Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni í 7. sæti í Indiana!!!

Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS og félagar hans í Missouri Valley tóku þátt í Purgatory Intercollegiate, sem fram fór dagana 29.-30. mars sl. í Purgatory, Nobleville, Indiana. Þátttakendur voru 97 frá 17 háskólum. Arnar Geir lék á 70 höggum og landaði 7. sætinu í einstaklingskeppninni, en svo virðist sem aðeins hafi verið spilaður 1 hringur þó mótið hafi verið auglýst sem tveggja daga mót! Lið Missouri Valley varð í 3. sæti – en í tveimur síðustu keppnum þar áður hafði Missouri Valley staðið uppi sem sigurvegari. Sannarlega glæsilegur árangur þetta hjá Arnari Geir og félögum hans í Missouri Valley. Til þess að sjá lokastöðuna á Purgatory Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 09:59

Symetra: Ólafía lauk keppni í 65. sæti á IOA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í IOA Championship presented by Morongo Casino Resort & Spa, en mótið var hluti af Symetra mótaröðinni og fór fram dagana 29.-31. mars 2019. Þátttakendur voru 144 og Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurð, sem var glæsilegt!!! Skor hennar eftir 3 keppnishring var 17 yfir pari, 233 högg (74 73 86). Það sem olli óvanalegu júmbóskori hennar var lokahringurinn upp á 14 yfir pari, 86 högg – sem skipti ekki máli því þá var Ólafía Þórunn komin í gegnum niðurskurð en átti engan sjéns á sigri. Sigurvegari í mótinu varð bandaríski kylfingurinn Jillian Hollis, en hún lék á samtals 4 undir pari, 212 höggum (71 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 09:00

Kisner heimsmeistari í holukeppni 2019!!!

Bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner sigraði landa sinn Matt Kuchar í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn í holukeppni. Lokastaðan í viðureign þeirra var 3&2. Kisner hafði þar áður unnið ítalska undrið, Francesco Molinari 1&0 í undanúrslitunum. Molinari vann síðan Danann Lucas Bjerregaard, sem e.t.v. er sá kylfingur sem komið hefir einna mest á óvart í heimsmótinu. Lokastaðan í leik þeirra um 3. sætið var 4&2 Francesco Molinari í vil, sem hampaði 3. sætinu. Sjá má öll úrslit í 16 manna úrslitunum, fjórðungsúrslitunum, undanúrslitunum og úrslitaleiknum með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2019 | 17:00

„Að segja að Trump svindli er eins og að segja að Michael Phelps syndi!“

„Að segja að (Donald) Trump svindli er eins og að segja að Michael Phelps syndi!“ Þetta segir fyrrum íþróttafréttapenni Sports Illustrated Rick Reilly, sem hefir látið fara frá sér bók, sem ber titilinn: „Commander in Cheat: How Golf Explains Trump“. Trump Bandaríkjaforseti sést oft á golfvöllum, með golfbíla fulla af öryggisvörðum og hann á 14 golfklúbba – þ.á.m. hinn fræga Trump Turnberry í Skotlandi. „En ef þið væruð að spila golf við Trump, þá varið ykkur,“ segir Reilly í bók sinni. „Hann svindlar á hæsta stigi. Hann svindlar þegar fólk fylgist með og hann svindlar þegar það fylgist ekki með“ segir hann í nýjustu bók sinni, sem kom út nú í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sigurbjörn Pétursson – 31. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sigurbjörn Pétursson. Benedikt Sigurbjörn er fæddur 31. mars 1954 og á því 65 stórafmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbi Hólmavíkur og kvæntur Signýju. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Facebook síðu Benedikts Sigurbjarnar hér: Benedikt Sigurbjörn Pétursson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (88 ára); Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, GK, 31. mars 1951 (68 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (52 ára); Wade Ormsby, 31. mars 1980 (39 ára); Gunnar Þór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2019 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur lauk keppni T-2 á Colonel Classic!!! EKU sigraði liðakeppnina!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Colonel Classic háskólamótinu, sem fram fór í Arlington í Richmond, Kentucky, dagana 29.-30. mars 2019 og lauk í gær Þátttakendur voru 81 frá 13 háskólum. Ragnhildur náð þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu í einstaklingskeppninni, sem hún deildi ásamt 3 öðrum kylfingum, sem allar spiluðu keppnishringina 3 á parinu. Nánar tiltekið spilaði Ragnhildur á samtals 216 höggum (73 70 73). EKU, lið Ragnhildar sigraði í liðakeppninni, sem er stórglæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna á Colonel Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Ragnhildar og félaga í EKU er 5.-6. apríl í Kentucky.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2019 | 11:00

Evróputúrinn: Gallacher sigraði á Hero Indian Open!

Það var skoski kylfingurinn Stephen Gallacher sem stóð uppi sem sigurvegari á Hero Indian Open. Sigurskor hans var 9 undir pari, 279 högg (67 74 67 71). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Gallacher var japanski kylfingurinn Masahiro Kawamura. Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:  Sjá má hápunkta lokahrings Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (13)

Hér kemur enn einn laugardagsbrandari: Jói kemur með vin sinn í golf til hinna tveggja sem hann spilar venjulega með. Vinir Jóa spyrja hann hvort nýi gaurinn geti eitthvað í golfi? Jói svarar: „Hann er mjög góður.“ Nýi gaurinn slær fyrsta teighögg sitt í runna og vinirnir horfa forviða á Jóa og segja síðan: „Þú sagðir að vinur þinn væri góður kylfingur?“ Jói segir: „Fylgist bara með honum.“ Næst þegar nýi gaurinn slær nær hann boltanum úr runnanum með 1 höggi beint á flöt, þar sem hann tekur tvö pútt og nær auðveldu pari. Önnur holan er par-3 hola og sá nýi setur boltann beint í tjörnina. Vinirnir tveir líta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Húbertsson og Ólafur Hreinn Jóhannesson – 30. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 76 ára merkisafmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hinn afmæliskylfingurinn er Ólafur Hreinn Jóhannesson. Hann er fæddur 30. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Ólafur Hreinn Jóhannesson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (61 árs); Jenny Lidback, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2019 | 09:00

Heimsmótið í holukeppni: Hverjir mætast í 16 manna úrslitum?

Það voru 5 kylfingar sem sigruðu alla leiki sína í fyrstu 3 umferðunum á heimsmótinu í holukeppni, en það voru Branden Grace,  Rory McIlroy,  Marc Leishman, Francesco Molinari, Henrik Stenson 5 kylfingar voru með 2 1/2 stig: Justin Rose, Lucas Bjerregaard, Matt Kuchar, Tyrrell Hatton, Paul Casey   og síðan voru þeir sem rétt sluppu upp úr sínum riðli í 16 manna úrslitin en það voru eftirfarandi 6 kylfingar:  HaoTong Lee, Louis Oosthuizen, Kevin Kisner, Tiger Woods, Kevin Na og Sergio Garcia. Hér á eftir má sjá hverjir mætast í 16 manna úrslitum:         Spá Golf 1 hver muni sigra í viðureignunum: 1 Louis Oosthuizen og Marc Lesa meira