Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
Kanadíska golfdísin Brooke Henderson vann 8. LPGA sigur sinn nú um páskahelgina, þ.e. LOTTE Championship, sem venju skv. fór fram á Hawaii. Þetta var jafnframt 13. sigur hinnar 21 árs Henderson, sem atvinnukylfings! Eftirfarandi verkfæri voru í golfpoka Brooke Henderson þegar hún sigraði á LOTTE meistaramótinu: Dræver: Ping G400 (9° stillt 8) Skaft: Graphite Design Tour AD-VR 5X, 48″ 3-tré: Ping G400 Stretch (13° stillt á 12.4) Skaft: Ping Alta CB X, 45″ Brautartré: Ping G400 (17.5 ° á 18) Skaft: Graphite Design Tour AD TP6X Blendingur: Ping G400 (22° á 22.75) Skaft: Fujikura Pro 73 R, 41.5″ Járn: Ping i210 (5-UW) (lega 2.25° flat, UW 1/2″ styttri en standard) Sköft: Nippon Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes T-27 e. 1. dag Southland Conf. Championship
Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F. Austin State University taka þátt í Southland Conference Championship. Mótið fer fram dagana 22.-24. apríl 2019 í Stonebridge Ranch CC í McKinney, Texas. Á 1. degi mótsins lék Jóhannes á 8 yfir pari, 80 höggum og er á 3. besta skori liðsfélaga sinna og T-27 í einstaklingskeppninni. Lið Jóhannesar, Stephen F. Austin State University er T-7 í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Jóhannesar og félaga með því að SMELLA HÉR:
Hjón skíra barnið sitt Tiger e. 5. Masters sigur hans
Golfaðdáendur um allan heim, sem jafnframt eru verðandi foreldrar hafa líklega á einhverjum tímapunkti gælt við þá hugmynd að nefna barn sitt eftir uppáhalds íþróttamanni sínum. Hjón frá Texas, Trey og Denise Little ætla virkilega að fylgja því eftir, eftir sigur Tiger á Masters. Skv. grein í New York Post – Sjá með því að SMELLA HÉR: – gerðu hjónakornin með sér samning um að ef Tiger ynni á Masters 2019 þá myndu þau skíra son sinn Tiger. „Þetta allt byrjaði næstum eins og brandari og síðan snerist það í eitthvað virkilega raunverulegt, virkilega fljótt,“ sagði Trey í viðtali við The Post. „Við vildum bæði einstakt nafn og ég hef Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi á besta skori WCU f. lokahring SoCon meistaramótsins
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University taka þátt í SoCon Championship, sem fram fer á Pinehurst nr.9 í Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 40 frá 8 háskólum. Tumi er á besta skori WCU, er T-15 í mótinu á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (76 72). Farið er fögrum orðum um busann Kúld á heimasíðu WCU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Lið WCU er í 8. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á SoCon Championship með því að SMELLA HÉR: Lokahringurinn verður spilaður í kvöld. Í aðalmyndaglugga: Tumi Hrafn Kúld. Mynd: WCU
Afmæliskylfingur dagsins: Jóna Bjarnadóttir – 22. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Jóna Bjarnadóttir. Hún er fædd 22. apríl 1951 og er því 68 ára. Jóna er í Golfklúbbnum á Vatnsleysuströnd (GVS). Hún er gift og á 3 börn: Bjarna Þór, Láru Þyrí og Hrafnhildi. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jónu til hamingju hér fyrir neðan: Jóna Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Deane R. Beman 22. apríl 1938 (81 árs); Anna Lárusdóttir, 22. apríl 1958 (61 árs); Eric Allen Axley, 22. apríl 1974 (45 ára) …. og ….. Valmar Väljaots Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
LPGA: Henderson sigraði á LOTTE!!!
Kanadíski kylfingurinn, Brooke Henderson, sigraði á LOTTE Championship, sem fram fór í Ko Olina, í Oahu, Hawaii, dagana 17.-20. apríl 2019. Sigurskor Henderson var 16 undir pari, 272 högg (65 – 68 – 69 – 70). Þetta var sannfærandi sigur því Henderson átti heil 4 högg á næsta keppanda, Eun-Hee Ji, frá S-Kóreu, sem varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan þær Minjee Lee frá Ástralíu og Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, báðar á 11 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Pan sigraði á RBC Heritage!
Það var CT Pan (m.ö.o.Pan Cheng-tsung) frá Taiwan, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, RBC Heritage. Pan lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (71 65 69 67). Pan, sem e.t.v. er ekki sá þekktasti á PGA Tour, er fæddur 12. nóvember 1991 og því 27 ára. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & Albany MAAC meistarar!!! Helga Kristín í 2. sæti!!!
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í liði Albany háskóla sigruðu á MAAC meistaramótinu, 2. árið í röð. Mótið fór fram á Disney Magnola golfvellinum við Lake Buena Vista í Flórída, dagana 18.-20. apríl og lauk í því gær. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Helga Kristín varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 78 74). Stórglæsilegt hjá Helgu Kristínu!!! Foreldrar og aðstandendur liðsfélaganna í Albany voru langt að komnir til þess að fylgjast með Albany og var Helga Kristín þar engin undan- tekning. Sjá má lokastöðuna á MAAC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Sigurvegararnir Helga Kristín og félagar í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lúðvík Geirsson – 21. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Lúðvík Geirsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann er fæddur 21. apríl 1959 og því 60 ára merkisafmæli í dag. Lúðvík er í Golfklúbbnum Keili og hefir spilað golf frá því hann var smástrákur. Sem strákur átti hann (og á eflaust enn) fínt golfsett, sem heill hópur af frábærum kylfingum naut góðs af þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í golfinu, m.a Þórdís Geirs, margfaldur Íslandsmeistari, systir hans, sem laumaðist í settið hjá eldri bróður sínum, þegar hún var að byrja. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og á 3 syni: Lárus, f. 1984, Brynjar Hans f. 1989 og Guðlaug Bjarka f. 1996, en síðastnefndi sonur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki & Kent State urðu í 11. sæti á Kepler Intercoll.
Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og félagar í Kent State tóku þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 19.-20. apríl sl. á Scarlet velli Ohio State University. Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum. Gísli lauk keppni T-30 á 7 yfir pari, 149 höggum (76 73). Gísli var jafnframt á besta skorinu í liði Kent State. Flott hjá Gísla!!! Bjarki lauk keppni T-33 á 8 yfir pari, 150 höggum (76 74). Sjá má lokastöðuna í Robert Kepler Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Bjarka, Gísla & félaga er MAC meistaramótið sem fram fer 26.-29. apríl n.k.










