Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 18:00

Mótaröð þeirra bestu 2019 (3): Saga og Rúnar Íslandsmeistarar í holukeppni

Það eru Saga Traustadóttir, GR og Rúnar Arnórsson, GK, sem eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2019. Þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Securitas-mótinu sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Íslandsmótið í holukeppni hófst á föstudaginn en alls voru 32 karlar og 23 konur sem tóku þátt. Saga sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR í úrslitaleiknum en úrslitin réðust á 19. holu í bráðabana. Þar fékk Saga fugl og landaði hún sínum fyrsta Íslandsmeistartitli í holukeppni á Mótaröð þeirra bestu. Hulda Clara Gestsdóttir sigraði Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur úr GHD í leiknum um þriðja sætið 5/4. Rúnar Arnórsson, GK sigraði Ólaf Björn Loftsson úr GKG í úrslitaleiknum 3/2 en Rúnar sigraði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 09:00

LET: Valdís Þóra varð T-54 í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tók þátt á móti vikunnar á LET, þ.e.  Ladies European Thailand Championship. Valdís Þóra lék á samtals 5 yfir pari og varð T-54 þ.e. jöfn öðrum í 54. sæti. Leiknir voru 4 hringir í mótinu. Fyrir frammistöðu sína hlaut Valdís Þóra € 1,290.00 þ.e. u.þ.b. 183.000,- íslenskar krónur. Sigurvegari í mótinu varð heimakonan Atthaya Thitikul en hún lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum (69 67 63 67). Thitikul hlaut ekkert verðlaunafé, þar sem hún er ekki atvinnumaður í golfi. Sjá má lokastöðuna á Ladies European Thaíland Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 08:00

Mótaröð þeirra bestu 2019 (3): Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni

Þriðja mótið á „Mótaröð þeirra bestu“ er Íslandsmótið í holukeppni, sem fer fram á  Garðavelli á Akranesi. Leikir í 8 manna úrslitunum fóru fram í gær og voru úrslitin eftirfarandi í karlaflokki: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR hafði betur gegn Hákoni Harðarsyni 2&1 Jóhannes Guðmundsson, GR vann Björn Óskar Guðjónsson, GM 5&3 Ólafur Björn Loftsson, GKG vann Hákon Örn Magnússon og fóru leikar á 19. holu. Rúnar Arnórsson, GK hafði betur gegn Hlyn Bergssyni, GKG, 4&2. Þeir sem mætast í undanúrslitum í karlaflokki eru því eftirfarandi : Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR g. Ólafur Björn Loftsson GKG Jóhannes Guðmundsson GR g.  Rúnar Arnórsson, GK. Í kvennaflokki Íslandsmótsins í holukeppni voru úrslit eftirfarandi í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 00:01

PGA: Reavie kominn m/forystu f. lokahringinn á Travelers

Það er bandaríski kylfingurinn Chez Reavie, sem kominn er með afgerandi forystu fyrir lokahring Travelers mótsins. Reavie spilaði 3. hring á 63 glæsihöggum og er því samtals á 16 undir pari, 194 höggum (65 66 63). Reavie á heil 6 högg á þá sem næstir koma, en það eru þeir Keegan Bradley og forystumaður gærdagsins Zack Sucher. Sjá má stöðuna á Travelers að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Travelers með því að SMELLA HÉR. 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (25)

Hér kemur einn, sem sýnir að það er bara ekkert alltaf svo auðvelt að ná þessum púttum! 🙂 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Rudolfsson – 22. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er  Axel Rudolfsson.Axel er fæddur 22. júní 1963 og á því 56 ára afmæli. Axel er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Axel Rudolfsson 56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kristinn J. Gíslason, GR, 22. júní 1952 (67 ára); Símon (61 árs); Gauti Grétarsson, 22. júní 1960 (59 ára); Daníel Helgason, 22. júní 1964 (55 ára); Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (43 ára); Notað Ekki Nýtt Ísland (38 ára); Dustin Johnson, 22. júní 1984 (35 ára); Hilmar Hólm Guðjónsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 14:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá hafa lokið keppni í Frakklandi

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tóku þátt í móti vikunnar á LET Access, sem heitir Montauban Ladies Open og fór fram á Golf de Montauban l’Estang golfstaðnum í Montauban, Frakklandi. Dagsetning mótsins var 20.-22. júní 2019 og lauk því í dag. Guðrún Brá lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (76 76 74) og bætti sig um 2 högg á lokahringnum frá fyrstu tveimur hringjum! Hún varð T-42. Berglind lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 72 81) og átti slakan lokahring eftir að hafa átt glæsilegan 2. hring, en hún endaði T-54. Sigurvegari í mótinu varð spænski kylfingurinn Laura Gomez Ruiz. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 12:00

Mótaröð þeirra bestu (3): Ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni

Nú er ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni, sem er 3. mót á Mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Í kvennaflokki eru eftirfarandi kylfingar sem mætast í 8 manna úrslitunum: Í karlaflokki eru eftirfarandi kylfingar sem mætast í 8 mánna úrslitunum: Myndir í aðalmyndaglugga og frétt: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Jordan Smith?

Það er enski kylfingurinn Jordan Smith sem leiðir fyrir lokahring á móti vikunnar á Evróputúrnum, BMW International Open. Smith er ekki þekktasti kylfingurinn á Evróputúrnum og því ekki von að sumir spyrji sig: „Hver er kylfingurinn Jordan Smith?“ Jordan Smith heitir fullu nafni Jordan Lewis Smith og fæddist í Bath í Englandi, 9. nóvember 1992 og er því 26 ára. Hann er 1,78 m á hæð og 76 kg. Í dag býr Smith í Chippenham, Wiltshire, í Englandi.  Sem áhugamaður sigraði Smith m.a. á Brabazon Trophy (2013) og The Hampshire Salver (2014 ). Jordan Smith gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 5 árum, þ.e. 2014 þá 21 árs. Árið 2015 spilaði hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 08:00

Evróputúrinn: Smith efstur e. 3. dag BMW Int. Open

Það er tiltölulega óþekktur kylfingur, Jordan Smith, frá Englandi, sem er í efsta sæti á BMW International Open, eftir 3. keppnisdag, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum. Smith er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (70 67 66). Fast á hæla Smith, Í 2. sæti eru enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick, og Matthias Schwab frá Austurríki, báðir aðeins 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á BMW International Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á BMW International Open með því að SMELLA HÉR: