Na gaf kylfusveini sínum bíl
Kevin Na gaf kylfusveini sínum Dodge Charger 1973 bíl eftir sigurinn góða á Charles Schwab Challenge. Frábær lokahringur Na upp á 66 högg færði honum 3. sigurinn á atvinnumannsferlinum í Colonial Country Club. Og Na var ekki seinn á sér að gefa kylfusveini sínum gjöf fyrir þátttöku hans í sigrinum. Meðal verðlauna á Charles Schwab var m.a. þessi gamli 46 ára glæsibíll og þegar sigurinn var í höfn hrópaði Na upp yfir sig til kylfusveins síns Kenny Harms: „Þetta er bíllinn þinn.“ Skemmtileg stund á 18. flöt hjá Na og kylfusveini hans!!!
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Cameron Davis (46/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Böðvar Bragi Pálsson og Gunnar Bergmann Gunnarsson – 28. maí 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gunnar Bergmann Gunnarsson og Böðvar Bragi Pálsson. Gunnar er fæddur 28. maí 1957 og á því 62 ára afmæli í dag. Hann er í Golklúbbnum Keili og mun verja afmælisdeginum við golfleik. Gunnar er kvæntur Öglu Hreiðarsdóttur og eiga þau Karenu, Þóreyju og Gunnar Bergmann yngri. Komast má á facebook síðu Gunnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnar Bergmann Gunnarsson, GK (62 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Böðvar Bragi er fæddur 28. maí 2003 og því 16 ára í dag. Hann sigraði í fyrsta sinn í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og hefur staðið sig vel í stórum opnum Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Na?
Eftirfarandi kylfur og golfverkfæri voru í sigurpoka Kevin Na, þegar hann sigraði á Charles Schwab Challenge: Dræver: Callaway Great Big Bertha Epic (Graphite Design Tour AD GP 6-TX), 9°. 3-tré: Callaway Epic Flash Sub Zero, 13.5° Blendingur: PXG 0317X Gen2, 19° Járn (4): Callaway Rogue Pro; (5-PW): Callaway Apex Pro 16 Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 4 (50° og 54°); Titleist Vokey__ prototype (60°) Pútter: Odyssey Toulon Madison Bolti: Titleist Pro V1x.
PGA: Na sigurvegari CS Challenge
Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Na, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti sl. viku á PGA Tour, Charles Schwab Challenge. Sigurskor Na var 13 undir pari, 267 högg (70 62 69 66). Sigur Na var sannfærandi því hann átti heil 4 högg á Tony Finau, sem hafnaði í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 271 högg (64 68 71 68). Til þess að sjá lokastöðuna á Charles Schwab Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Charles Schwab Challenge SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Brontë Law sigurvegari Pure Silk
Það var enski kylfingurinn Bronë Law, sem var sigurvegari Pure Silk Championship. Sigurskor Law var santals 17 undir pari, 267 högg (65 – 68 – 67 – 67). Law átti 2 högg á þær sem deildu 2. sætinu en það voru sænski kylfingurinn Madeleine Sagström og kanadíska golfstirnið Brooke Henderson, sem voru á samtals 15 undir pari. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð; lék á samtals 8 yfir pari (73 77). Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Alda Steinunn Ólafsdóttir – 27. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Alda Steinunn Ólafsdóttir. Alda Steinunn fæddist 27. maí 1944 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Öldu Steinunni til hamingju með merkisafmælið Alda Steinunn Ólafsdóttir – 75 ára – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Sam Snead, 27. maí 1912 – d. 23. maí 2002; Vaughan Somers, 27. maí 1951 (68 ára); Snorri Ísleifsson, 27. maí 1990 (29 ára); Guðjón Heiðar Ólafsson, GK, 27. maí 1997 (22 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira
Evróputúrinn: Wiesberger sigraði á Made in Denmark
Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Made in Denmark presented by FREJA. Sigurskor Wiesberger var 14 undir pari, 270 högg (68 69 67 66). Mótið fór fram á Himmerland Golf Resort í Farsö í Danmörku dagana 23.-26. maí og lauk því í dag. Meðal keppenda var GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson, en hann komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má lokastöðuna á Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Made in Denmark mótsins með því að SMELLA HÉR:
Mótaröð þeirra bestu 2019 (1): Heiðrún Anna og Dagbjartur sigruðu
Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss (GOS) og Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) fögnuðu sínum fyrsta sigri á ferlinum í dag á „Mótaröð þeirra bestu.“ Þau sigruðu á Egils Gullmótinu sem lauk í dag á Þorlákshafnarvelli. Skorið var glæsilegt í báðum flokkum. Dagbjartur lék hringina þrjá á 8 höggum undir pari samtals og Heiðrún Anna var á -4 samtals. Keppendahópurinn var sterkur á Egils Gull-mótinu. Á meðal keppenda voru margfaldir Íslandsmeistarar og atvinnukylfingar. Má þar nefna Ólaf Björn Loftsson (GKG) og Axel Bóasson (GK), sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR sigraði í karlaflokki eftir harða baráttu við Sigurð Arnar Garðarsson úr GKG. Þeir voru jafnir fyrir lokaholuna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erlendur Samúelsson – 26. maí 2019
Það er Erlendur Samúelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Erlendur fæddist 26. maí 1959 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Erlends til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið Erlendur Samúelsson (60 ára – Innilega til hamingju með merkismælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Þór Árnason (hefði orðið 65 ára í dag); Erlendur Samúelsson, 26. maí 1959 (60ára); Jamie Spence, 26. maí 1963 (55 ára); Jóhanna Vigdís Arnardóttir, 26. maí 1968 (51 árs); Gunnar Hansson (48 ára); Herborg Arnarsdóttir, GR, 26. maí 1975 (44 ára); Andri Már Óskarsson, GHR, 26. maí 1991 (28 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira










