Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar luku keppni í 13. sæti í Georgía

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe tók þátt í John Kirk Panther Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í Eagle’s Landing Country Club, í Stockbridge, Georgia, dagana 31. mars til 2. apríl og lauk nú fyrir skemmstu. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Eva Karen lauk keppni í einstaklingskeppninni fyrir miðju á skortöflunni þ.e. T-44 á skori upp á 23 yfir pari, 239 höggum (78 81 80). ULM varð í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á John Kirk Panther mótinu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Evu Karenar og ULM er 5. apríl n.k. í Kentucky.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2019

Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 15:00

Hvað var í sigurpoka Kisner?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka heimsmeistarans í holukeppni, Kevin Kisner: Dræver:Callaway Epic Flash Sub Zero, 8.5° (Aldila NV 2KXV Green 65TX) Brautartré:Callaway Rogue Sub Zero, 15° (Aldila NV 2KXV Green 75TX) Blendingur:Callaway Apex, 18° (Matrix Ozik Altus Hybrid) Járn:Callaway Apex Pro 16 (4-9), (Nippon NS Pro Modus 3 120 TX sköft) Fleygjárn:Titleist Vokey Design SM7 (46, 52°) SM6 (58°) (Nippon WV 125 X sköft) Pútter: Odyssey White Hot Pro #7 Bolti: Titleist Pro V1.  

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur lauk keppni T-14 á Hayt Inv.!!! Glæsilegt!!!

Hlynur Bergsson og félagar í Meangreens, háskólaliði North Texas University tóku þátt í Hayt Invitational, sem fram fór dagana 30. mars – 1. apríl 2019 sl.  í Sawgrass CC á Ponte Vedra Beach, í Flórída. Þátttakendur voru 88 frá 15 háskólum. Hlynur náði þeim glæsilega árangri að verða T-14 og er þetta í fyrsta sinn sem hann er meðal efstu 15 í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu!!! Glæsilegur árangur á stóru og sterku móti!!! Skor Hlyns var 5 yfir pari, 221 högg (76 70 75) og var hann á 2. besta skorinu í liði sínu! Lið Hlyns, North Texas, varð T-11 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Hayt Invitational með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 12:00

Kántrísöngstjarna deilir sögu um Mickelson úr brúðkaupi Spieth

Kántrísöngstjarnan Jake Owen hefir sterk tengsl við golfið. Áður en hann varð heimsfrægur fyrir söng sinn var Owen á góðri leið með að verða atvinnukylfingur. Owen lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Florida State, líkt og aðrar golfstjörnur hafa gert, menn á borð við Paul Azinger, Brooks Koepka og Daniel Berger áður en slys sem hann varð fyrir breytti áformum hans. Owen er fastagestur í Pro-Am mótum og stundum fær hann að leika með stóru strákunum s.s. á síðasta ári á móti Web.com Tour: Nashville Golf Open Benefitting the Snedeker Foundation … þar sem hann var 31 högg frá því að komast gegnum niðurskurð. Owen á góða vini sem eru atvinnukylfingar, m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-27 f. lokahringinn á John Kirk Panther Intercollegiate

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany taka þátt í John Kirk Panther Intercollegiate, sem fram fer dagana 31. mars – 2. apríl þ.e. mótinu lýkur í dag. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum. Helga Kristín er búin að spila á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (75 78). Hún er T-27 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag. Fylgjast má með gengi Helgu Kristínar með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Vikar lauk keppni T-48 í Flórída

Vikar Jónasson, GK, keppti sem einstaklingur í FAU Spring Break Classic, sem fram fór í Osprey Point golfklúbbnum í Boca Raton, Flórída. Skor Vikars var 5 yfir pari, 221 högg (75 74 72). Hann lauk keppni T-48. Sjá má lokastöðuna í FAU Spring Break Classic með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Vikars og the Salukis er 8.-9. apríl í Missouri.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 18:00

PGA: McDowell sigraði í Punta Cana

Graeme McDowell vann sinn fyrsta sigur í 3 ár á móti vikunnar á PGA Tour, Corales Puntacana Resort & Club Championship, sem haldið var samhliða heimsmótinu í holukeppni. Mótið fór fram 28.-31. mars 2019 á Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu. Sigurskor McDowell var 18 undir pari, 270 högg (73 64 64 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru þeir MacKenzie Hughes frá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Chris Stroud. Til þess að sjá lokastöðuna Corales Puntacana meistaramótinu SMELLIÐ HÉR:  Verðlaunafé í mótinu skiptist með eftirfarandi hætti: 1 Graeme McDowell, -18, $540,000 T-2: Mackenzie Hughes, -17, $264,000 T-2: Chris Stroud, -17, $264,000 4: Jonathan Byrd, -16, $144,000 T-5: Kelly Kraft, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helgi Snær er sérlega snjall púttari og hefir margoft sigrað í púttmótum t.a.m.  í Áramótagleði Hraunkots 31. janúar 2017.  Hann sigraði  í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í flokki 19-21 árs sama ár. Komast má á facebook síðu Helga Snæs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Helgi Snær Björgvinsson – Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007; Dan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 11:30

LPGA: Hataoka sigraði á KIA Classic

Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, sem sigraði á KIA Classic, sem venju skv. fór fram í Carlsbad í Kaliforníu. Sigurskor Hataoku var 18 undir pari, 270 högg (69 – 70 – 64 – 67). Sigur Hataoku var sannfærandi en hún átti heil 3 högg á þær 5 sem deildu 2. sætinu, en þeirra á meðal var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og landa hennar Sung Hyun, auk enn annarar frá S-Kóreu Jin Young Ko, Danielle Kang frá Bandaríkjunum og hinnar spænsku Azahara Muñoz, sem allar spiluðu á samtals 15 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á KIA Classic 2019 með því að SMELLA HÉR: