LET Access: Guðrún Brá varð T-7 á Lavaux Ladies Open!!! – Glæsileg!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni; Lavaux Ladies Open. Mótið fór fram dagana 29.-31. maí 2019 í Puidoux, Sviss og lauk í gær. Spilaðir voru 3 hringir og skorið niður eftir 2 spilaða hringi og komst Berglind því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Guðrún Brá hins vegar landaði topp-15 árangri; varð í 7. sæti ásamt 6 öðrum keppendum, sem allar spiluðu samtals á 1 undir pari, 215 höggum; Skor Guðrúnar Brá var (74 69 72). Guðrún Brá átti m.a. stórglæsilegan 2. hring upp á 3 undir pari, 69 högg; hring þar sem hún fékk 4 fugla, Lesa meira
PGA: 3 í forystu í hálfleik Memorial
Það eru 3 kylfingar sem deila forystunni á móti vikunnar á PGA Tour; The Memorial Tournament presented by Nationawide. Þetta eru þeir: Martin Kaymer, frá Þýskalandi, sem ekki hefir sést á toppi skortöflu um skeið; Kyoung Hoon Lee frá S-Kóreu og hinn bandaríski Troy Merritt. Allir hafa þessir 3 spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Kaymer (67 68); Lee (68 67) og Merritt (69 66). Sjá má stöðu annarra keppenda á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ólíklegt að Ólafía komist g. niðurskurð á Opna bandaríska
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem fram fer 30. maí – 2. júní 2019. Hún lék 1. hring á ágætisskori; var á parinu, 71 höggi og var T-25 eftir 1. dag. Í dag lék hún á 5 yfir pari, 76 höggum og ólíklegt að hún nái niðurskurði; niðurskurðarlínan er nú við 2 yfir pari eða betur. Samtals hefir Ólafía Þórunn spilað á 5 yfir pari. Hún er sem stendur T-102, en hins vegar eiga margar eftir að ljúka keppni þannig að það er enn örlítil von, þó hverfandi sé. Opna bandaríska kvenrisamótið fer fram í Charleston, Suður-Karólínu. Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rún ——— 31. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins Helga Rún Guðmundsdóttir, GL Helga Rún er fædd 31. maí 1970 og því 49 ára í dag. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Mánudaginn 28. maí, 2012 tók afmæliskylfingurinn þátt í Hvítasunnumóti Guðmundar B Hannah á Garðavelli, á Akranesi og varð í verðlaunasæti þ.e. í 2. sæti af 96 þátttakendum með 41 glæsilegan punkt! Viðtal við Helgu Rún hefir birtst á Golf1, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér Helga Rún Guðmundsdóttir · 49 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Gíslason —– 30. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þórir Gíslason, kenndur við Burkna. Þórir er fæddur 30. maí 1954 og á því 65 á afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (72 ára); Sverrir Friðþjófsson, GR, 30. maí 1950 (69 ára); Michael Clayton, 30. maí 1957 (62 ára); HólaPrjónn Ingu (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Rubén Alvarez, 30. maí 1961 (58 ára); Jerry Springer, 30. maí 1968 (51 árs); Audrey Wooding, 30. maí 1970 (49 ára); Jason Wright, GA f. 30. maí 1987 (32 ára); Eiður Ísak Broddason, GF, 30. maí 1995 (24 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Peter Malnati (47/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Eyþór Ingi Gunnlaugsson – 29. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er söngvarinn og Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eyþór er fæddur 29. maí 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Eyþórs Inga til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Eyþór Ingi (30 ára– Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard C. Metz, f.29. maí 1908 – d. 5. maí 1993; Patrick Joseph Skerritt, f. 29. maí 1926 – d. 21. nóvember 2001; Ólöf Björk Björnsdóttir, 29. maí 1946 (73 ára), Guðfinna Sigurþórsdóttir, 29. maí 1946 (móðir Karenar Sævars og Sigurþórs Sævarssonar – Fyrsti golfmeistari Íslands í kvennaflokki, 1967. Eina konan Lesa meira
GV: Kristófer Tjörvi sigraði í Böddabitamótinu á glæsiskori 68!!!
Laugardaginn 25. maí sl. fór fram hið árlega Böddabitamót, til styrktar eldri kylfingum GV. Þátttakendur nú í ár voru 82 þar af 15 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð heimakonurnar og systurnar Alda og Hrönn Harðardóttir sig best; Alda í höggleiknum; lék Vestmannaeyjavöll á 90 höggum og Hrönn í punktakeppninni; var með 33 punkta. Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið; verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor. Á besta skori í Böddabitamótinu 2019 varð Kristófer Tjörvi Einarsson, GV en hann lék Vestmannaeyjavöll á glæsilegum 2 undir pari, 68 höggum! Skorkort Kristófers Tjörva var ansi skrautleg en hann fékk m.a. 1 örn (á par-5 16. brautinni); 5 fugla; 9 pör; 2 Lesa meira
GKG: Nýja Trackman æfingasvæðið opnaði í dag
Í dag, þriðjudaginn 28. maí 2019 opnaði nýja TrackMan æfingasvæði þeirra GKG-inga formlega og var ókeypis í hermana í dag. Slegið er í net á nýja æfingasvæðinu en TrackMan golfhermir nemur boltaflugið og skilar því á skjá. Þannig er með myndrænum hætti hægt að sjá hvernig höggið var og allar lykilupplýsingar eins og lengd höggs, hvernig ferill kylfunnar var og hvernig haus kylfunnar var við högg birtast. Allt annað er með sama hætti á nýja æfingasvæðinu: Boltakort eða mynt í nýja TrackMan herminn er keypt í golfverslun GKG; boltavélin skammtar bolta og kylfingum er frjálst að velja bás og slá. Opið er milli 13:00 og 21:00 virka daga og er Lesa meira
GLF: Lundsvöllur opnaði 25. maí sl.
Golfklúbburinn Lundur opnaði völl sinn fyrir kylfinga, laugardaginn 25. maí sl. Völlurinn hefur komið, líkt og Jaðar, frábærlega undan vetri og hafa vallarstarfsmenn unnið hörðum höndum undanfarna daga við að hafa hann sem allra bestan. Vonandi er að völlurinn verði frábær í sumar og með komu ganganna á umferð þar eflaust eftir að aukast. Meðlimir GA spila völlinn frítt, og það er því upplagt fyrir þá að gera sér góðan dag og kíkja á þennan flotta 9 holu völl. Völlurinn er jafnframt fyllilega ferðarinnar virði hvaðan sem er af landinu; ekki ónýtt að prófa þennan því golfvallarperlur leynast víða á Íslandi og er hér svo sannarlega um eina slíka að Lesa meira










