Charlie Woods gerir grín að pabba
Sem sonur Tiger Woods nýtur Charlie ýmissa svalra forréttinda. Þegar frá er talið að vera fjárhagslega vel settur þar sem eftir er ævinnar þá virðist Charlie Woods hafa erft húmor föður síns. Í myndskeiði sem teymi Tigers lét frá sér kemur Tiger sér hjá að svara spurningu um hvort hann ætli að gefa fleygjárn sín, með sögu um hvernig Charlie gerði grín að honum fyrir slæleg pútt á síðasta ári, eftir Wells Fargo Championship. Tiger lauk keppni 14 höggum á eftir sigurvegara mótsins Jason Day, aðallega vegna slælegrar frammistöðu á púttflötinni. „Ég varð að stytta einn af varapútturunum mínum vegna þess að hann vildi frá pútter frá pabba,“ sagði Tiger. Lesa meira
NGL: Axel T-14 og Andri Þór T-61 e. 1. dag Tinderbox mótsins
Andri Þór Björnsson, GR og Axel Bóasson, GK taka þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League; Tinderbox Charity Challenge. Leikið er með Stableford stigagjöf þannig að fjórir punktar fást fyrir örn, þrír fyrir fugl, tveir fyrir par, einn fyrir skolla og enginn punktur fyrir verra skor. Axel byrjaði vel í mótinu en hann lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 5 fugla, 10 pör, 2 skolla og 1 skramba og er með 37 punkta. Hann er T-14 eftir 1. hring Andri Þór lék á 5 yfir pari, 77 höggum; er með 31 punkt og T-61. Sjá má stöðuna á Tinderbox Charity Challenge með því að SMELLA Lesa meira
GK: Arnór Ingi á besta skorinu á Opna Icewear mótinu!
Laugardaginn 15. júní sl. fór fram Opna Icewear, á Hvaleyrinni í Hafnarfirði. Alls tóku 149 kylfingar þátt í mótinu. Úrslit urðu eftirfarandi: Besta skor karla Arnór Ingi Finnbjörnsson 70 högg 60.000 Besta skor kvenna Arnfríður Grétarsdóttir 85 högg 60.000 Punktakeppni 1 sæti KK Ásmundur Karl Ólafsson 38 punktar 50.000 2 sæti KK Haukur Jónsson 37 punktar 40.000 3 sæti KK Þórður Einarsson 37 punktar 30.000 4 sæti KK Kristján Einarsson 36 punktar 20.000 5 sæti KK Árni Freyr Sigurjónsson 36 punktar 10.000 1 sæti KVK Arnfríður Grétarsdóttir 42 punktar 50.000 2 sæti KVK Halla Bjarnadótir 36 punktar 40.000 3 sæti KVK Helga Hermannsdóttir 34 punktar 30.000 4 sæti KVK Ragnheiður Lesa meira
Bjarki T-8 e. 1. dag EM áhugamanna
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK taka þátt á EM áhugamanna. Mótið fer fram dagana 26.-29. júní í Diamond CC í Austurríki. Bjarki átti glæsilegan 1. hring á mótinu, lék á 4 undir pari, 68 höggum og er T-8 eftir 1. dag þ.e. deilir 8. sætinu með 11 öðrum kylfingum, sem voru á sama skori. Gísli átti ekki eins farsæla byrjun lék fyrsta hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-106 af 143 keppendum. Til þess að sjá stöðuna á EM áhugamanna SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarson – 26. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Árni Harðarson. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og á því 24 ára afmæli í dag. Benedikt Árni er snilldarkylfingur og sérlega góður púttari sem spilar á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu Benedikts til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Benedikt Árni Harðarson (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Áslaug Helgudóttir, 26. júní 1958 (61 árs); Rakel Gardarsdottir, GR, 26. júní 1963 (56 ára); Pamela Wright, 26. júní 1964 (55 ára); Rúnar Már Smárason, 26. júní 1971 (48 ára); Lesa meira
Yfirlýsing frá Ólafíu Þórunni
Fyrir 2 dögum birtist yfirlýsing frá Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, GR, sem birtist á vefsíðu hennar. Þar segir hún m.a. að hún sé að leita sér aðstoðar vegna lægðar sem hún er dottin í, en kæri sig ekki um ráð frá Bubba niðrí bæ. Sjá má yfirlýsingu hennar hér að neðan: „Þegar fyrsti helmingur af seasoninu er liðinn er staðan svona… Ég er ennþá að finna mig á Symetra. Að komast inní LPGA mót á síðustu stundu er allt öðruvísi. Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!… og svooooo tek ég Lesa meira
Landsliðin fyrir EM 2019
Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands Íslands, og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri, hafa tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands sem taka þátt á Evrópumeistaramótinu í liðakeppni. Alls völdu þeir leikmenn í fjögur landslið sem taka þátt fyrir Íslands hönd á EM. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Öll fjögur mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí Karlalandslið Íslands: Aron Snær Júlíusson, GKG Birgir Björn Magnússon, GK Bjarki Pétursson, GKB Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gísli Sveinbergsson, GK Rúnar Arnórsson, GK Karlandsliðið keppir á EM 9.-13. júlí í Svíþjóð: Nánari upplýsingar um mótið hér: Kvennalandslið Íslands: Andrea Bergsdóttir, GKG Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Helga Kristín Einarsdóttir, GK Lesa meira
5 deyja eftir rifrildi á golfvelli
Sl. föstudag, 21. júní 2019, skaut maður að nafni Claude Adams, 64 ára, tvo menn á pitch og pútt velli Casa Grande Senior Mobile Estates, í Santa María, Kaliforníu, eftir rifrildi, sem braust út milli þeirra þriggja þarna á golfvellinum. Fórnarlömbin voru Kurt Bracke, 70 ára og Richard Hanen, 78 ára. Þessir þrír höfðu löngum eldað grátt silfur saman og hafði deila þeirra leitt til þess að Adams var vikið úr hjólhýsagarði, sem hann bjó í. Fjölmargir nágrannar lýstu því að Adams, sem gekk undir viðurnefninu „The Bodie“ hefði átt í fjölda útistaðna í hjólhýsahverfinu, en honum lýst sem uppstökkum og árásargjörnum. Einn nágranninn Keith Castro sagði að „þessir þrír Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 67 ára afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (67 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn (99 ára); Ervin Szalai (55 ára); Vance Veazey, 25. júní 1965 (54 ára); Paul Affleck 25. júní 1966 (53 ára); David Lesa meira
GÓS: Margmenni á golfdegi
Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA, mánudaginn 10. júní sl. og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni. ,,PGA á Íslandi auglýsti lokaverkefni golfkennaranema en það snerist um að koma til golfklúbba og kenna golf. Ég sótti um til PGA , sótti um styrki til fyrirtækja í bænum og dagurinn í dag var afrakstur þessa,“ segir Jóhanna G. Jónasdóttir, formaður Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í samtali við Feyki. Golfklúbburinn Ós hefur verið starfræktur frá árinu 1985. Félagar í klúbbnum eru 35 og lítil endurnýjun hefur átt sér stað á síðustu árum. Illa hefur gengið Lesa meira










