Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 5. sæti á sterku móti e. 1. dag!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Colonel Classic sem fram fer í Arlington í Richmond, Kentucky, dagana 29.-30. mars 2019. Þátttakendur eru 81 frá 13 háskólum. Eftir 1. dag hefir Ragnhildur náð þeim glæsilega árangri að vera í 5. sæti í einstaklingskeppninni fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Ragnhildur hefir spilað fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70). Aðeins 3 höggum munar á Ragnhildi og þeirri sem er í efsta sæti!!! EKU, lið Ragnhildar er í 1. sæti í liðakeppninni og Ragnhildur á 2. besta skorinu í sínu liði! Fylgjast má með gengi Ragnhildar og félaga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 23:30

Heimsmótið í holukeppni: Úrslit í 3. umferð

Þriðja umferð var spiluð í dag í heimsmótinu í holukeppni. Eftir þá umferð liggur fyrir hverjir komast í 16 manna úrslitin, en þeir eru eftirfarandi (nafn kylfings feitletrað eftir númer riðils): Riðill 1:   Branden Grace Grace sigraði í viðureign sinni við Chez Revie  2&1 og vann því allar 3 viðureignir sínar og á því skilið að vera kominn í hóp 16 bestu!!! Hideki Matsuyama vann Dustin Johnson 4&2. Lokastaðan í 1. riðli: 1. Branden Grace 3 stig 2. Hideki Matsuyama 1 1/2 stig 3. Dustin Johnson 1 stig 4. Chez Revie 1/2 stig. Riðill 2:  Justin Rose Justin Rose vann viðureign sína við Gary Woodland 1&0 Emiliano Grillo vann Eddie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 23:00

Symetra: Ólafía Þórunn T-67 e. 1. dag IOA mótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í IOA Championship presented by Morongo Casino Resort & Spa, en mótið er hluti af Symetra mótaröðinni. Þátttakendur eru 144 og Ólafía Þórunn er fyrir miðju skortöflunnar T-67 eftir 1. hring. Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 3 fugla og 5 skolla. Í efsta sæti er bandaríski kylfingurinn August Kim, en hún lék 1. hring á 6 undir pari 66 höggum. Sjá má stöðuna á IOA meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 22:30

LPGA: Park og Suwannapura efstar í hálfleik Kia Classic

Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu og Thidapa Suwannapura frá Thaílandi eru efstar og jafnar á móti vikunnar á LPGA, Kia Classic. Báðar hafa þær spilað á 10 undir pari, 134 höggum (68 66). Þriðja sætinu deila þær Chella Choi og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, báðar 1 höggi á eftir þ.e. á samtals 9 undir pari. Athygli vekur að í 3 af 4 efstu sætinum í mótinu eru kylfingar frá S-Kóreu! Reyndar eru allir 4 efstu kylfingarnir frá Asíu það er ekki fyrr en í 5. sæti sem finnast kylfingar frá öðrum heimsálfum, þ.e. Minjee Lee frá Ástralíu og Marijo Uribe frá Kólombíu deila 5. sætinu. Mótið fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Toggi Bjöss ——– 29. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Toggi Bjöss, en hann er fæddur 29. mars 1944 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!!  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Toggi Bjöss – Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Sue Fogleman, 29. mars 1956 (63 ára) spilaði á LPGA; Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (58 ára); Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (57 ára); Lori Atsedes, 29. mars 1964 (55 ára); Ingimar Kr Jónsson, 29. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 13:00

Evróputúrinn: Suri efstur í hálfleik Hero Indian Open

Það er bandaríski kylfingurinn Julian Suri sem er efstur á móti vikunnar á Evróputúrnum, Hero Indian Open, sem fram fer á DLF G&CC í Nýju-Dehli, Indlandi, dagana 28.-31. mars 2019. Völlurinn, sem er afar glæsilegur er hannaður af Gary Player. Suri hefir spilað á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Sjá má stöðuna á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. dags á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: 3 íslenskir kylfingar hefja leik í dag

Íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu eru fjölmargir og nokkrir þeirra hefja leik í dag í mótum víðsvegar um Bandaríkin. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Colonel Classic sem fram fer í Arlington í Richmond, Kentucky. Fylgjast má með gengi Ragnhildar og félaga með því að SMELLA HÉR:  Vikar Jónasson, GK, hefur leik í FAU Spring Break Classic, sem fram fer í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton, Flórída. Vikar keppir sem einstaklingur að þessu sinni. Fylgjast má með gengi Vikars með því að SMELLA HÉR:  Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley hefja leik í Purgatory Intercollegiate, sem fram fer í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2019 | 23:59

Heimsmótið í holukeppni: Staðan e. 2. umferð

Heimsmótið í holukeppni (ens. World Golf Championships Dell-Technologies Match Play) fer fram 27. mars – 1. apríl 2019 í Austin Country Club, í Austin, Texas. Tvær umferðir hafa verið spilaðar af þremur.  64 af bestu kylfingum heims, sem skipt hefir verið í 16 riðla, spila fyrst holukeppni í 3 umferðir og að þeim loknum halda 16 efstu í hverjum riðli áfram. Sjá má úrslitin í fyrstu tveimur umferðunum með því að SMELLA HÉR:   …. og þeirri 3. þegar leikar hefjast á morgun. Riðlarnir og efstu menn í þeim eru eftirfarandi eftir 2 umferðir: 1. riðill 1 Branden Grace 2 stig – hefir unnið bæði Hideki Matsuyama 4&3 (1. umferð) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Svansson – 28. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Svansson. Arnar er fæddur 28. mars 1977 og á því 42 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Svansson (Innilega til hamingju með 42 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Jónas Þórir Þórisson, 28. mars 1956 (63 ára); Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (47 ára); Axel Óli Ægisson, 28. mars 1976 (43 ára); Liebelei Elena Lawerence, 28. mars 1986 (33 ára); Scott Langley, 28. mars 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) Golf 1 óskar öllum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Eysteinn Marvinsson – 27. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Eysteinn Marvinsson. Eysteinn er fæddur 27. mars 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Eysteins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Eysteinn Marvinsson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: June Beebe Atwood, f. 27. mars 1913 – d. 10. nóvember 2003; Steinunn Jónsdóttir, 27. mars 1951 (68 ára); Ricardo Mario Villalobos, 27. mars 1968 (51 árs);  Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (47 ára); David Dixon, 27. mars 1977 (42 ára); rússneski kylfingurinn María Verchenova, 27. mars 1986 (33 ára) …… og …… Dansinn Lengi Lifi 27. Lesa meira