Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Jeff Winther (24/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni í 14. sæti í Augusta

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í Georgia State tóku þátt í Augusta Haskins Award Invitational, sem fram fór 6.-7. apríl sl. í Forest Hills golfklúbbnum, í Augusta, Georgia, skammt frá það sem The Masters risamótið fer fram nú í vikunni. Egill Ragnar lauk keppni T-59; var á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (75 72 76). Hann var á 2. besta skori í liði Georgia State. Lið Georgia State varð í 14. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Augusta Haskins Award Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Egils Ragnars og félagar er í Alabama 15. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 10:00

LPGA: Ko sigraði á ANA Inspiration

Það var Jin Young Ko frá S-Kóreu, sem sigraði á 1. risamóti ársins í kvennagolfinu, ANA Inspiration. Sigurskor Ko var 10 undir pari, 278 högg (69 – 71 – 68 – 70). Í 2. sæti varð landa hennar Mi Hyang Lee, 3 höggum á eftir á samtals 7 undir pari, 281 höggi (70 – 73 – 68 – 70). Í 3. sæti á samtals 6 undir pari, 282 höggum (69 – 72 – 74 – 67) varð síðan Lexi Thompson. Til þess að sjá lokastöðuna á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar í ULM luku keppni í 4. sæti í Kentucky

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í ULM tóku þátt í  Murray State Jane Weaver Invitational, sem fram fór í Murray, Kentucky dagana 5.-6. apríl 2019. Þátttakendur voru 98 frá 15 háskólum. Eva Karen lék á samtals 25 yfir pari, 241 höggi (77 79 85) og lauk keppni T-66 í einstaklingskeppninni. Lið ULM varð í 4. sæti í liðakeppninni! Sjá má lokastöðuna Murray State Jane Weaver Invitational á  SMELLA HÉR: Næsta mót Evu Karenar og félaga í ULM er LPGA Invitational á Daytona Beach, Flórída 14.-17. apríl n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 07:00

PGA: Conners sigraði á Valero

Það var kanadíski kylfingurinn Corey Conners, sem sigraði á Valero Texas Open. Sigurskor Conners var 20 undir pari, 268 högg (69 67 66 66). Í 2. sæti varð gamla brýnið Charley Hoffman, 2 höggum á eftir Conners. Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi lauk keppni T-58 á Clemson Inv.

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Clemson Invitational. Mótið, sem er 3. daga fór fram í The Cliffs at Keowee Falls, í Salem, S-Karólínu, dagana 5.-7. apríl s.l. Tumi lauk keppni T-58 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (77 70 78 ). WCU lauk keppni í 15. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Clemson Invitational með því að  SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og WCU er 15. apríl n.k. Aðalmyndagluggi: Lið Tuma Hrafns í bandaríska háskólagolfinu, WCU, Tumi Hrafn er 3. f.h.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og félagar í EKU sigruðu á Jane Weaver Inv.!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Murray State Jane Weaver Invitational. Mótið stóð 5.-6. apríl 2019 og fór fram á Miller Memorial golfvellinum í Murray, Kentucky. Þátttakendur voru 98 frá 15 háskólum. Ragnhildur varð T-11 í einstaklingskeppninni, á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (75 77 73) og var á 3. besta skorinu í liði sínu!!! EKU sigraði í liðakeppninni og liðsfélagi Ragnhildar, Elsa Moberly varð efst í liðakeppninni á 5 undir pari!!! Glæsilegur árangur hjá EKU!!! Sjá má lokastöðuna áMurray State Jane Weaver Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Ragnhildar og félaga í EKU er 15. apríl n.k. í Ohio. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2019 | 21:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá úr leik á Terre Blanche

Berglind Björnsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK,  tóku þátt Terre Blanche Ladies Open mótinu, sem er mót vikunnar á LET Access. Mótið fór fram 5.-7. apríl 2019 í Terre Blanche í Frakklandi. Berglind og Guðrún Brá komust ekki í gegnum niðurskurð. Sigurvegari í mótinu varð Sarah Schober frá Austurríki eftir bráðabana við Hayley Davies frá Englandi. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Teitsson – 7. apríl 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Þórhallur Teitsson, en hann er fæddur 7. apríl 1949 og því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Þórhalls til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Þórhallur Teitsson – Innilega til hamingju með 70 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Einar Jóhann Herbertsson, 7. apríl 1954 (65 ára); Donna White, 7. apríl 1954 (65 ára); Gail Lee Hirata, 7. apríl 1956 (63 ára); Helen Wadsworth, 7. apríl 1964 (55 ára); Joe Durant, 7. apríl 1964 (55 ára); Suzanne Pettersen, 7. apríl 1981 (38 ára); Robert Streb, 7. apríl 1987 (32 ára);  Borja Echart, 7. apríl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (14)

Bob was trying desperately to get in 18 on a soon-to-be stormy day. He was playing the round of his life, but as the weather grew worse, his swing on the 15th tee was awkward, resulting in a hooked drive into the trees. His lie was a good one, but right next to a tree. He quickly approached his ball, set himself up, and right as he took the club to the top, lightning struck down from the sky catching his steel-shafted 5-iron. His friends hurried over to see that there was a large crater in the ground and no site of Bob or his clubs. He was gone. When Lesa meira