Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2019 | 21:00

LET: Valdís Þóra lauk keppni T-24 á Jabra Open

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL lék tók þátt í Jabra Open mótinu, sem er hluti af LET mótaröðinni. Mótið fór fram í Evían Resort golfklúbbnum í Évian-les-Bains, Frakklandi en Evían risamótið fer einmitt á þessum golfvelli. Valdís Þóra lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (74 74 72) og lauk keppni T-24. Fyrir frammistöðu sína í mótinu hlaut Valdís Þóra € 2,002.80, sem er u.þ.b. 280.000 ískr. Sigurvegari mótsins varð Annabel Dimmock, frá Englandi. Sjá má lokastöðuna á Jabra Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (21)

John Daly gave up golf for a while and decided to try — among all things — Steeplechase racing. “Well John, since you’re new, we’re going to start you out on ‘Feedbag,’” the trainer said. “She’s really fast and can jump like hell, but before you reach a jump, you got to yell out, ‘alley oop’ really loud.” “No problem,” Daly replied. As he approached the first jump, John being a little embarrassed, didn’t say anything and Feedbag crashed right through the rails of the jump, breaking it all apart. Through the flying wood, Feedbag kept going and John was still on her headed straight for the second jump. This Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera Bello – 25. maí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 35 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012. Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Adam Schenk (45/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 13:00

Tiger með á Memorial og Opna bandaríska

Risamótagengi Tiger Woods er ansi risjótt – sigraði á Masters en náði ekki niðurskurði á Bethpage Black þ.e. á PGA Championship. Tiger æfði heldur ekkert milli sigursins á Masters og þátttökunnar á PGA Championship og síðan var hann kærður fyrir manndráp – nokkuð erfitt að æfa við þá aðstæður. Tiger hefir hins vegar tilkynnt að svo verði ekki nú – hann muni taka þátt í Memorial Tournament fyrir Opna bandaríska og vera í fríi vikuna fyrir risamótið. Það sást til hans á golfstaðnum þar sem Opna bandaríska fer fram (sjá mynd hér að neðan). Tiger tekur kærustu sína, Ericu Herman með á æfingar en kylfusveinn hans, Joe LaCava virðist fjarri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 06:00

LPGA: Ólafía Þórunn á +2 e. 1. dag á Pure Silk

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR lék 1. hringinn á móti vikunnar á LPGA, Pure Silk Championship presented by Visit Williamsburg. Mótið fer fram í Williamsburg, Virginíu dagana 23.-26. maí 2019 og spilar Ólafía Þórunn í boði styrktaraðila. Mótið er jafnframt fyrsta mót hennar á LPGA á árinu. Ólafía Þórunn lék 1. hringinn á 2 yfir pari, 73 höggum. Hún hóf leik á 10. holu og lék fyrstu 10 holurnar á parinu. Síðan fékk hún 1 skolla, 1 fugl og síðan 2 skolla og endaði sem segir á 2 yfir pari. Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-104 af 144 keppendum. Niðurskurður er nú miðaður við parið eða betra og er Ólafía 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 01:00

PGA: Finau leiðir e. 1. dag CS Challenge

Það er bandaríski kylfingurinn Tony Finau, sem leiðir eftir 1. hring Charles Schwab Challenge, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Finau spilaði 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum.  Hann er líka með nýtt púttgrip, klóargripið, sem hjálpað hefir mikið og komið honum upp í 1. sætið! Í 2. sæti, fast á hæla Finau, eru Roger Sloan og Jordan Spieth, báðir á 5 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Charles Schwab Challenge SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. hrings Charles Schwab Challenge SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 00:01

Evróputúrinn: Molinari meðal efstu 5 e. 1. dag á Made in Denmark

Edoardo Molinari, stóri bróðir hins sigursæla Francesco Molinari er einn af 5 sem deila efsta sætinu á móti vikunnar á Evróputúrnum, Made in Denmark presented by FREJA. Hinir sem deila efsta sætinu með Edoardo eru: Englendingarnir Tom Murray, Paul Waring og Matthew Southgate og Alejandro Cañizares frá Spáni. Allir hafa þeir spilað á 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Made in Denmark mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Edoardo Molinari.  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 18:30

LPGA: Ólafía Þórunn m/á Pure Silk í dag- á parinu e. 1. holu – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR spilar á móti vikunnar á LPGA, Pure Silk Championship presented by Visit Williamsburg. Mótið fer fram í Williamsburg, Virginíu dagana 23.-26. maí 2019. Ólafía Þórunn spilar í boði styrktaraðila. Hún á rástíma kl. 14:05 að staðartíma, sem er kl. 18:05 að okkar tíma hér heima á Íslandi – og er því nýfarin út! Fylgist með Ólafíu Þórunni allt frá upphafi mótsins, sem er hennar fyrsta á LPGA á þessu ári – Með Ólafíu Þórunni í ráshóp eru þær Lee Lopez (sjá má eldri kynningu Golf 1 á Lee Lopez með því að SMELLA HÉR:) og Robyn Choi (sjá má eldri kynningu Golf 1 á Robyn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 18:07

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á +7 á Made in Denmark e. 1. dag

GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum, Made in Denmark presented by FREJA. Hann lék 1. hringinn á 7 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur í næstneðsta sæti. Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst 1 fugl og 8 skolla, sem er afar óvenjulegt fyrir hann. Gaman að sjá Guðmund Ágúst keppa meðal þeirra bestu í Evrópu – þar sem hann á heima og vonandi að það gangi betur næst hjá honum – 2. hringurinn eftir á morgun, en mjög svo ósennilegt er, því miður, að hann komist gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má stöðuna á Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: