Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 20:00

GA: Amanda holukeppnismeistari Norðurlands

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, kylfingur úr GHD, stóð uppi sem sigurvegari í Norðurlandsmótinu í holukeppni sem fór fram á Jaðri um helgina. Í mótinu spiluðu 16 af forgjafarlægstu kylfingum norðurlands, þannig þetta er flott afrek hjá henni. Á leið sinni að titlinum hafði Amanda betur gegn Birni Auðunni, Bergi Rúnari, Sturlu Höskulds, og að lokum Karli Hannesi í úrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn réðist á 17. holunni og var það Húsvíkingurinn Karl Hannes Sigurðsson sem hreppti annað sætið. Bæði spiluðu þau flott golf yfir helgina og var úrslitaleikurinn sannarlega hnífjafn. Í verðlaun fékk Amanda 72.000 krónur og titillinn holukeppnismeistari Norðurlands. Í heildina var þetta skemmtilegt mót sem verður vonandi bara enn stærra og flottara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 18:10

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst og Haraldur meðal topp-7 á Thisted Forsikring e. 1. dag

Þrír íslenskir kylfingar léku 1. hringinn á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Thisted Forsikring. Tveir þeirra eru meðal topp-10 eftir 1. hring; þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem er T-2 þ.e. deilir 2. sætinu með 2 dönskum kylfingum, en þeir þrír spiluðu á 4 undir pari, 67 höggum. Haraldur Franklín Magnús, GR er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu einnig með 2 keppendum. Axel Bóasson, GK, sem einnig tekur þátt í mótinu átti ekki góðan dag, lék á 7 yfir pari, 78 höggum og er T-82. Sjá má stöðuna á Thisted Forsikring með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Sangmoon Bae (49/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Baldvinsdóttir – 5. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Katrín Baldvinsdóttir. Katrín er fædd 5. júní 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Katrínu til hamingju með afmælið hér að neðan Katrín Baldvinsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Scott, 5. júní 1965 (54 ára); Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (49 ára); Dylan Frittelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (29 ára): Marinó Örn Ólafsson, 5. júní 1996 (23 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 07:00

Steinn Auðunn sigraði í Læknamótinu

Læknamótið fór fram á Hvaleyrarvelli 31. maí sl. Þátttakendur voru 23 læknar, þar af, eins og svo oft áður, því miður, aðeins 1 kona: Ásgerður Sverrisdóttir. Væri gaman ef fleiri kvenkyns læknar tækju þátt, en Ásgerður heldur uppi heiðri kvenkylfinga meðal lækna!!! Sigurvegari og á besta skori var Steinn Auðunn Jónsson, en hann lék Hvaleyrina á 81 höggi. Keppnisfyrirkomulag var almennt og í punktakeppninni sigraði Hrafnkell Óskarsson, var með 34 punkta líkt og þeir Jón Þrándur Steinsson og Guðlaugur B. Sveinsson.  Hrafnkell var hins vegar með flesta punkta á seinni 9 eða 22; Jón Þrándur var með 19 punkta á seinni 9 og Guðlaugur með 17 punkta. Í aðalmyndaglugga: Sigurvegari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 05:00

Nordic Golf League: 3 íslenskir kylfingar hefja keppni á Thisted Forsikring í dag

Þrír íslenskir atvinnukylfingar verða með á næsta móti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni, sem hefst í dag miðvikudaginn, 5. júní 2019. Mótið heitir Thisted Forsikring og verða leiknir þrír keppnishringir. Kylfingarnir þrír eru Axel Bóasson (GK), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR). Axel og Haraldur voru á meðal 10 efstu á síðasta móti á þessari mótaröð og Guðmundur Ágúst er á meðal þeirra efstu á stigalistanum. Það er að miklu að keppa á Nordic Tour því fimm stigahæstu í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Fylgjast má með íslensku kylfingunum á Thisted Forsikring á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2019 | 19:00

Haney ver ummæli sín e. sigur Lee6

Fimm dögum eftir að biðjast afsökunar á „ónærfærnum“ ummælum sínum í útvarpsþætti sínum á SiriusXM PGA Tour Radio show, þá varði Hank Haney spá sína um að kóreönsk stúlka myndi sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu, eftir að Jeongeun Lee6 vann fyrsta risamótssigur sinn í mótinu. Haney var sagt upp vegna ummæla sinna og hlaut gagnrýni kylfinga á borð við Michelle Wie og Tiger Woods fyrir meðal annarra. Gagnrýniverð ummæli Haney, sem honum var sagt upp af útvarsstöðinni voru eftirfarandi orðrétt: “I’m going to predict a Korean (will win),” Haney said on the air on Tuesday. “That’s going to be my prediction. I couldn’t name you, like, six players on the LPGA Tour. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Robert Streb (48/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2019 | 17:00

LPGA: Lee6 sigraði á Opna bandaríska

Það var kóreanska stúlkan Jeongeun Lee6 sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu. Lee6 notar tölu í enda eftirnafns síns til þess að aðskilja sjálfa sig frá hinum Jeongeun Lee-unum á kóreönsku LPGA mótaröðinni, en 5 aðrar þekktar eru þar með sama nafni. Sjá má nýlega kynningu Golf1.is á þessum hæfileikaríka kórenaska nýliða (Lee6) á bandaríska LPGA með því að SMELLA HÉR:  Lee6 átti lokahring upp á 1 undir pari, 70 högg og átt að lokum 2 högg á þær sem næstar komu þ.e Lexi Thompson, Angel Yin og löndu sína So Yeon Ryu og sigraði þar með á sínu fyrsta risamóti. Samtals spilaði Lee6 á 6 undir pari, 278 höggum (70 – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sandra Haynie og Sandra Post – 4. júní 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir og þær heita báðar Sandra: Sandra Haynie, f. 4. júní 1943 í Fort Worth, Texas og Sandra Post, f. 4. júní 1948. Sandra Haynie á því 76 ára afmæli í dag og Sandra Post er 71 árs í dag. Sandra Haynie er gerðist atvinnumaður í golfi, 18 ára, árið 1961 og strax sama ár komst hún á LPGA. Þar á hún að baki 43 sigra, þ.á.m. í 3 risamótum kvennagolfsins. Sandra Post er ekki síður frábær kylfingur en nafna hennar Haynie. Hún er fyrsti kvenkylfingurinn frá Kanada til þess að spila á LPGA. Ein af fyrstu greinunum, sem skrifuð var á Golf 1 var um Söndru Lesa meira