Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2019 | 13:00

Wallace fer illa m/kaddýinn sinn

Enski kylfingurinn Matt Wallace, sem er núverandi nr. 24 á heimslistanum hlaut mikla gagnrýni þegar myndatökvélar Sky Sports náðu upptöku af honum þar sem hann beitir kylfusvein sinn Dave McNeilly líkamlegu og munnlegu ofbeldi. Á lokahring  BMW International Open, sást Wallace á Sky Sports þar sem hann var aggressívur við kylfusvein sinn bæði eftir teighögg sitt á löngu par-3 12. brautinni og síðan aftur þegar bolti hans lenti í vatni á 18. teig. Evróputúrinn lét frá sér fara fréttatilkynningu þar sem sagði m.a. um óásættanlega hegðun Wallace: „Við vitum um þessi atvik og við erum að fara yfir það með málsaðilum.“ Sjaldgæft er að slík hegðun náist á upptöku og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2019 | 11:00

Bjarki og Gísli hefja leik á EM áhugamanna í Austurríki

Bjarki Pétursson, GKB, og Gísli Sveinbergsson, GK eru á meðal keppenda á Evrópumóti einstaklinga sem hefst á miðvikudaginn í Austurríki. Um er að ræða Evrópumeistaramót áhugakylfinga en keppt er á Diamond Country Club. Bjarki hefur leik kl. 7:30 að íslenskum tíma á miðvikudaginn. Gísli hefur leik kl. 12:20 að íslenskum tíma. Stöðuna í mótinu má sjá með því að SMELLA HÉR:  Bestu áhugakylfingar veraldar taka þátt á þessu móti en alls eru 144 keppendur. Kylfingarnir koma ekki bara frá Evrópu. Bandaríkin, Japan, Ástralía, Suður-Afríka og Nýja-Sjáland eru m.a. með keppendur á þessu móti. Mótið er því gríðarlega sterkt og allir 144 keppendurnir eru í sætum 288 eða ofar á heimslista Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2019 | 09:00

LPGA: Wie á 84 höggum e. 1. dag KPMG risa- mótsins – ekki viss hversu mikið hún eigi eftir

Michelle Wie hefir átt í þrálátum meiðslum á hægri hendi og er nú með úlnliðsmeiðsli, sem háðu henni mjög á KPMG risamótinu, sem lauk sl. sunnudag með sigri ástralska golfstirnisins Hönnuh Green. Eftir 1. dag var hún langlægst atvinnukylfinga á skortöflunni með skor upp á 12 yfir pari, 84 högg. „Það var e.t.v. svolítið heimskulegt að halda að ég myndi slá virkilega vel þar sem ég var bara að slá bolta sl. viku (fyrir mótið). Þetta er erfiður völlur en ég er virkilega, virkilega ánægð að ég spila. Það er mikil gleði að bara vera úti þarna og vitið þig að keppa aftur. Þetta á eftir að taka tíma og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2019 | 18:00

Tiger í Bankok

Tiger Woods sigraði e.t.v. óvænt að mati sumra á Masters sl. apríl. Eftir þann sigur hafa margir aftur verið með væntingar í garð Tigers m.a. að hann ynni PGA Championship og/eða Opna bandaríska, en hvorugt gekk eftir. Á síðasta risamóti, Opna bandaríska lauk Tiger keppni T-21, 11 höggum á eftir sigurvegaranum Gary Woodland. Eftir það tilkynnti hann að hann ætlaði að taka sér frí, sbr. eftirfarandi: „Ég held að ég ætli að taka mér svolítið frí og njóta tímans með fjölskyldunni. Ég ætla bara að reyna að slappa af frá risamótinu og eins ræktinni og bara koma mér aftur í gír. Og ég veit að hitastigið í Flórída er ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir, fyrsti kvenatvinnukylfingur okkar Íslendinga, sem spilaði á LET. Ólöf María er fædd í dag, 24. júní 1976 og á því 43 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólöf María Jónsdóttir – 43 ára– Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (88 ára); Golfistas de Chile (85 ára); Juli Inkster, 24. júní 1960 (59 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (55 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (47 ára); Louise Friberg, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2019 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Chez Reavie?

Chez Reavie sigraði á Travelers Championship, móti PGA Tour í sl. viku. Hann er ekki sá allra þekktasti og því kunna sumir að spyrja: Hver er kylfingurinn? William Chesney „Chez“ Reavie fæddist 12. nóvember 1981 í Wichita, Kansas og er því 37 ára gamall. Chez á því sama afmælisdag og t.d. Lucas Glover og Jason Day. Reavie er 1,75 m á hæð og 73 kg. Reavie var í Dobson High School í Mesa, Arizona og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu fyrir lið Arizona State University. Eftir útskrift spilaði Reavie á Nationwide Tour (nú Korn Ferry Tour) á árunum  2005-2007 þar sem hann sigraði einu sinni þ.e. á  Knoxville Open 2007. Hann varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2019 | 07:00

Hvað var í sigurpoka Reavie?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í poka Chez Reavie, þegar hann sigraði á Travelers Championship í gær, sunnudaginn 23. júní 2019: Bolti: Titleist Pro V1. Dræver: TaylorMade M2 2017 (Aldila Rogue Black 60), 9.5°. 3-tré: TaylorMade M5, 15°. Járn (4): TaylorMade P790; (5-PW): TaylorMade P750. Fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (50°, 54° og 58°). Pútter: Odyssey Works #7.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 22:15

PGA: Reavie sigurvegari Travelers

Fyrsti sigur bandaríska kylfingsins Chez Reavie í 11 ár kom nú í kvöld á PGA Tour mótinu, Travelers Championship. Sigurskor Reavie var 17 undir pari, 273 högg (65 66 63 69). Öðru sætinu deildu þeir Zack Sucher og Keegan Bradley, heilum 4 höggum á eftir Reavie þ.e. á samtals 13 undir pari, hvor Sjá má lokastöðuna á Travelers að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahrings Travelers með því að SMELLA HÉR: (þegar búið er að ljúka við samantekina).  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 21:45

LPGA: Green sigraði á KPMG risamótinu!

Ástralski kylfingurinn Hannah Green var nú rétt í þessu að innsigla sigur sinn á 3. risamóti ársins hjá konunum, KPMG Women´s PGA Championship. Hún var í forystu allt mótið og lét forystuna aldrei af hendi fyrir 1. risamótssigri sínum ! Sigurskor Green var 9 undir pari, 279 högg (68 69 70 72). Sjá má kynningu Golf 1 á Green með því að SMELLA HÉR:  Fast á hæla Green var Sung Hyun Park frá S-Kóreu,  sem lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (70 71 71 68) og endaði í 2. sæti á risamótinu. Þriðja sætinu deildu 3 kylfingar: enski kylfingurinn Mel Reid og Lizette Salas og Nelly Korda frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2019 | 18:22

Evróputúrinn: Pavan sigraði á BMW Int. Open

Það var ítalski kylfingurinn Andrea Pavan sem sigraði á BMW International Open, í Golfclub München Eichenried, eftir bráðabana við enska kylfinginn Matthew Fitzpatrick. Báðir voru þeir Pavan og Fitzpatrick efstir og jafnir eftir hefbundinn 72 holu leik – en báðir komu í hús á samtals 15 undir pari, 273 höggum; Fitzpatrick (73 66 65 69) og Pavan (66 71 70 66). Það varð því að skera úr um leikinn í bráðabana og var par-5 18. holan spiluð tvívegis en í annað skiptið sigraði Pavan með fugli meðan Fitzpatrick tapaði á parinu. Þriðja sætinu deildu hvorki fleiri né færri en 7 kylfingar þ.á.m. enski kylfingurinn Jordan Smith, sem var búinn að Lesa meira