðu í 2. skiptið í röð!!!

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS sem nú er við nám í Missouri Valley College og spilar golf með háskólaliði sínu Missouri Valley tók sl. 2 daga þátt í háskólamótinu MVC Spring Invite. Þátttakendur í mótinu voru 38 frá 7 háskólum. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley sigraði í liðakeppninni og er þetta 2. sigurinn á skömmum tíma hjá liðinu, reyndar 2. sigurinn í röð!!! Arnar Geir varð í 9. sæti í einstaklingskeppninni, með skor upp á 2 yfir pari, 146 högg (75 71) og var á 3. besta skorinu í liði sínu!!! Sjá má lokastöðuna á MVC Spring Invite með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Arnars Geirs og félaga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli & Kent State luku keppni í 5. sæti

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tólu þátt í mótinu Hootie at Bulls Bay, sem fram fór í Awendaw, S-Karólínu  24.-26. mars 2019 og lauk í gær. Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Gísli lauk keppni T-29 á samtals sléttu pari 216 höggum (69 71 76). Bjarki átti ekki sitt besta mót lauk keppni T-69 á samtals 227 höggum (75 72 80). Kent State, lið Bjarka og Gísla varð í 5. sæti í liðakeppninni. Næsta mót hjá þeim Bjarka, Gísla og Kent State fer fram dagana 6.-7. apríl nk. í Texas.  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 17:15

Ólafur Björn verður aðstoðarmaður afreksstjóra GSÍ

Golfsamband Íslands hefur komist að samkomulagi við Ólaf Björn Loftsson þess efnis að hann verði aðstoðarmaður afreksstjóra GSÍ. Eins og fram hefur komið tók Gregor Brodie við starfi afreksstjóra GSÍ nýverið. Ólafur B. Loftsson hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur er framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og vera nemandi í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri að keppa á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar luku keppni í 6. sæti í Flórída

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany tóku þátt í Babs Steffens Invitational. Mótið fór fram dagana 24.-25. mars 2019 og lauk í gær, á Hills vellinum á LPGA International á Daytona Beach, í Flórída. Þátttakendur voru 71 frá 12 háskólum. Helga Kristín lauk keppni T-44 í einstaklingskeppninni á skori upp á 25 yfir pari, 241 höggi (81 80 80). Lið Helgu Kristínar lauk keppni fyrir miðju skortöflunnar í liðakeppninni þ.e. varð í 6. sæti og gerði því góða ferð til Flórída! Sjá má lokastöðuna á Babs Steffens Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er 31. mars n.k. í Stockbridge, Georgíu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2019

Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 120 ár frá fæðingardegi hennar og 35 ár frá dánardægri hennar. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Niklas Lemke (21/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 11:45

Pollyanna Woodward eiginkona Paul Casey

Paul Casey náði að verja titil sinn á Valspar Championship og verjast áhlaupum frá Dustin Johnson, Jason Kokrak og Louis Oosthuizen á lokahringnum og vann þar með 3. PGA Tour titil sinn. Casey fór síðan heim sigurvegari til eiginkonu sinnar Pollyönnu Woodward og tveggja barna þeirra. Woodward og Casey kynntust 2011 og giftu sig 4 árum síðar. Woodward er með eigin þátt í bresku sjónvarpi og er módel og best þekkt fyrir hlutverk sitt í The Gadget Show. Þar áður var hún í raunveruleikaþætti sem nefndist Popstars. Woodward var einnig ein af þeim sem kepptu til úrslita um titilinn Miss England 2001.  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 09:00

Garrigus vikið af PGA Tour í 3 mánuði e. fall á lyfjaprófi

Robert Garrigus var vikið af PGA Tour í 3 mánuði sl. föstudag vegna þess að hann féll á lyfjaprófi. Garrigus sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann staðfesti að efnið sem fundist hefði í sér í prófinu hefði verið marijuana. „Fyrst, vil ég biðja fjölskyldu mína, styrktaraðila og félaga mína á PGA Tour afsökunar fyrir brot mitt,“ skrifaði Garirgus. „Í annan stað vil ég biðja áhangendur mína afsökunar, en margir þeirra hafa stutt mig allan feril minn, allt í gegnum baráttu mína við fíknina til draumsins um að spila á PGA Tour. Ég biðst einlæglega afsökunar og vona að ég geti bætt öllum upp það sem gerðist með betri hegðun í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: Elvira truflaður af þrumu

Á Maybank Championship móti s.l. viku á Evróputúrnum sigraði Ástralinn Scott Hend, eftir bráðabana við spænska kylfinginn Nacho Elvira, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið. Atvinnumenn í golfi eru sérlega viðkvæmir fyrir hvers kyns hljóðum, þegar þeir eru að slá. Óteljandi dæmi eru um kylfinga sem hafa fyrtst við þegar ljósmyndarar hafa verið að smella mynd af þeim þegar þeir eru að slá eða við það að slá. Hvað þá þegar menn standa frammi fyrir því að sigra í fyrsta stórmóti sínu, eins og Nacho Elvira á Maybank. Sjá má svo greinilega að hann hrekkur í kút þegar hávær þruma heyrist þegar hann slær 3. högg sitt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðni Oddur Jónsson –– 25. mars 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðni Oddur Jónsson. Guðni Oddur Jónsson er fæddur 25. mars 1989 og á því 30 ára afmæli í dag. Guðni Oddur er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Guðna Odd með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu Guðna Odds til þess að óska honum til hamingju með 30 ára stórafmælið hér að neðan Guðni Oddur Jónsson – Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!!! Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Guðrúnu Brá til Lesa meira