LET Access: Guðrún Brá rétt f. neðan niðurskurðarlínu e. 1. dag Terre Blanche mótsins!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, hóf leik i gær, föstudaginn 5. apríl 2019, á Terre Blanche mótinu í Frakklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Guðrún Brá hóf leik kl. 14:28 á 10. teig á hinum glæsilega keppnisvelli Terre Blance í gær og lauk 1. hring á 75 höggum. Hún fékk 3 fugla, 3 skolla en því miður líka einn þrefaldan skolla. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brár á skortöflu með því að SMELLA HÉR: en 2. hringur er þegar hafinn. LET Access mótaröðin heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þesu ári. Keppnisdagskrá mótaraðarinnar hefur aldrei verið Lesa meira
LPGA: In Kyung Kim efst í hálfleik ANA Inspiration
Það er suður-kóreanski kylfingurinn In Kyung Kim, sem er efst í hálfleik á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Kim hefir spilað á samtals 8 undir pari,136 höggum (71 65). Í 2. sæti er Katherine Kirk, 3 höggum á eftir Kim. Til þess að sjá stöðuna á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR:
PGA: Kim með ás og leiðir á Valero Texas Open í hálfleik!!!
Si Woo Kim frá S-Kóreu fékk ás á 1. hring Valero Texas Open og leiðir einnig eftir 2. dag mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Si Woo Kim hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Sjá má hápunkta í leik Si Woo Kim, m.a. ás sem hann fékk á 16. holu 2. hring með því að SMELLA HÉR: Hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar deila 2. sætinu, 4 höggum á eftir Kim, á samtals 8 undir pari, hver, en þeirra á meðal er m.a. Jordan Spieth. Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar í 15. sæti e. 1. dag Clemson Inv.
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) taka þátt í Clemson Invitational. Mótið, sem er 3. daga fer fram í The Cliffs at Keowee Falls, í Salem, S-Karólínu. Tumi er T-62 í einstaklingskeppninni eftir 1. dag; búinn að spila á 5 yfir pari, 77 höggum. WCU er í 15. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með Tuma og félögum í WCU SMELLIÐ HÉR: Aðalmyndagluggi: Lið Tuma Hrafns í bandaríska háskólagolfinu, WCU, Tumi Hrafn er 3. f.h.
Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar í 4. sæti e. fyrri dag Murray State Inv.
Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í ULM eru í 4. sæti eftir 1. dag Murray State Jane Weaver Invitational, sem fram fer í Murray, Kentucky dagana 5.-6. apríl 2019. Þátttakendur eru 98 frá 15 háskólum. Eva Karen er búin að spila á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (77 79) og er T-46. Lið ULM er í 4. sæti í liðakeppninni! Í mótinu er líka Ragnhildur Kristinsdóttir og eru eflaust fagnaðarfundir með þeim GR-ingum í Kentucky!!! Fylgjast má með Evu Karenu og félögum í Kentucky með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur & félagar í 2. sæti e. 1. dag Jane Weaver Inv.!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Murray State Jane Weaver Invitational. Mótið sem stendur 5.-6. apríl 2019 á Miller Memorial golfvellinum í Murray, Kentucky er fremur stórt 98 þátttakendur frá 15 háskólum. Eftir fyrri dag er Ragnhildur búin að spila á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (75 77) og er á 3. besta skorinu í liði sínu!!! Ragnhildur er sem stendur T-21 í einstaklingskeppninni en EKU í 2. sæti í liðakeppninni. Þess mætti geta að liðsfélagi Ragnhildar, Elsa Moberly er efst í mótinu eftir fyrri dag þess. Glæsilegur árangur hjá EKU!!! Fylgjast má með gengi Ragnhildar og félaga á Murray State Jane Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Morten Geir Ottesen – 5. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Morten Geir Ottesen, GHG. Morten Geir er fæddur 5. apríl 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Morten Geir er kvæntur Kolbrúnu Bjarnadóttur. Komast má á Facebook síðu Morten Geirs til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Morten Geir Ottesen (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lady Margaret Rachel Scott, f. 5. april 1874 – d. 27. janúar 1938); John F. „Johnny” Revolta f. 5. apríl 1911 – d. 3. mars 1991; Bob Burns, 5. apríl 1968 (51 árs); Halldór X Halldórsson, 5. apríl 1976 (43 ára); Henrik Stenson, 5. apríl 1976 (43 Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Romain Langasque (23/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2018
Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson. Jórunn Pála Jónasdóttir er fædd 4. apríl 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Jórunn Pála er lögmaður hjá Réttur – Aðalsteinsson & Partners og nam m.a. lögfræði við háskólann í Vín, Austurríki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jórunni Pálu til hamingju með afmælið hér að neðan: Jórunn Pála Jónasdóttir – 30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Unnar Ingimundur er fæddur 4. apríl 1967 og á því 52 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu Lesa meira
Wie gerir sig klára f. 1. risamót ársins með nýja púttstöðu og grip
Michelle Wie hefir verið frá vegna meiðsla í hendi – Sjá eldri grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Hún ætlar sér hins vegar að taka þátt í 1. risamóti ársins hjá konunum, ANA Inspiration. Michelle hefir undirgengist skurðaðgerð á hægri hendi og hefir verið með verki í hendinni sl. 5 vikur. Hún sást hins vegar við æfingar í Palm Springs þar sem hún sýndi nýjan púttstíl sem þjálfari hennar, David Leadbetter, lýsti sem “a legal anchor.” á ensku. Wie hefir löngum púttað með svokölluðum „kústskaftspútter“ þ.e. löngum pútter, þar sem skaftið læsist eins og akkeri undir hendina. Slíkir pútterar eru nú ólöglegir. En nýi pútter og púttstaða Lesa meira










