Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar luku keppni í 13. sæti í Georgía
Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe tók þátt í John Kirk Panther Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í Eagle’s Landing Country Club, í Stockbridge, Georgia, dagana 31. mars til 2. apríl og lauk nú fyrir skemmstu. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Eva Karen lauk keppni í einstaklingskeppninni fyrir miðju á skortöflunni þ.e. T-44 á skori upp á 23 yfir pari, 239 höggum (78 81 80). ULM varð í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á John Kirk Panther mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Evu Karenar og ULM er 5. apríl n.k. í Kentucky.
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2019
Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Kisner?
Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka heimsmeistarans í holukeppni, Kevin Kisner: Dræver:Callaway Epic Flash Sub Zero, 8.5° (Aldila NV 2KXV Green 65TX) Brautartré:Callaway Rogue Sub Zero, 15° (Aldila NV 2KXV Green 75TX) Blendingur:Callaway Apex, 18° (Matrix Ozik Altus Hybrid) Járn:Callaway Apex Pro 16 (4-9), (Nippon NS Pro Modus 3 120 TX sköft) Fleygjárn:Titleist Vokey Design SM7 (46, 52°) SM6 (58°) (Nippon WV 125 X sköft) Pútter: Odyssey White Hot Pro #7 Bolti: Titleist Pro V1.
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur lauk keppni T-14 á Hayt Inv.!!! Glæsilegt!!!
Hlynur Bergsson og félagar í Meangreens, háskólaliði North Texas University tóku þátt í Hayt Invitational, sem fram fór dagana 30. mars – 1. apríl 2019 sl. í Sawgrass CC á Ponte Vedra Beach, í Flórída. Þátttakendur voru 88 frá 15 háskólum. Hlynur náði þeim glæsilega árangri að verða T-14 og er þetta í fyrsta sinn sem hann er meðal efstu 15 í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu!!! Glæsilegur árangur á stóru og sterku móti!!! Skor Hlyns var 5 yfir pari, 221 högg (76 70 75) og var hann á 2. besta skorinu í liði sínu! Lið Hlyns, North Texas, varð T-11 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Hayt Invitational með því Lesa meira
Kántrísöngstjarna deilir sögu um Mickelson úr brúðkaupi Spieth
Kántrísöngstjarnan Jake Owen hefir sterk tengsl við golfið. Áður en hann varð heimsfrægur fyrir söng sinn var Owen á góðri leið með að verða atvinnukylfingur. Owen lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Florida State, líkt og aðrar golfstjörnur hafa gert, menn á borð við Paul Azinger, Brooks Koepka og Daniel Berger áður en slys sem hann varð fyrir breytti áformum hans. Owen er fastagestur í Pro-Am mótum og stundum fær hann að leika með stóru strákunum s.s. á síðasta ári á móti Web.com Tour: Nashville Golf Open Benefitting the Snedeker Foundation … þar sem hann var 31 högg frá því að komast gegnum niðurskurð. Owen á góða vini sem eru atvinnukylfingar, m.a. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-27 f. lokahringinn á John Kirk Panther Intercollegiate
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany taka þátt í John Kirk Panther Intercollegiate, sem fram fer dagana 31. mars – 2. apríl þ.e. mótinu lýkur í dag. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum. Helga Kristín er búin að spila á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (75 78). Hún er T-27 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag. Fylgjast má með gengi Helgu Kristínar með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Vikar lauk keppni T-48 í Flórída
Vikar Jónasson, GK, keppti sem einstaklingur í FAU Spring Break Classic, sem fram fór í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton, Flórída. Skor Vikars var 5 yfir pari, 221 högg (75 74 72). Hann lauk keppni T-48. Sjá má lokastöðuna í FAU Spring Break Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Vikars og the Salukis er 8.-9. apríl í Missouri.
PGA: McDowell sigraði í Punta Cana
Graeme McDowell vann sinn fyrsta sigur í 3 ár á móti vikunnar á PGA Tour, Corales Puntacana Resort & Club Championship, sem haldið var samhliða heimsmótinu í holukeppni. Mótið fór fram 28.-31. mars 2019 á Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu. Sigurskor McDowell var 18 undir pari, 270 högg (73 64 64 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru þeir MacKenzie Hughes frá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Chris Stroud. Til þess að sjá lokastöðuna Corales Puntacana meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: Verðlaunafé í mótinu skiptist með eftirfarandi hætti: 1 Graeme McDowell, -18, $540,000 T-2: Mackenzie Hughes, -17, $264,000 T-2: Chris Stroud, -17, $264,000 4: Jonathan Byrd, -16, $144,000 T-5: Kelly Kraft, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helgi Snær er sérlega snjall púttari og hefir margoft sigrað í púttmótum t.a.m. í Áramótagleði Hraunkots 31. janúar 2017. Hann sigraði í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 19-21 árs sama ár. Komast má á facebook síðu Helga Snæs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Snær Björgvinsson – Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007; Dan Lesa meira
LPGA: Hataoka sigraði á KIA Classic
Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, sem sigraði á KIA Classic, sem venju skv. fór fram í Carlsbad í Kaliforníu. Sigurskor Hataoku var 18 undir pari, 270 högg (69 – 70 – 64 – 67). Sigur Hataoku var sannfærandi en hún átti heil 3 högg á þær 5 sem deildu 2. sætinu, en þeirra á meðal var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og landa hennar Sung Hyun, auk enn annarar frá S-Kóreu Jin Young Ko, Danielle Kang frá Bandaríkjunum og hinnar spænsku Azahara Muñoz, sem allar spiluðu á samtals 15 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á KIA Classic 2019 með því að SMELLA HÉR:










