LET: Valdís Þóra á 71 3. dag í Thaílandi!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komst í gegnum niðurskurð í gær á Ladies European Thailand Championship, gerði það sem þurfti, varð á 3 yfir pari samtals eftir 2 hringi en niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra. Í dag bætti Valdís Þóra enn við sig rósum þegar hún spilaði besta hring sinn í mótinu til þessa, þ.e. spilaði 3. keppnishringinn á 1 undir pari, 71 höggi!!! Glæsileg!!! Á hringnum fékk Valdís Þóra 4 fugla 11 pör og 3 skolla og er sem stendur T-37, en sætistala gæti enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum. Sjá má stöðuna á Ladies European Thaíland Championship með því að SMELLA Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik í Costa del Sol holukeppninni
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var meðal keppenda á Andalucia – Costa del Sol Match Play, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram á Valle Romano Golf í Andaluciu, Spáni, dagana 20.-23. júní 2019. Á fyrstu 2 hringjum var spilaður höggleikur og síðan var skorið niður og eftir það verður spiluð holukeppni nú um helgina. Birgir Leifur komst því miður ekki í holukeppnishlutann, því þó hann hafi spilað eins og engill og verið í 8. sæti eftir 1. dag höggleikshlutakeppninnar með skor upp á 2 undir pari, 69 höggum þá spilaði hann seinni daginn á 5 yfir pari og var því samtals á 3 yfir pari, 145 höggum (69 Lesa meira
PGA: Sucher efstur e. 2. dag Travelers
Það er bandaríski kylfingurinn Zack Sucher sem er efstur í hálfleik á Travelers Championship, móti vikunnar á PGA Tour. Sucher er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 129 höggum (64 65). Í 2. sæti eru Keegan Bradley og Chez Reavie, báðir á samtals 9 undir pari, 131 höggi (65 66). Sjá má stöðuna á Travelers með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Travelers með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Green m/3 högga forystu e. 2. dag KPMG risamótsins
Hannah Green frá Ástralíu er komin með 3 högga forystu í hálfleik á KPMG rismótinu hjá konunum. Green er búin að spila á samtals 7 undir pari 137 höggum (68 69). Á hæla hennar eru fyrrum nr. 1 á Rolex heimslista kvenna þ.e. Ariya Jutanugarn, sem er í 2. sæti á samtals 4 undir pari. Síðan eru Lydia Ko og Sung Hyun Park í 3. sæti á samtals 3 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á KPMG risamótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og jafnframt margfaldur klúbbmeistari GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands. Afrek Ragnhildar eru kunnari en frá þurfi að segja en meðal síðari tíma afreka er að hún varð sigurvegari Einvígsins á Nesinu 2018. Ragnhildur er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu, Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá eldra viðtal Golf1 við Ragnhildi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ragnhildur Sigurðardóttir Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Hannah Green?
Hannah Green er ástralskur kylfingur sem er efst eftir 1. dag á 2. rismóti ársins hjá konunum, KPMG Women´s PGA Championship. En hver er hún þessi Hannah Green – hver er kylfingurinn? Hannah Green fæddist 20. desember 1996 og er er því aðeins 22 ára. Hún byrjaði ung að spila golf einkum vegna þess að pabbi hennar spilaði golf, en hún lítur mjög upp til hans. Í dag er Green í ástralska landsliðinu í golfi og hefir verið á LPGA frá árinu 2018, en í fyrra náði hún niðurskurði í 14 mótum af 24, sem hún tók þátt í og var í 5. sæti af þeim sem komu til greina Lesa meira
LET: Valdís á +3 á 2. hring í Thaílandi
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL dansar sem stendur á niðurskurðarlínunni á móti vikunnar á LET, Ladies European Thailand Championship. Hún lék 2. hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum og það er nákvæmlega það sem þarf, sem stendur, til þess að komast í gegnum niðurskurðinn, er T-56. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 9 pör og því miður 6 skolla. Það hafa ekki allir lokið keppni þannig að ekki er ljóst, þegar þetta er ritað, hvort Valdís Þóra hafi náð niðurskurði. Fylgjast má með skori á Ladies European Thailand Championship með því að SMELLA HÉR:
LET: Valdís Þóra á +2 e. 12 holur á 2. hring í Thaílandi
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er við keppni á móti vikunnar á LET: Ladies European Thaíland Championship. Þegar hún er búin með 2/3 hluta af 2. hring er hún á 2 yfir pari og því samtals á 2 yfir pari, en hún lék 1. hring í gær á 72 höggum þ.e. sléttu pari. Hún á aðeins eftir 6 holur og vonandi að Valdísi Þóru gangi allt í haginn!!! Sem stendur ná þeir keppendur niðurskurði sem eru á samtals 3 yfir pari eða betra og að öllu óbreyttu lítur allt vel út fyrir Valdísi Þóru með að ná niðurskurði. Fylgjast má með gengi hennar með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Green efst e. 1. dag KPMG Women´s PGA
Það er ástralski kylfingurinn Hannah Green sem er efst eftir 1. dag á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu, sem fram fer nú í ár 20.-23. júní í Chaska, Minnesota. Green lék 1. hring á 4 undir pari, 68 glæsihöggum!!! Öðru sætinu deila þær Mel Reid frá Englandi og Hyo Joo Kim frá S-Kóreu, 1 höggi á eftir forystukonunni þ.e. voru báðar á 69 höggum. Leiðinlegt að sjá ekki Ólafíu Þórunni „okkar“ meðal keppenda! Sjá má stöðuna á KPMG Womens PGA risamótinu með því að SMELLA HÉR:
PGA: 6 deila forystunni e. 1. dag Travelers mótsins
Það eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar sem deila forystunni eftir 1. dag móts vikunnar á PGA Tour, Travelers Championship, Þetta eru þeir Abraham Ancer frá Mexíkó, bandarísku kylfingarnir Bronson Burgoon, Ryan Armour og Zack Sucher; Mackenzie Hughes frá Kanada og Kyoung-Hoon Lee frá S-Kóreu. Allir komu þessir 6 kylfingar í hús á 6 undir pari, 64 höggum á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut, þar sem mótið fer fram. Sjá má stöðuna að öðru leyti á Travelers með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Travelers með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Bronson Burgoon









