GSE: Hreinsunardagur 1. maí 2019
Ella Reynis skrifaði gott fréttabréf fyrir vikunar 29. apríl – 5. maí fyrir Golfklúbb Setbergs (GSE), sem birtist á facebook síðu GSE. Í fréttabréfinu kom m.a. eftirfarandi fram: Í dag, miðvikudaginn 1. maí var hreinsunardagur á Setbergsvelli. Vinnan hófst klukkan 11:00 og var unnið til klukkan 13:00. Eftir vinnuna var opnað inn á sumarflatir og var ræst út af öllum teigum samtímis. Þeir sem tóku þátt í vinnunni gengu fyrir. Helstu verkefni á hreinsunardegi voru að: • Tína rusl. • Laga göngustíga. • Jafna sand í glompum. • Mála hæla og fleira. Boðið var upp á pylsur og gos að vinnu lokinni. Tvö öflug hreinsunarholl voru við vinnu á Setbergsvelli Lesa meira
584 kylfingar keppa í 7 mótum 1. maí 2019!
Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 8 mánuðir til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist. 1. maí brosir við landsmönnum hér fyrir sunnan með sólskini og 10-12° hita og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag. Það eru a.m.k. 584 kylfingar, þar af 96 kvenkylfingar (16,5%), sem munu munda kylfuna í eftirfarandi 7 mótum í dag: 01.05.19 GS 1. maí mót GS Punktakeppni 1 Almennt 01.05.19 GHR 1. MAÍ-MÓT GHR OG SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Höggleikur með og án forgjafar 1 Almennt 01.05.19 GR Opnunarmót Korpu 2019 Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 01.05.19 GÞ Black sand open Almennt 1 Lesa meira
Tiger sendi krabbameinssjúkum vini vinar síns vídeókveðju
Vinur Tiger Woods, Harold Varner III, bað Tiger fyrir Masters risamótið að gleðja annan vin sinn, David Meggs, með vídeókveðju. David Meggs er með ristilkrabbamein. Tímasetningin hvenær vídeóið var gert er ansi sérstök – því Tiger vann í því miðvikudaginn fyrir Masters risamótið, þegar maður skyldi halda að hann ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir átökin á Augusta National. Í vídeóskilaboðum Tiger bað hann fyrrum Wake Forest kylfinginn (sem var í sama háskóla og frænka hans Cheyenne og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir) að halda baráttunni áfram og gefa aldrei upp vonina. „Ég sendi þau (skilaðboðin) til hans (Meggs) og hann sendi frábært svar tilbaka,“ sagði Varner þriðjudaginn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Daði Laxdal Gautason – 30. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Daði Laxdal Gautason. Daði, sem er í NK er fæddur 30. apríl 1994 og á því 25 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Daði Laxdal Gautason – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ingvar Hólm Traustason 30. apríl 1954 (65 ára); Elín Guðmundsdóttir , 30. apríl 1958 (61 árs); Voga Handverk (58 ára); Lopapeysur Og Ullarvörur (39 ára); Sophia Sheridan, 30. apríl 1984 (35 ára) Sjá eldri afmælisgrein um Sheridan með því að SMELLA HÉR: ; Ólöf Agnes Arnardóttir, GO, 30 Lesa meira
Mickelson svarar gríni Bubba Watson
Phil Mickelson er aftur meðal keppenda á Wells Fargo Championship, í fyrsta sinn frá Masters risamótinu, fyrr í þessum mánuði. Það að Phil snýr aftur á PGA Tour hefir leitt til aukinnar færslna hans á félagsmiðlum, en þar hefir hann verið undir góðlátlegum árásum frá margföldum sigurvegara Masters, Bubba Watson að undanförnu. Það var því komið að Phil að svara í sömu mynt. Bubba sagði að sigur Tiger Woods hefði veitt honum innblástur til þess að fara í ræktina og vinna í sjálfum sér, en ekki þessar æfingar fyrir kálfana, sem Phil hefir orðið frægur fyrir á sl. vikum. Fræg er mynd, sem birtist af kálfum Phil og má sjá hana Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar í 5. sæti e. 1. dag HAAC Championship
Arnar Geir Hjartarson, GSS og félagar í Missouri Valley taka nú þátt í Men´s Heart Championship (HAAC Championship). Mótið fer fram dagana 29. apríl – 1. maí í Sunrise Beach, Missouri. Þátttakendur eru 44 frá 9 háskólum. Eftir 1. dag er lið Missouri Valley fyrir miðju skortöflunnar þ.e. í 5. sæti, en Arnar Geir spilaði 1. hring á 10 yfir pari, 82 höggum og er T-25 í einstaklingskeppninni. Sjá má stöðuna á HAAC Championship með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-9 e. 1. dag KCAC Conf. Championship
Birgir Björn Magnússon, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes taka þátt í KCAC Conference Championship. Mótið fer fram á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City í Kansas, stendur 29.-30. apríl 2019 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 47 frá 9 háskólum. Birgir Björn lék fyrstu tvo hringina í mótinu á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (81 73). Birgir Björn er á 2.-3. besta skori í liði sínu sem stendur. Sjá má stöðuna á KCAC Conference Championship með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli & félagar T-1 á MAC Championship – Gísli í 2. sæti!!!
Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í liði Kent State tóku þátt í Mid American Conference Championship, sem fram fór 27.-28. apríl sl. og lauk í gær. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Gísli náði þeim frábæra árangri að landa 2. sætinu í einstaklingskeppninni, með tvo glæsihringi upp á 71 högg samtals 2 undir pari, 142 högg!!!! Gísli varð á besta skorinu í liði Kent State. Bjarki varð T-9 og á 3.-4. besta skorinu, en hann lék hringina tvo á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (78 70) og varð T-9. Lið Kent State deildi sigrinum með liði Eastern Michigan og bæði lið fá að taka þátt í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni í 8. sæti á Sun Belt Conf. Championship!!!
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í liði Georgia State tóku þátt í Sun Belt Conference Championship, sem fram fór 21. – 23. apríl sl. Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum. Egill Ragnar lauk keppi T-33 á 2 yfir pari, 215 höggum (70 73 72). Egill Ragnar var á 3.-4. besta skorinu í sínu liði!!! Lið Egils Ragnars, Georgia State varð í 8. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Conference Championship SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Max Homa (38/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira










