Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2019 | 08:00

Gleðilega páska 2019!

Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 7 1/2 ár og á þeim tíma hafa tæp 21.000 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, þ.e. golffréttir á ensku, þýsku og íslensku. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Gleðilega páska!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (16)

Kylfingur slær bolta í gjá. Golffélagarnir heyra smellinn frá kylfu slá í kúlu 3 sinnum og síðan flýgur boltinn út. Golffélagarnir spyrja: „Hvað tókstu mörg högg þarna?“ Kylfingurinn svarar: „Þrjú“ En einn golffélaganna segir: „Ég heyrði þig slá 7 sinnum.“ Kylfingurinn: „Já hitt var bergmálið af hinum 3!!!!!“

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karlotta Einarsdóttir – 20. apríl 2019

Það er Karlotta Einarsdóttir, margfaldur klúbbmeistari NK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Karlotta er fædd 20. apríl 1984 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Hún hefir orðið klúbbmeistari kvenna í Nesklúbbnum í alls 15 skipti (2000-2002; 2004-2012 og 2016-2018) og langoftast allra kvenna í Nesklúbbnum. Síðasta klúbbmeistaratitil sinn vann hún ofrísk komin 5 mánuði á leið. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Karlotta klúbbmeistari kvenna í NK 2018 og mörg undanfarin ár! Til hamingju!!! F. 20. apríl 1984 (35 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Magnússon – 19. apríl 2019

Það er Elías Magnússon, sem er afmæliskylfingur dagsins. Elías er fæddur 19. apríl 1939 og á því 80 ára merkisafmæli í dag! Mörgum er Elías að góðu kunnur því hann starfar sem ræsir hjá Golfklúbbnum Keili og er þar að auki stórgóður kylfingur. Komast má á síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Elías Magnússon (80 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Páll Sævar Guðjónsson, 19. apríl 1970 (49 ára); Valtýr Auðbergsson, 19. apríl 1976 (43 ára); Matteo Manassero, 19. apríl 1993 (26 ára); Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun, 19. apríl 1994 (25 ára STÓRAFMÆLI) …. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2019 | 09:00

GS: Dagur og Theodór Emil á besta skorinu á Opna Páskamótinu!

Opna Páskamót Golfklúbbs Suðurnesja (GS) fór fram í gær, Skírdag, 18. apríl 2019. Það voru 100 manns sem luku keppni, þar af 12 kvenkylfingar og af þeim stóð Sigríður Erlingsdóttir, GS sig best. Á besta skorinu í mótinu voru GM-ingarnir Dagur Ebenezerson,  og Theodór Emil Karlsson, en báðir léku Leiruna á 1 yfir pari, 73 höggum. Í punktakeppninni sigraði Gísli Vilhjálmur Konráðsson, GKG, en hann var með 41 punkt!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Opna Páskamóti GS SMELLIÐ HÉR:  Aðalmyndagluggi: Dagur Ebenezerson, GM. Mynd: Golf 1

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga & félagar luku keppni í 8. sæti á MWC Championship!

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State tóku þátt í Mountain West Conference Championship (MWC Championship). Mótið fór fram á hinum sögufræga Dinah Shore Tournament velli í Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage, Kaliforníu, dagana 15.-17. apríl sl. Saga lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (83 80 75) og var á  2.-3. besta skorinu í liði sínu, lauk keppni T-29. Lið Colorado State varð í 8. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Mountain West Conference Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Þórey Petra. Þórey er fædd 18. apríl 1997 og á því 22 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Þóreyjar Petru hér að neðan Þórey Petra 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (64 árs, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (63 ára – var á PGA); Jóhanna Þorleifsdóttir , GKS, 18. apríl 1961 (58 ára); Ian Doig, 18. apríl 1961 (57 ára, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (58 ára); Ragnar Ólafsson, f. 18. apríl 1976 (43 ára) …. og ….. List Án Landa-mæra Listahátíð, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 14:00

Stungið upp í þá sem ekki trúðu á Tiger

Sigur Tiger Woods á 83. Masters mótinu hafði mikla þýðingu fyrir margt fólk, en það er hægt að skipta því (fólkinu) í tvennt: þá sem trúðu á Tiger og þá sem gerðu það ekki. Sl. 11 ár hafa fjölmiðlagúrúar, sérfræðingar og aðrir sjálfskipaðir golfsérfræðingar haft frjálsar hendur til þess að fella dóm yfir Tiger, en nú þegar Tiger sigrar í 5. sinn á Masters þá hafa þeir sem trúðu á Tiger rifnað úr monti og slegið um sig með frösum á borð við  „sagði ég ekki?“ og haft gaman að fara  yfir ýmislegt miður skemmtilegt sem sagt hefir verið um Tiger. Hér má sjá nokkur dæmi: 1 Brandel Chamblee er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 12:00

Af hverju Tiger tuggði tyggigúmmí á leið sinni að 15. risatitlinum?

Það hafa verið margar skondnar fyrirsagnar og líklegast milljón ólíkar, sem skrifaðar hafa verið um 15. risatitilssigur Tiger á Masters í sl. viku. Einn ein af þeim frumlegri er framangreind, en athugulir golfáhugamenn sáu Tiger tyggja tyggigúmmí á Masters og þá er næst að spyrja, af hverju? Phil Mickelson komst í fréttirnar fyrir skemmstu vegna þess að hann tuggði tyggigúmmí. Í viðtali við New York Times sagði hann að það að tyggja örvaði heilabörkinn (þ.e. það svæði heilans, sem hefir með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera og stjórnar hegðun með tilvísun í dómgreind og forsjálni). Í rannsókn frá 2011 sem gerð var af sálfræðingum við St. Lawrence University kom Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill & félagar urðu í 13. sæti í Shoal Creek

Egill Ragnar Gunnarsson og félagar í Georgia State tóku þátt í Shoal Creek Invitational mótinu. Mótið fór fram í í Shoal Creek CC, í Shoal Creek, Birmingham, Alabama dagana 15.-16. apríl s.l. Egill Ragnar var á 4. besta skori liðsins á samtals 233 höggum (78 73 82). Georgia State varð í 13. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Egils Ragnars og félaga er 21. apríl n.k. á The Raven á Miramar Beach í Flórída.