Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2019 | 11:00

Evróputúrinn: 14 ára strákur komst g. niðurskurð á Volvo China Open – Herbert efstur e. 3. dag!

Hinn 14 ára kínverski strákur, Yang Kuang komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Evróputúrnum, Volvo China Open. Þar með skrifaði hann sig í golfsögubækurnar, þar sem hann er sá næstyngsti til þess að ná niðurskurði í móti á Evróputúrnum. Eftir 3. hring í dag er Kuang T-44; búinn að spila á samtals 5 undir pari, 211 höggum (71 71 69). Það er franski kylfingurinn Benjamin Herbert sem hefir forystu í mótinu fyrir lokahringinn, sem verður spilaður á morgun, en Herbert  er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (67 68 64 ). Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open eftir 3. dag SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 23:59

PGA: Dufner efstur í hálfleik á Wells Fargo

Það er nafn sem ekki hefir sést lengi meðal hinna efstu, sem er í efsta sæti á móti vikunnar á PGA Tour, Wells Fargo Championship, en það er Jason Dufner. Dufner er í forystu í hálfleik á samtals 11 undir pari, 131 höggi (68 63). Í 2. sæti eru þeir Joel Dahmen og Max Homa, báðir 1 höggi á eftir. Þrír efstu hafa nokkra sérstöðu, allir á tveggja stafa tölu yfir pari, meðan þeir næstu sem verma 4. sætið Rory McIlroy og Patrick Reed eru á samtals 6 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 16:45

LET: Valdís Þóra lauk keppni í Dubaí T-29 á glæsilegum lokahring (68)

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk í dag keppni á móti vikunnar á LET, Omega Dubai Moonlight Classic. Mótið fór fram á Faldo vellinum í Emirates golfklúbbnum í Dubaí 1. -3. maí 2019. Þátttakendur voru 56. Valdís Þóra lék  á samtals 3 yfir pari (72 79 68) – átti stórglæsilegan lokahring upp á 4 undir pari, 68 högg, sem kom henni upp í T-29 lokaárangur. Jafnt og flott golf hjá Valdísi Þóru, sem skilaði „hreinu“ skorkorti eftir 3. hring með 4 fuglum og 14 pörum!!! Frábært hjá Valdísi Þóru!!! Fyrir flottan árangur sinn hlaut Valdís Þóra tékka upp á $ 2,490.20 (u.þ.b. 300.000 íslenskar kr.). Sigurvegari í mótinu var hin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Friðbjörnsson, fv. formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs (GKB). Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (85 ára); Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (71 árs); Jóhanna Leópoldsdóttir, 3. maí 1956 (63 ára); CrossFit Hafnarfjordur (45 ára); Leikfélag Hólmavíkur (38 ára); Freydís Eiríksdóttir, GKG (Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!!) og Steina List Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 14:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá við keppni í Sviss

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK keppa á móti vikunnar á LET Access, VP Bank Ladies Open 2019. Mótið fer fram í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams, Sviss, 3.-5. maí 2019. Guðrún Brá hefir lokið 1. hring þegar þetta er ritað, en hún kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggu. Á hringnum fékk Guðrún Brá 3 fugla, 10 pör og 5 skolla. Berglind er enn við keppni og er á 6 yfir pari, eftir 6 spilaðar holur. Fylgjast má með gangi mála á VP Bank Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 12:00

GVS: Hilmar sigraði á Kálfatjörn Open!

Þann 27. apríl s.l. fór fram Kálfatjörn Open, á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS), Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og einn opinn flokkur. Þátttakendur voru 26, þar af 6 kvenkylfingar. Sigurvegari í mótinu var heimamaðurinn Hilmar E. Sveinbjörnsson, GVS, en hann var með 31 punkt. Best af kvenkylfingum í mótinu stóð sig Þórdís Geirsdóttir, GK, en hún var með 30 punkta og varð T-2. Sjá má úrslitin í Kálfatjörn Open hér fyrir neðan: 1 Hilmar E Sveinbjörnsson GVS 13 18 F 18 31 31 T2 Þórdís Geirsdóttir GK -2 4 F 4 30 30 T2 Jóhann Sigurbergsson GVS 7 13 F 13 30 30 T4 Sigurður Hrafn Sigurðsson GVS 11 19 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 10:00

LET: Cheyenne Woods m/ás í Dubaí!!!

Cheyenne Woods fór holu í höggi á lokahring Omega Dubai Moonlight Classic á Faldo vellinum. Cheyenne notaði 6-járn og fjarlægðin að holu er 169 yardar. Þetta er 1. ásin í mótinu, sem Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, GL er einnig þátttakandi í. Glæsileg verðlaun eru fyrir ása í mótinu. Enn er hægt að fara holu í höggi á 8. (en þar er Omega glæsiúr í verðlaun) og fyrir að fá ás á 17. á Faldo vellinum er BMW Z4 í verðlaun! Til hamingju Cheyenne með ásinn glæsilega!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2019 | 09:00

LET: Valdís Þóra á 1 undir pari e. 9 holur 3. hrings á Omega Dubai Moonlight mótinu!

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, Omega Dubai Moonlight Classic. Mótið fer fram á Faldo vellinum í Emirates golfklúbbnum í Dubaí  1. -3. maí og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 56. Valdís Þóra hefir spilað fyrstu 2 hringi mótsins á samtals 7 yfir pari (72 79). Hún hefir nú hafið leik á 3. og lokahringnum og eftir fyrri 9 er Valdís Þóra á 1 undir pari! Til þess að fylgjast með Valdísi Þóru og stöðunni á Omega Dubai Moonlight Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2019 | 21:00

GÍ: Jón Gunnar sigraði á Opnunarmótinu!!!

Opnunarmót Golfklúbbbs Ísafjarðar fór fram í dásemdar veðri 1. maí 2019. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og voru 11 keppendur skráðir til leiks, þar af einn kvenkylfingur Ásdís Birna Pálsdóttir. Sigurvegari varð Jón Gunnar Kanishka Shiransson, en hann var með 35 punkta á Tungudalsvelli. Þess mætti geta að Jón Gunnar er aðeins 12 ára, en hann er fæddur 6. júlí 2006!!! Tungudalsvöllur opnaði fyrir spil 27. apríl sl. og átti að vera vinnukvöld 30. apríl, sem var frestað þar sem enn er beðið eftir fræjum. Sjá má öll úrslit úr 1. maí Opnunarmótinu hér fyrir neðan: 1 Jón Gunnar Kanishka Shiransson GÍ 13 14 F 14 35 35 2 Baldur Ingi Jónasson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2019 | 20:00

Þorlákshafnarvöllur lofar góðu f. 1. stigamótið – Opið fyrir skráningu!

Fyrsta mót tímabilsins 2019 á mótaröð bestu kylfinga landsins, stigamótaröð GSÍ, fer fram 25.-26. maí. Undirbúningur fyrir stigamótið er í fullum gangi. Undanfaranefnd GSÍ tók út aðstæður á Þorlákshafnarvelli í gær. Hörður Geirsson, alþjóðlegur dómari og stjórnarmaður í GSÍ og Ellert Þórarinsson, vallarstjóri ársins 2018 frá Brautarholtsvelli, fóru þar fremstir í flokki. Ástand Þorláksvallar er með besta móti miðað við árstíma. Og lofar það góðu fyrir fyrsta mótið sem fram fer eins og áður segir í lok maí. Mótið er fyrsta mótið af alls fimm á stigamótaröð GSÍ 2019 – mótaröð þeirra bestu. Maí: 16. maí: Golfsumarið kynnt – PRO-AM / Leirdalsvöllur / GKG 25.–26. maí: Stigamótaröðin (1) / Þorlákshafnarvöllur Lesa meira