Íslandsbankamótaröðin 2019 (2): Sigurður Arnar sigraði í fl. 17-18 ára pilta
Íslandsbankamótaröðin fór fram á Strandarvelli á Hellu nú sl. helgi, 1.-2. júní 2019. Í flokki 17-18 ára pilta voru 30 keppendur. Sigurvegari í flokki pilta 17-18 ára varð Sigurður Arnar Garðarson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en hann var jafnframt á besta skori allra keppenda óháð aldursflokkum, lék Strandarvöll á 2 undir pari. Úrslit voru annars sem hér segir: 1 Sigurður Arnar Garðarsson GKG -2 4 F 0 69 67 74 210 T2 Jón Gunnarsson GKG 1 1 F 6 74 71 71 216 T2 Tómas Eiríksson Hjaltested GR 2 6 F 6 72 68 76 216 4 Ingi Þór Ólafson GM 2 9 F 10 67 74 79 220 Lesa meira
Nordic Golf League: Axel varð T-5 og Haraldur T-8 á Barsebäck Resort Masters!!!
Axel Bóasson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR voru báðir á meðal 10 efstu á Barsebäck Resort meistaramótinu sem fram fór um helgina í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Andri Þór Björnsson úr GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sjá má lokastöðuna á Barsebäck Resort Masters með því að SMELLA HÉR: Axel endaði í 5. sæti á -3 samtals en hann lék alla þrjá hringina á sama skorinu (72-72-72). Axel var að leika á sínu 8 móti á tímabilinu og er þetta besti árangur hans á mótaröðinni. Hann endaði í 9. sæti á móti í byrjun maí og er hann í 41. sæti stigalistans þessa Lesa meira
PGA: Cantlay sigraði á Memorial
Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, Memorial mótinu. Sigurskor Cantlay var 19 undir pari, 269 högg (68 69 68 64). Það var glæsilokahringur Cantlay upp á 8 undir pari, 64 högg, sem færði honum sigurinn! Í 2. sæti varð Adam Scott, 2 höggum á eftir á 17 undir pari, 271 höggi (71 66 66 68) og Martin Kaymer, sem var búinn að vera í forystu allt mótið varð að láta sér 3. sætið lynda en hann lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 68 66 72) Sjá má lokastöðuna á Memorial mótinu með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Migliozzi sigraði á Belgian Knockout
Það var ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Belgian Knockout. Hann hafði betur í lokaviðureigninni í holukeppnishluta mótsins gegn hollendingnum Darius Van Driel. Fyrir sigur sinn hlaut Migliozzi € 166,660. Migliozzi er ekki sá þekktast á Evróputúrnum og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Mótið fór fram í Rinkven International golfklúbbnum í Antwerpen í Belgíu, dagana 30. maí – 2. júní og lauk því í dag. Til þess að sjá lokastöðuna á Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir – 2. júní 2019
Það er Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Alda Jóhanna er fædd 2. júní 1963 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Öldu Jóhönnu til hamingju með afmælið hér að neðan Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir 56 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frúin Í Hamborg, 2. júní 1904 (115 ára); Charles Sifford; 2. júní ; John H. Schlee, f. 2. júní 1939 – d. 2. júní 2000; Craig Robert Stadler, 2. júní 1953 (66 ára); Will Wilcox, 2. júní 1986 (33 ára) ..… og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
PGA: Kaymer efstur – Scott í 2. sæti f. lokahring Memorial
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er einn efstur fyrir lokahring Memorial mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Kaymer er búinn að spila keppnishringina þrjá á samtals 15 undir pari, 201 höggi (67 68 66) og hefir 2 högga forystu á næsta mann. Næsti maður hefir oftar en einu sinni verið valinn kynþokkafyllst kylfingur allra tíma, en það er sjálfur Adam Scott, sem ekki hefir sést lengi í toppsætum móta. Scott hefir spiað á samtals 13 undir pari 203 höggum (71 66 66). Í 3. sæti eru síðan jafnir japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og bandarísku kylfingarnir Jordan Spieth og Patrick Cantlay; allir á samtals 11 undir pari, 205 höggum. Til Lesa meira
GGB: Golf á Glannavelli og útivist við Hreðavatn og ganga um Jafnaskarðsskóg
Golfklúbburinn Glanni er í Borgarfirði og kannast margir við hann. Nú er í boði heldur betur skemmtilegheit fyrir kylfinga jafnt þá sem ekki spila golf og vilja verja tíma sínum í hinum gullfallega Borgarfirði! Á facebook síðu Glanna má sjá eftirfarandi frétt: „Golfklúbburinn Glanni, sem margir þekkja, en hann er rétt við fossinn Glanna í Norðurá, bíður hópum að heimsækja völlinn og spila golf en þeir sem ekki spila golf eiga kost á áhugaverðri göngu um nágrennið með leiðsögumanni. Við erum að hugsa um starfshópa eða hvaða hópa sem er sem vilja njóta náttúrupplifunar og verja saman degi í fallegu umhverfi. Við bjóðum upp á dagsferð í rútu frá Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (22)
Gamall náungi er að keyra heim í Volvo-num sínum eftir hræðilegan golfhring. Hann er í hugaræsingi og algerlega upptekinn af öllu sem fór úrskeiðis á hringnum þannig að hann keyrir heim af gömlum vana og er ekkert að taka tillit til götumerkja, annarra ökumanna eða gangandi vegfarenda. Hann er niðursokkinn í glataðan hring sinn í huganum, þegar síminn hringir og konan er í símanum. Maður setur sjálfvirka búnaðinn á til þess að hún trufli sig nú ekki við aksturinn. „Elskan mín“ segir eiginkona kylfingsins áhyggjufull. „Farðu varlega. Það var í fréttunum núna, að brjálæðingur er að keyra öfugum megin gegn allri umferð á hraðbrautinni.“ „Það er miklu verra en það,“ Lesa meira
Haney sagt upp vegna kynþátta ummæla hans um LPGA leikmenn – Wie svarar fyrir sig!
Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods lenti í orrahríð gagnrýni vegna ummæla sem hann viðhafði um asíska kvenkylfinga á LPGA, í SiriusXM PGA Tour útvarpsþætti sínum, Hank Haney Golf Radio. Hann ásamt meðþáttastjórnanda sínum Steve Johnson voru að ræða um Opna bandaríska kvenrisamótið sem fer fram í Country Club of Charleston. „Hank, Opna bandaríska kvenrisamótið fer fram í 74. sinn í þessari viku,“ byrjaði Johnson. „Ég ætla að spá því að kóreönsk stúlka vinni,“ svaraði Haney. „Það er spá mín. Ég gæti nefnt þér, sex leikmenn á LPGA. Kannski. Nú ég ætla að giska á Lee og þó ég hefði ekkert fornafn er ég viss um að ég hef rétt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (59 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (49 ára); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (42 ára) kólombísk á LPGA; Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (38 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (31 árs) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (29 Lesa meira










