Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar spila í Auburn svæðismótinu
Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany munu taka þátt í Auburn Regional of the NCAA Tournament í Opelika, Alabama. Þetta er 2. árið í röð sem Albany tekur þátt í svæðismótinu og alls í 3 sinn í sögu skólans sem Albany keppir á mótinu. Albany liðið tók í fyrsta sinn þátt í svæðismótinu árið 2015. Þátttökurétt nú í ár öðlaðist Albany eftir að hafa sigrað í Metro Atlantic Athletic Conference Championship, í Lake Buena Vista í Flórída – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Svæðismótið í Auburn er 54 holu mót og fer fram í Saugahatchee Country Club dagana 6.-8. maí 2019.
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar sigruðu á Men´s Heart Championship!!!
Arnar Geir Hjartarson, margfaldur klúbbmeistari GSS og félagar í Missouri Valley sigruðu á Men´s Heart Championship (HAAC Championship)!!! Mótið fór fram dagana 29. apríl – 1. maí á Sunrise Beach, Missouri og voru þátttakendur 44 frá 9 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (82 72 74) og var meðal topp 10 í einstaklingskeppninni, en hann landaði 8. sætinu og var á 3. besta skori Missouri Valley. Glæsilegt hjá Arnari Geir og Missouri Valley – Til hamingju!!! Sjá má lokastöðuna á HAAC Championship með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Sigurlið Missouri Valley – Arnar Geir 2. f.v.
Nordic Golf League: Allir íslensku keppendanna úr leik í Rømø
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni: Axel Bóasson, GK og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fer fram dagana 1.-3. maí 2019 í Rømø golfklúbbnum, í Rømø, Danmörku. Skemmst er frá því að segja að enginn íslensku kylfinganna komst í gegnum niðurskurð. Andri Þór Björnsson, GR var næst því að komast í gegn en hann lék fyrstu 2 hringina í mótinu á 11 yfir pari, 155 höggum (80 75). Niðurskurður miðaðist við samtals 9 yfir pari eða betra. Sjá má stöðuna á Bravo Tours Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ragnarsson – 2. maí 2019
Það er Guðmundur Ragnarsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundur er fæddur 2. maí 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann býr í Kópavogi og er kvæntur Sigrúnu Elsu Stefánsdóttur. Guðmundur Ragnarsson · 40 ára afmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Joyce, 2. maí 1939 (80 ára STÓRAFMÆLI!!!); Auður Guðjónsdóttir, 2. maí 1943 (76 ára); Real Areo Club de Vigo, 2. maí 1951 (68 ára); Herdís Sveinsdóttir, 2. maí 1956 (63 ára); Zhang Lian-wei, 2. maí 1965 (54 ára); Danny Turner, 2. maí 1966 (53 ára); Paul Oosthuizen, 2. maí 1968 (51 árs); Trúbador ÁsgeirKr, 2. maí Lesa meira
GR: Dagbjartur á besta skorinu (68) á Opnunarmóti Korpu!
Korpúlfsstaðavöllur var baðaður sólargeislum þegar fyrstu kylfingar mættu til leiks í Opnunarmót Korpu í gær, 1. maí og lék veðrið við kylfinga frameftir degi. Ræst var út frá kl. 08-15 og var þátttaka í mótinu góð 173 skráðir – en 170 luku keppni þar af 31 kvenkylfingur, en af þeim stóð Pamela Ósk Hjaltadóttir sig best í punktakeppninni (var með 38 punkta) og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir stóð sig best í höggleiknum; lék Korpuna á 75 höggum! Völlurinn opnaði fyrr en venja er þetta árið og lofar ástand hans góðu fyrir komandi tímabil. Dagbjartur Sigurbrandsson lauk hringnum á besta skorinu í mótinu þ.e. 4 undir pari, 68 glæsihöggum. Úrslit í Opnunarmóti Lesa meira
Nordic Golf League: Axel bestur íslensku kylfinganna 4 e. 1. dag Bravo Tours Open
Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni: Axel Bóasson, GK og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fer fram dagana 1.-3. maí 2019 í Rømø golfklúbbnum, í Rømø, Danmörku. Axel lék best íslensku kylfinganna; var á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 2 fugla, 2 skolla 13 pör og 1 þrefaldan skolla. Axel er sem stendur T-28. Andri Þór og Guðmundur Ágúst léku á 8 yfir pari, 80 höggum og Haraldur Franklín var á 10 yfir pari, 82 höggum. Sjá má stöðuna á Bravo Tours Open með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Gunnar & félagar í 3. sæti KCAC mótinu!
Birgir Björn Magnússon, GK; Gunnar Guðmundsson, GKG og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes tóku þátt í KCAC Conference Championship. Mótið fór fram á Buffalo Dunes golfvellinum í Garden City í Kansas og 29.-30. apríl 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 47 frá 9 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 10 yfir pari, 235 höggum (81 73 81) og hafnaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Gunnar lék á samtals 12 yfir pari, 237 höggum (80 81 77) og varð T-22 í einstaklingskeppninni. Vel af sér vikið hjá Íslendingunum, sem báðir voru í efri 47% !!!! Lið Bethany Swedes tók bronsið þ.e. hafnaði í 3. sæti í liðakeppninni. Lesa meira
LET: Valdís Þóra T-19 e. 1. dag á Omega Dubai Moonlight Classic
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, Omega Dubai Moonlight Classic. Mótið fer fram á Faldo vellinum í Emirates golfklúbbnum í Dubaí og eru þátttakendur 56. Valdís Þóra lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum; fékk 4 fugla, 10 pör og 4 skolla og er T-19 eftir 1. dag. Í efsta sæti eftir 1. dag er annar írsku golftvíburanna, Leona Maguire en hún lék á 8 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Moonlight Classic SMELLIÐ HÉR:
GHR: Andri Már á frábæru skori (62) á 1. maí mótinu!!!
Mörgum finnst golftímabilið byrja með 1. maí mótinu á Strandarvelli hjá GHR og eitthvað vanta taki maður ekki þátt í því! Í ár voru skráðir þátttakendur 99 og þar af 9 kvenkylfingar; 96 luku keppni; 87 karl og 9 kvenkylfingar. Sigurvegari og besta skorinu í ár var klúbbmeistari GHR 2018 og mörg undanfarin ár, Andri Már Óskarsson, GHR, en hann lék Strandarvöll á stórglæsilegum 8 undir pari, 62 höggum!!! Hann sigraði bæði í höggleikskeppninni með og án forgjafar!!! Stórglæsilegt hjá Andra Má!!! Á besta skori kvenna var klúbbmeistari kvenna í GHR 2018 og mörg undanfarin ár, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og GHR, en hún lék Strandarvöll á 2 yfir pari, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2019
Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl. Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið. Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn. Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ingibjörg Guðmundsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira









