Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Bernd Ritthammer (22/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Westy hæðist að því að Kisner skuli ekki hafa verið með með í bandaríska Ryder liðinu!
Nú eru 6 mánuðir síðan að evrópska Ryder bikars liðið vann lið Bandríkjanna á Le Golf National í París. Varafyrirliði Evrópu, Lee Westwood (Westy) notaði tækifærið til að snúa hnífnum í sári Bandaríkjamanna með því að velta þeim upp úr því að hafa ekki valið Kevin Kisner í lið Bandaríkjanna. Westy gekk sjálfum ekkert sérlega vel í heimsmótinu í holukeppniog datt úr eftir leikina 3 í undanriðilinum. En hann gat ekki orða bundist eftir frábæran hring Kisner, þar sem Kisner vann HaoTong Li frá Kína auðveldlega 6&5, en Kínverjinn er mjög góður holukeppnismaður! Westwood fór á félagsmiðlana og skrifaði: “Kevin Kisner appears to be a very good match play Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Stephan Jäger (36/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar luku keppni í 4. sæti í Georgia!!!
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany tóku þátt í John Kirk Panther Intercollegiate, sem fram fór dagana 31. mars – 2. apríl og lauk í gær. Mótsstaður var Eagle´s Landing CC í Stockbridge, Georgía. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Helga Kristín lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (75 78 82). Hún lauk keppni T-32 í einstaklingskeppninni og var á 4. besta skorinu í liði sínu Lið Helgu Kristínar, Albany, varð í 4. sæti í liðakeppninni!!! Sjá má lokastöðuna á John Kirk Panther Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Aðalmyndagluggi: Helga Kristín og liðsfélagar í Albany. Helga Kristín er í fremri röð lengst til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Alexander Pétur Kristjánsson. Mynd: Í einkaeigu F. 3. apríl 1997 (22 ára) – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. (f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970); Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, (f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004); Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar urðu í 1. sæti á UNI Women´s Inv.!!!!
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake sigruðu á UNI Women´s Invitational, sem fram fór dagana 30.-31. mars s.l. Þátttakendur voru 32 frá 4 háskólum. Mótið fór fram á Pheasant Ridge golfvellinum, í Cedar Falls, Iowa. Sigurlaug Rún lék á samtals 158 höggum (83 75) og varð T-11 í einstaklingskeppninni!!! Til þess að sjá lokastöðuna á UNI Women´s Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og félaga er 8. apríl n.k. í Missouri. Aðalmyndagluggi: Sigurlið Drake, Sigurlaug Rún 3. f.v.
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn lauk keppni T-12 og Gunnar T-28 í Missouri
Birgir Björn Magnússon, GK og Gunnar Guðmundsson, GKG og lið þeirra Bethany Swedes, í Kansas tóku þátt í William Woods Spring Invite, sem fram fór dagana 1.-2. apríl 2019 og lauk í gær. Mótsstaður var Tanglewood golfvöllurinn í Fulton, Missouri og voru þátttakendur 52 frá 8 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (71 75), en Gunnar á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76) Bethany Swedes urðu í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á William Woods Spring Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Birgis Björns, Gunnars og félaga er 15. apríl n.k. í Kansas. Í aðalmyndaglugga: Birgir Björn 1. f.v. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni T-38 í S-Karólínu!!!
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Wofford Invitational í Spartansburg, Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum. Tumi spilaði á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (74 73 76) og varð T-38 í einstaklingskeppninni, sem er ágætisárangur!!! Tumi var á 2. besta skori WCU. WCU hafnaði í 16. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Wofford Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og félaga er 5. apríl n.k.
Kærasta Lucas Bjerregaard – Henriette Friis
Daninn Lucas Bjerregaard var sá kylfingur, sem kom einna mest á óvart á síðasta heimsmóti í holukeppni eða WGC-Dell Technologies Match Play Championship, eins og það heitir upp á ensku. Bjerregaard, 27 ára. vann Justin Thomas og Matt Wallace og náði hálfu stigi gegn Keegan Bradley í undanriðlinum, þar sem spilaðar voru 3 umferðir og komst þannig í 16 manna úrslitin, þar sem hann vann bæði Henrik Stenson og Tiger Woods og náði að komast í undanúrslitin, þar sem hann lauk keppni í 4. sæti. Glæsilegur árangur hjá óþekktu nafni meðal allra stórstjarna golfsins!!! Hvað er það sem veldur velgengni Lucas Bjerregaard? Sumir segja að almennt sé gott heimilislíf grunnurinn að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar stóð sig vel í Jerry Weeks holukeppninni
Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns, tóku þátt í Jerry Weeks Match Play, sem fram fór í Hattiesburg CC, í Hattiesburg, Mississippi, 1. apríl sl. Mótið var einskonar upphitun fyrir næsta mót The Raging Cajuns, Old Waverly Collegiate Championship sem fram fer 15.-16. apríl n.k. í Old Waverly golfklúbbnum í Mississippi. Í undanúrslitum vann lið South Alabama the Ragin Cajuns 3&2 en í þessari viðureign háskólaliðinna var Björn annar af tveimur í liði The Ragin Cajuns sem vann sína viðureign. Í leik um 3. sætið sem The Ragin Cajuns unnu 3&2 náði Björn Óskar síðan í 1/2 stig fyrir lið sitt. Flottur árangur Lesa meira










