Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 22:00

LPGA: Sei Young Kim sigraði á MediHeal

Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu sem sigraði á MediHeal LPGA mótinu. Hún lék best í 3 manna bráðabana sem þurfti að grípa til, til þess að skera úr um úrslitin. Eftir hefðbundnar 72 holur voru þær Kim, Jeungun Lee6 og hin enska Bronte Law efstar og jafnar, allar á 7 undir pari, 281 höggi. Það varð því að koma til bráðabana og var par-5 18. holan í Lake Mercered í Daly City, Kaliforníu, þar sem  mótið fór fram, spiluð að nýju.         Kim hafði betur með fugli gegn hinum tveimur þegar á 1. holu bráðabanans. Þess mætti geta að Kim glutraði niður 3 högga forystu, sem hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 20:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni í Sviss

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í móti vikunnar á LET Access, VP Bank Ladies Open 2019. Mótið fór fram í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams, Sviss, 3.-5. maí 2019 og lauk í dag. Berglind komst ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði hins vegar Guðrún Brá. Guðrún Brá lék á samtals 11 yfir pari, 228 höggum (74 69 84). Slakur lokahringur varð til þess að Guðrún Brá féll úr 7. sætinu sem hún var í fyrir lokahring höggleiksins niður í 28. sæti. Samt vel af sér vikið miðað við aðstæður! Lokadaginn var síðan spiluð holukeppni, en þar tapaði Guðrún Brá með minnsta mun fyrir heimakonunni Anais Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 16:30

Evróputúrinn: Korhonen sigraði á Volvo China Open

Það var Finninn Mikko Korhonen sem stóð uppi sem sigurvegari á Volvo China Open. Korhonen og franski kylfingurinn Benjamin Herbert voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holu leik, báðir búnir að spila á samtals 20 undir pari, 268 höggum og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Þar hafði Korhonen betur með fugli þegar á 1. holu bráðabanans. Spænski kylfingurinn Jorge Campillo varð síðan í 3. sæti, 1 höggi á eftir þeim Korhonen og Herbert. Sjá má lokastöðuna á Volvo China Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Volvo China Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2019

Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og á því 53 ára afmæli í dag. Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín. Hann er ásamt samhöfundi sínum, fv.landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“ og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 15:00

GHR: Ingunn, Helga og Elfa Björk sigruðu á 20. Lancôme mótinu á Hellu!!!

Hið árlega Lancôme kvennamót á Hellu fór fram í dag í 20. sinn, þ.e. mótið fagnar 20 ára afmæli sínu í dag. Þátttakendur sem luku keppni í ár voru 86. Svo sem hefð er fyrir var keppt í 3 flokkum kvenna og urðu úrslit sem hér segir: Sigurvegari í flokki með fgj. 0-14 varð Ingunn Einarsdóttir, GKG en hún var með glæsilega 35 punkta. Í forgjafarflokki 14,1-25 sigraði Helga Hermannsdóttir, GO en hún var með glæsilega 36 punkta. Í flokki með forgjöf 25,1-36 sigraði síðan Elfa Björk Björgvinsdóttir, GR en hún var með glæsilega 35 punkta. Verðlaun voru vegleg að vanda. Í flokki 0-14: 1 Ingunn Einarsdóttir GKG 2 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 10:00

Tiger í heimsókn í Hvíta Húsið á morgun!

Tiger Woods kemur fyrst fram opinberlega eftir sigur á Masters risamótinu fyrir 3 vikum á morgun. Þá verður hann í heimsókn í einhverju frægasta húsi í Bandaríkjunum, Hvíta Húsinu í Washington D.C., í boði Donald Trump. Eftir að Tiger sigraði í 15. sinn á risamóti á Masters í apríl sl. þá tvítaði Trump hamingjuóskatvít og tilkynnti að hann myndi veita Tiger „the Presidential Medal of Freedom“, sem er einhver mesti heiður sem Bandaríkjamenn veita óbreyttum borgurum. Tvít hans, sem auðvitað notar hvert tækifæri til að stela „show-inu“ og draga athyglina að sér,  fer orðrétt hér að neðan: „Spoke to @TigerWoods to congratulate him on the great victory he had in yesterday’s Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2019 | 23:59

PGA: 3 efstir e. 3. dag á Wells Fargo

Það eru 3 kylfingar sem deila efsta sætinu á Wells Fargo Championship, en það eru þeir Max Homa, Jason Dufner og Joel Dahmen. Allir hafa þeir spilað á samtals 11 undir pari. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Max Homa með því að SMELLA HÉR:   og Joel Dahmen með því að SMELLA HÉR: Í 4. sæti á samtals 10 undir pari, er Pat Perez; í 5. sæti, afmæliskylfingur dagsins Rory McIlroy, á samtals 9 undir pari og í 6. sæti Justin Rose á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2019 | 22:00

GÞ: Ragnar Már á besta skori á Black Sand Open á glæsiskori (64)

Þann 1. maí 2019 fór fram á Þorlákshafnarvelli Black Sand Open mótið. Margir af afrekskylfingunum okkar virðast hafa notað tækifærið til þess að hita upp fyrir 1. stigamót GSÍ, en það fer einmitt fram á vellinum síðar í þessum mánuði. Þátttakendur í mótinu, sem luku keppni voru 108, þar af 9 kvenkylfingar, en af þeim stóð Katla Björg Sigurjónsdóttir, GK,  sig best, lék Þorlákshafnarvöll á 89 höggum. Í punktakeppninni var það hins vegar Oddný Þóra Baldvinsdóttir, GVS, sem stóð sig kvenna best; var með 38 punkta. Sá sem var á besta skorinu var Ragnar Már Garðarsson, GKG sem spilaði völlinn á aldeilis hreint glæsiskori, 7 undir pari, 64 höggum. Á hringnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (18)

A golfer playing in a two-man alternate shot tournament drove his tee shot to the edge of the green on a par-3 hole. His partner, playing the second shot, managed to chip it over the green into a bunker. Undaunted, the first golfer recovers with a fine shot to within one foot of the hole. The second golfer nervously putts and sends the ball one foot past the hole, leaving the first golfer to sink the putt. “Do you realize that we took five strokes on an easy par-3?” says the first golfer. “Yes, and don’t forget who took three of them!” answered his partner.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, Rory og Kristján Benedikt Sveinsson – 4. maí 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru 3: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir; Rory McIlroy og Kristján Benedict Sveinsson. Guðrún Ösp er fædd 4. maí 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Guðrún Ösp er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Guðrúnar Ösp til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir, GK – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Rory McIlroy er 30 ára í dag en hann er fæddur 4. maí 1989. Rory var afmælisdaginn að keppa á Wells Fargo mótinu, en hann kom sér í 5. sætið afmælisdaginn og er í því fyrir lokahringinn. Alls hefir Rory sigrað í 24 Lesa meira